Search is not available for this dataset
url
stringlengths
21
288
text
stringlengths
1
1.35M
https://www.vikubladid.is/is/frettir/sera-petur-thorarinsson-latinn
Séra Pétur Þórarinsson látinn Séra Pétur Þórarinsson sóknarprestur í Laufásprestakalli lést í Reykjavík í morgun eftir erfið veikindi. Séra Pétur fæddist á Akureyri 23. júní 1951, sonur hjónanna Elínar Jónsdóttur og Þórarins S. Halldórssonar. Systkini Péturs eru Anita, Jón Helgi og Erna. Pétur varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1971 og cand theol frá Háskóla Íslands árið 1976. Sama ár var hann vígður prestur og tók við Hálsprestakalli þar sem hann þjónaði til ársins 1982. Hann var prestur í Möðruvallaprestakalli 1982-1989, í Glerárprestakalli 1989-1991 og í Laufásprestakalli frá 1991. Pétur var prófastur í Þingeyjaprófastsdæmi 1999-2006. Þann 15. júní 1971 kvæntist Pétur eftirlifandi eiginkonu sinni Ingibjörgu Svövu Siglaugsdóttur. Þau eignuðust þrjú börn, Þórarin Inga, Jón Helga og Heiðu Björk. Útför sr. Péturs verður gerð frá Akureyrarkirkju föstudaginn 9. mars kl. 13.30.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/hardur-arekstur-a-akureyri
Harður árekstur á Akureyri Mjög harður árekstur varð á gatnamótum Glerárgötu og Þórunnarstrætis á Akureyri nú fyrir stundu, þar sem þrír bílar komu við sögu, tveir fólksbílar og jeppi. Beita þurfti klippum til að ná ökumanni annars fólksbílsins út úr bílnum og var hann fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild FSA. Samkvæmt upplýsingum Vikudags, skullu fólksbílarnir saman á Glerárgötunni og kastaðist annar þeirra á jeppa, sem var kyrrstæður á rauðu ljósi neðst í Þórunnarstrætinu. Fólksbílarnir eru mikið skemmdir ef ekki ónýtir og jeppinn skemmdist töluvert að framan. Mikil hálka er á götum Akureyrar og er ástæða til að hvetja ökumenn til að fara með gát.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/jurtaolia-sem-eldsneyti-framleidd-i-krossanesi
Jurtaolía sem eldsneyti framleidd í Krossanesi? Fyrr í dag var hlutafélagið ORKEY stofnað, sem hefur það að markmiði að skoða leiðir og hagkvæmni þess að framleiða jurtaolíu úr kanadísku kanólafræi, mögulega í Krossanesverksmiðjunni á Akureyri. Um er að ræða vistvænan orkugjafa sem má brenna í stað svartolíu í íslenskum fiskiskipum. Stofnaðilar fyrirtækisins eru Akureyrarhöfn, LÍÚ, Samherji, Brim, Ísfélag Vestmannaeyja, HB Grandi, Arngrímur Jóhannsson og Norðurorka. Áætlað er að forathugun verkefnisins taki um sex mánuði og að þá verði tekin ákvörðun um eiginlega framleiðslu. Ísfélag Vestmannaeyja á Krossanesverksmiðjuna en fyrirtækið hefur hætt rekstri fiskimjölsverksmiðjunnar. Horft er til þess að nýta verksmiðjuna, búnaðinn sem þar er og hafnarmannvirkin. Nánar er fjallað um málið í Vikudegi á morgun.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/atak-faer-ekki-afengid
Átak fær ekki áfengið Samfélags- og mannréttindaráð Akureyrarbæjar hefur hafnað beiðni heilsuræktarinnar Átaks ehf. um áfengisveitingaleyfi. Ráðið sagði í afgreiðslu sinni m.a. að starfsemi líkamsræktarstöðvar og áfngisveitingaleyfi fari ekki saman og beindi því til Átaks að falla frá hugmyndum sínum um áfengisveitingastað. ,,Líkamsræktarstöðvar eiga að vera ímynd heilsueflingar í víðum skilningi og leita m.a. markaðar hjá ungu fólki. Með áfengisveitingastað er þessari ímynd raskað og skapað fordæmi, ekki síst í ljósi þess að unglingar allt niður í 14 ára aldur geta sótt staðina" sagði í bókun ráðsins.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/madur-fell-ur-stiga
Maður féll úr stiga Karlmaður var fluttur á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri eftir vinnuslys sem varð í bænum á tíunda tímanum í morgun. Slysið varð í Einingaverksmiðjunni Borg og var maðurinn þar að vinna í stiga er hann féll niður á gólf. Samkvæmt lögreglunni rétt í þessu eru lögreglumenn enn á vettvangi og engar fregnir hafa borist af líðan mannsins.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/syknadur-af-amfetaminakstri
Sýknaður af „amfetamínakstri" Góðkunningi lögreglunnar á Akureyri, sem velti bíl sínum og var grunaður um akstur undir áhrifum amfetamíns og deyfandi lyfja, hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Maðurinn velti bíl sínum út af veginum við Ytragil í Eyjafjarðarsveit snemma um morgun í október á síðasta ári. Hann og sambýliskona hans sem var í för með honum fengu svo far með öðrum bíl að Hrafnagili þar sem lögregla handtók þau við leikskóla. Maðurinn bar fyrir dómi að hann hafi eftir útafaksturinn heimsótt vin sinn í Hrafnagili og tekið þar inn amfetamín og deyfandi lyf og stangaðist þessi frásögn hans á við það sem fram hafði komið við skýrslutöku á lögreglustöð. Þrátt fyrir að amfetamín og deyfilyf mældust í blóði hans var maðurinn sýknaður. Hann var hins vegar dæmdur fyrir að hafa stolið skóm og peysu úr verslun á Akureyri.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/felogum-fvsa-fjolgadi-um-rumlega-100
Félögum FVSA fjölgaði um rúmlega 100 Fullgildum félagsmönnum í Félagi verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni, FVSA, fjölgaði á síðasta ári um 104 og voru 1.644 um síðustu áramót, 586 karlar og 1.058 konur, þar af eru 254 gjaldfrjálsir. Afkoma félagsins var rúmlega 6,4 milljónum krónum betri en árið á undan og eiginfjárstaða félagsins er sterk. Tekjur félagsins af félagsgjöldum hækkuðu um 15,7% milli ára, heildartekjur allra sjóða félagsins voru samtals um 87,8 milljónir króna. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins nýlega. Mikið hefur verið fjallað og fundað um samvinnu og sameiningu stéttarfélaga á starfsárinu, jafnt á landsvísu, sem innan svæðis. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir formaður FVSA sagði að mikil vinna hefði verið lögð í bæði þessi verkefni og að útkoman hefði verið sú að ekki var talinn grundvöllur fyrir sameiningu allra verslunarmannafélaga í eitt félag á landsvísu og málið því sett í biðstöðu af hendi landssambandsins. Hvað sameiningu stéttarfélaganna við Eyjafjörð varðar var hugmyndin sú að stofnað yrði eitt deildaskipt félag. „Félögin sem tóku þátt í þessu ferli voru auk okkar Eining-Iðja, Sjómannafélag Eyjafjarðar, Félag málmiðnaðarmanna, Félag byggingamanna, Rafvirkjafélag Norðlendinga, Sjómannafélag Ólafsfjarðar og Vaka á Siglufirði. Innan okkar stjórnar var raunar meiri vilji til að skoða þessa leið heldur en að sameinast á landsvísu, en ákveðið var af félögunum hér við fjörðinn að fresta frekari vinnu við málið," sagði Úlfhildur. Á aðalfundinum var Páll H. Jónsson, fyrrum formaður félagsins, gerður að heiðursfélaga. Hann er sá fjórði sem félagið heiðrar með þessum hætti. Aðrir heiðursfélagar eru þau Ása Helgadóttir, fyrrverandi starfsmaður félagsins, Kolbeinn Helgason, fyrrum formaður, og Jóna Steinbergsdóttir, fyrrum formaður.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ekki-ma-veida-innan-200-m-fra-eldissvaedi
Ekki má veiða innan 200 m frá eldissvæði Brim fiskeldi ehf. hefur sent frá sér tilkynningu, þar sem félagið vill, að gefnu tilefni, taka það fram að samkvæmt reglugerð frá 2003, um eldi nytjastofna sjávar, er óviðkomandi bannað að stunda veiðar nær merktu eldissvæði en 200 metrar. Í þessari sömu grein kemur það einnig fram að siglingar óviðkomandi aðila nær merktu eldisvæði en 100 metra eru bannaðar. Ennfremur er bent á að brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum. Eins og fram hefur komið í Vikudegi, stendur til að kæra tvo trillukarla á Akureyri til lögreglu fyrir meintan fiskstuld úr eldiskvíum Brims norðan við Krossanes. Mennirnir voru stöðvaðir af lögreglu í smábátahöfninni í Sandgerðisbót nýlega, en áður hafði sést til þeirra við kvíarnar. Þeir voru ekki með fisk um borð þegar lögreglan hafði afskipti af þeim. Annar trillukarlanna, sem ekki vildi láta nafn síns getið, sagði í samtali við Vikudag að það væru helber ósannandi að þeir hafi verið að stela fiski úr kvíum fyrirtækisins. „Það eina sem við erum sekir um er að hafa verið að veiða of nærri kvíunum. Það hafa margir smábátasjómenn stundað veiðar nærri kvíunum en það dettur ekki nokkrun manni í hug að stela fiski úr þeim," sagði trillukarlinn. Sævar Þór Ásgeirsson, sem hefur umsjón með eldiskerjunum fyrir hönd Brims, sagði allt eins líklegt að mennirnir hafi orðið varir við að fylgst var með þeim og hent fiskinum fyrir borð. Trillukarlinn sagði að þetta væru alveg fráleitar ásakanir og að sannleikurinn væri sagna bestur.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/svifryksmengunin-haettuleg-folki
Svifryksmengunin hættuleg fólki „Svifrykið sem hefur verið að mælast svona mikið hjá okkur hér á Akureyri er hættulegt heilsu fólks. Rannsóknir í Stokkhólmi hafa sýnt þá niðurstöðu að þessi mengun fækkar lífdögum fólks t.d. meira en umferðin og þetta er vaxandi vandamál sem verið er að taka á með sífellt meiri krafti," segir Alfreð Schiöth hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. „Þetta er mjög slæm mengun fyrir alla en ekki síst fyrir þá sem eru með lungnasjúkdóma og asma og einnig fyrir þá sem eru með hjartasjúkdóma og aðra æðasjúkdóma," segir Alfreð. Eins og fram hefur komið, hefur svifryk sem mælt hefur verið á gatnamótum Tryggvabrautar og Glerárgötu á Akureyri mælst í miklu meira magni og oftar, en gefið er út af alþjóðastofnunum að „leyfilegt" sé. Þar var t.d. miðað við að ákveðið magn svifryks mætti mælast í 29 daga á síðasta ári en mældist í 48 daga á Akureyri þá mánuði sem þegar er búið að lesa af fyrir síðasta ár á Akureyri og fer sennilega í 55 daga þegar öll kurl eru komin til grafar. Til viðmiðunar mældist svifrykið of mikið í Reykjavík í um 30 daga og Akureyri er með svipaðar tölur og Osló. Herða á mjög reglur um svifryk á næstu árum og árið 2010 eiga dagarnir sem rykið mælist yfir ákveðnum mörkum að vera komnir niður í sjö. „Ef leitað er skýringa á þessari miklu mengun á Akureyri þá er það alveg ljóst að miklar stillur í veðri að vetrarlagi með kuldapollum við jörðu hafa mikil áhrif. Svifryksmengunin stafar aðallega frá malbiksögnum og með ýmsum ráðum mætti vinna á móti," segir Alfreð.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/snjo-kyngt-nidur-a-akureyri
Snjó kyngt niður á Akureyri Snjó hefur kyngt niður á Akureyri frá því í gærkvöld og er nú um og yfir 10 cm snjólag yfir öllu, með tilheyrandi hálku á götum bæjarins. Í Hlíðarfjalli er mikið líf og fjör, eins og gefur að skilja og margir á skíðum, að sögn Guðmundar Karls Jónssonar forstöðumanns. Guðmundur Karl sagði að það gengi á með éljum í fjallinu en að þar væru aðstæður til skíðaiðkunar hinar bestu. Í dag er opið til kl. 17 og á morgun sunnudag frá kl. 10-17. Veðurstofan gerir ráð fyrir áframhaldandi norðan og norðaustan á morgun, með éljagangi norðantil og svipuðu veðri næstu daga á eftir.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/brutust-inn-a-grenivik
Brutust inn á Grenivík Fjögur ungmenni, þrír piltar og ein stúlka sem öll eru á tvítugsaldri, voru handtekin á Akureyri í gærkvöldi. Í fórum þeirra fannst þýfi úr innbroti á Grenivík. Ungmennin eru grunuð um að hafa fleiri innbrot á samviskunni
https://www.vikubladid.is/is/frettir/innflytjendum-gengur-vel-ad-fa-vinnu-a-islandi
Innflytjendum gengur vel að fá vinnu á Íslandi Svo virðist sem erlendu vinnuafli gangi einna best að fá vinnu á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Ástæður þess eru bæði að hér er mikil eftirspurn eftir vinnuafli, en líka að hlutfallslega eru hér fáir frá Afríku og Asíu, en þetta eru einmitt þeir hópar sem farið hafa halloka á vinnumarkaði í Evrópu. Þetta kom fram í erindi sem Ingi Rúnar Eðvarðsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, flutti á Sólborg í gær. Fyrirlesturinn fjallaði um erlent vinnuafl á norrænum vinnumörkuðum og byggði á norrænu rannsóknarverkefni. Fram kom hjá Inga Rúnari að fjöldi innflytjenda á norrænum vinnumörkuðum hefur aukist á síðari árum. Fleiri koma lengra að en áður, þ.e. frá löndum utan Evrópu. Flestir innflytjendur flytjast til Svíþjóðar - fæstir til Íslands, enda er það afleiðing af því að vinnumarkaðir eru stærri þar sem fjölmennið er meira. Hlutfallsleg mesta aukning erlends vinnuafls er í Finnlandi, á Íslandi og í Noregi. Innflytjendasvæði er mismunandi milli Norðurlandanna. Innflytjendur á Norðurlöndum koma mjög víða að. Frá Norðurlöndum, Evrópulöndum, Asíu, Ameríku og Afríku. Ísland sker sig úr í þessu sambandi þar sem tiltölulega fáir utan Evrópu koma hingað til lands miðað við önnur Norðurlönd Engar einfaldar skýringar eru á ástæðum fyrir flutningi fólks á milli landa. Það er blanda af því að fólk leitar að vinnu, hærri launum, betri lífskjörum og að það flytur til svæða þar sem tilteknir innflytjendahópar eru fyrir. Hér má nálgast glærur úr fyrirlestri Inga Rúnars
https://www.vikubladid.is/is/frettir/vorum-of-naerri-kviunum
Vorum of nærri kvíunum Kæra á tvo trillukarla á Akureyri til lögreglu fyrir meintan fiskstuld úr eldiskvíum Brims norðan við Krossanes. Mennirnir voru stöðvaðir af lögreglu í smábátahöfninni í Sandgerðisbót sl. sunnudag, en áður hafði sést til þeirra við kvíarnar. Þeir voru ekki með fisk um borð þegar lögreglan hafði afskipti af þeim. Frá málinu var fyrst sagt í vikunni á Vikudagur.is. Annar trillukarlanna, sem ekki vildi láta nafn síns getið, sagði í samtali við Vikudag að það væru helber ósannandi að þeir hafi verið að stela fiski úr kvíum fyrirtækisins. „Það eina sem við erum sekir um er að hafa verið að veiða of nærri kvíunum. Það hafa margir smábátasjómenn stundað veiðar nærri kvíunum en það dettur ekki nokkrum manni í hug að stela fiski úr þeim," sagði trillukarlinn. Sævar Þór Ásgeirsson, sem hefur umsjón með eldiskerjunum fyrir hönd Brims, segir allt eins líklegt að mennirnir hafi orðið varir við að fylgst var með þeim og hent fiskinum fyrir borð. Trillukarlinn sagði að þetta væru alveg fráleitar ásakanir og að sannleikurinn væri sagna bestur. Nánar er fjallað um málið í Vikudegi í gær.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/anaegja-med-kynningu-i-kaupmannahofn
Ánægja með kynningu í Kaupmannahöfn Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi og Markaðsstofa Austurlands kynntu sameiginlega ferðamöguleika á Norðurlandi og Austurlandi í Kaupmannahöfn í vikunni. Um 20 aðilar úr ferðaþjónustu í þessum landshlutum tóku höndum saman við kynningu á nýjum valkostum fyrir ferðamenn tengda beinu flugi Iceland Express til Akureyrar og Egilsstaða en flogið verður fjórum sinnum í viku til þessara staða næsta sumar. Kynningin var unnin í samstarfi við Ferðamálastofu Íslands og Iceland Express. Boðið var um 70 sérvöldum ferðaskrifstofum og fjölmiðlamönnum, aðallega frá Kaupmannahöfn en einnig frá Malmö í Svíþjóð. Það var samdóma álit þeirra sem að þessari kynningu stóðu að hún hafi í alla staði heppnast vel og samstarfið reynst mjög ánægjulegt. Það er von ráðamanna Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi og Markaðsstofu Austurlands að þetta fyrsta alvöru samstarfsverkefni sé einungis fyrsta skrefið í markaðssamstarfi þessara landshluta. Sameiginlegir hagsmunir eru fjölmargir og því mikil bjartsýni um framhaldið.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fasteignasala-tok-vid-ser
Fasteignasala tók við sér Fasteignasala á Akureyri tók vel við sér í janúar eftir mjög slaka mánuði á undan þar sem botninum var náð í desember með aðeins 18 þinglýstum kaupsamningum. Í janúar var 55 samningum þinglýst. Tuttugu og fimm þeirra voru vegna eigna í fjölbýli, 18 vegna sérbýla og 12 vegna annarra eigna en íbúðarhúsnæðis. Þetta er nákvæmlega sami fjöldi samninga og þinglýst var í janúarmánuði á síðasta ári. Það vekur einnig athygli að velta vegna þessara 55 samninga nú í janúar er nákvæmlega sú sama og á síðasta ári eða 848 milljónir króna, sem þýðir að meðaltalssamningurinn hefur ekki verið uppá nema 15,4 milljónir króna. „Þetta er allt á uppleið og það sama er uppi á teningnum fyrir það sem af er febrúar," segir Sævar Jónatansson hjá Fasteignasölunni Eignakjöri. „Þótt þetta horfi til betri vegar er ekki almennt kominn mjög mikill kraftur í þetta en þetta er allt á réttri leið. Varðandi veltuna á þinglýstum kaupsamningum í janúar virðist ljóst að það eru ódýrari íbúðirnar sem eru að seljast fyrst og fremst," sagði Sævar.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/framkvaemdir-a-akureyrarflugvelli
Framkvæmdir á Akureyrarflugvelli Ýmsar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á Akureyrarflugvelli samkvæmt samgönguáætlun til ársins 2010, en ekki á samkvæmt áætluninni að verja neinu fé til endurbóta á flugstöðinni. Á þessu ári á að byggja upp og ganga frá öryggissvæði við norðurenda flugbrautarinnar sem verður 90x90 metrar að stærð, en samskonar öryggissvæði verður byggt upp við suðurenda brautar um leið og 460 metra lengingu brautarinnar lýkur sem er áætlað árið 2009. Malbika á alla flugbrautina árið 2009 og einnig á að binda yfirborð akbrauta. Þá verða gerðar umtalsverðar endurbætur á aðflugsbúnaði, og vinna á við að setja bundið slitlag á bílastæði og hefjast þær framkvæmdir í ár.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/hnifamadur-i-haldi
Hnífamaður í haldi Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglunnar á Akureyri eftir að hafa stolið úr verslun í miðbænum í dag og ógnað verslunarmanninum með hnífi. Maðurinn kom inn í verslun við Hafnarstræti og verslunarmaðurinn stóð hann að því að stela peysu úr búðinni. Þá dró þjófurinn fram hníf og hafði í hótunum við verslunarmanninn. Yfirgaf hann síðan verslunina og verslunarmaðurinn, sem var í apabúningi í tilefni öskudagsins, fór á eftir honum. Hann náði að vera í símasambandi við lögreglu og var hnífamaðurinn handtekinn skömmu síðar.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/255-milljonir-i-hafnarmannvirki
255 milljónir í hafnarmannvirki Í samgönguáætlun 2007-2010 sem er til meðferðar á Alþingi er gert ráð fyrir að verja 255 milljónum króna til byggingar hafnarmannvirkja á Akureyri. Lengja á Tangabryggju um 40 metra í ár og kostar sú framkvæmd 53,2 milljónir króna. Í ár og á næsta ári á að setja niður 70 metra langt stálþil við Ísbryggju ÚA auk annarra framkvæmda fyrir 99,8 milljónir króna. Þá á að lengja Oddeyrarbryggju um 65 metra með stálþili í ár og næsta ár og kostar sú framkvæmd 102 milljónir króna.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/evropusiglingar-byrs-slegnar-af
Evrópusiglingar Byrs slegnar af Fyrirhugaðar Evrópusiglingar skipafélagsins Byrs milli Akureyrar og Evrópu hafa verið slegnar af. Erlendir samstarfsaðilar AFE og Akureyrarbæjar hafa ekki sýnt nægilega vel hvernig þeir hyggjast standa að þessu verkefni og óljóst er um aðkomu fjárfesta þrátt fyrir viljayfirlýsingar þar um. Tímaáætlanir hafa ekki staðist og ljóst er að verkefnið í höndum þessara aðila hefur beðið álitshnekki á markaðinum, segir m.a. á vefsíðu Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Þess vegna telur AFE sér ekki stætt á að vinna málið áfram á þessum grundvelli og mun leita annarra lausna til að bæta sjósamgöngur og þar með samkeppnishæfni svæðisins. Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, var spurður hvort um uppgjöf væri að ræða. „Nei ég lít ekki á þetta sem uppgjöf og það eru enn ýmsir möguleikar í stöðunni. Þessir viðskiptaaðilar sem við höfum verið með í Noregi eru hins vegar ekki heppilegir og höfðu ekki það bolmagn sem til þurfti," segir Magnús Þór. Nánar er fjallað um málið í Vikudegi á fimmtudag.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/trillukarlar-kaerdir
Trillukarlar kærðir Lögreglan á Akureyri hafði afskipti af tveimur trillukörlum í höfninni í Sandgerðisbót sl. sunnudag, en þeir voru grunaðir um að hafa stolið þorski úr eldiskvíum Brims norðan við Krossanes. Til mannanna hafði sést við eldiskvíarnar skömmu áður, en Sævar Þór Ásgeirsson, sem hefur umsjón með eldiskvíunum, telur að þeir hafi orðið varir við að fylgst var með ferðum þeirra og losað sig við fiskinn sem þeir tóku úr kvíunum. Sjá nánar um málið í Vikudegi á fimmtudag.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/oskudagsmyndasyning-a-nyrri-heimasidu
Öskudagsmyndasýning á nýrri heimasíðu Það eru ekki margir dagar sem setja jafn sterkan svip á bæjarlífið á Akureyri og öskudagurinn. Búningaklædd börn flykkjast í verslanir, fyrirtæki og stofnanir og skemmtilegir, oft nýstárlegir, söngvar óma allan daginn. Þessi þýsk-danski siður sem Íslendingar hafa haldið til haga allt frá 19. öld, þegar þéttbýli fór að myndast á landinu, hefur varðveist hvað best hér á Akureyri. Það má glögglega sjá í ljósmyndasafni Minjasafnsins á Akureyri en þar eru varðveittar margar myndir frá öskudeginum á Akureyri í gegnum tíðina. Í tilefni útlitsbreytinga á rótgróinni heimasíðu Minjasafnins http://www.akmus.is/, sem tekin var í notkun núna kl. 10 í morgun, var öskudagsmyndasýning opnuð á sama tíma. Þar má finna 55 myndir frá byrjun 20. aldar til 1995. Þarna gefst fólki kostur á að rýna í skemmtilegar myndir. Ert þú á mynd, vinir þínir eða ættingjar? Á heimasíðunni verður einnig að finna fróðleiksmola um öskudaginn og þá siði sem tíðkast hafa á þessum skemmtilega degi. Svör við spurningum eins og þessum má auðveldlega finna á heimasíðunni: Af hverju hengdu karlar steinvölupoka á konurnar? Af hverju hengdu konurnar öskupoka á karlana? Er þetta íslenskur siður? Starfsfólk Minjasafnsins hvetur þá sem luma á góðri sögu um öskudaginn á Akureyri eða í Eyjafirði, eða vilja gjarnan deila upplifun sinni með fleirum, að senda tölvupóst eða bréf til safnins til að nýta í fræðslu um þennan stórskemmtilega dag.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/med-amfetaminduft-i-andlitinu
Með amfetamínduft í andlitinu Karlmaður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að veitast að pari við fjölbýlishús á Akureyri sl. sumar og fyrir að hafa sparkað í bifreiðar þar. Parið var að undirbúa ferð í sumarbústað og að ganga frá farangri í bifreið þegar atvikið átti sér stað. Maðurinn, sem var í bifreið á bílaplaninu, veittist að parinu, fyrst með orðbragði en síðan réðist hann á manninn, kom honum í jörðina og sparkaði í hann. Einnig reif hann í hár konunnar. Þá sparkaði hann í tvær bifreiðar sem voru á planinu. Lögreglan stöðvaði bifreið þar sem sá ákærði var farþegi og sagði lögregla að hann hafi verið með hvítar efnisleifar undir nefinu sem hann viðurkenndi að væru leifar af amfetamíni sem hann hafi verið að taka í nefið. Maðurinn var dæmdur í 2 mánaða skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára og til að greiða parinu 12 þúsund krónur auk málskostnaðar.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/stutur
„Stútur“ Ökumaður bifreiðar sem átti leið um Krossanesbraut í fyrrinótt missti vald á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún valt út af veginum og niður í fjöru. Ökumaðurinn slasaðist og var fluttur á slysadeild þar sem m.a. vat tekið úr honum blóðsýni enda er hann grunaður um ölvun við aksturinn.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/aflaverdmaeti-jokst
Aflaverðmæti jókst Aflaverðmæti íslenska fiskiskipaflotans jókst um 7,3% fyrstu 11 mánuði síðasta árs miðað við sama tíma árið á undan. Heildaraflaverðmætið nam um 70 milljörðum miðað við 63 milljarða árið á undan. Mestu munar þar um að verðmæti botnfisks á þessum tíma jókst um tæpa 10 milljarða. Hinsvegar varð 12% samdráttur í aflaverðmæti á uppsjávarfiski og í síldveiðunum fór aflaverðmætið úr 811 milljónum króna í 287 milljónir.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/armannthrottur-gaf-leikinn
Ármann/Þróttur gaf leikinn Ekkert varð af leik Þórs og Ármanns/Þróttar í 1. deild karla á Íslandsmótinu í körfuknattleik, sem fram átti að fara á Akureyri í gær. Reykjavíkurliðið gaf leikinn og var Þórsurum dæmdur 20:0 sigur í leiknum. Töluverðrar óánægju gætir í herbúðum Þórs með þessa ákvörðun Ármanns/Þróttar. Þórsarar hafa verið á miklu skriði í deildinni í vetur og unnið alla sína leiki. Á heimasíðu Þórs segir m.a. að því miður hafi þetta verið eitthvað sem menn voru búnir undir að gæti gerst. Lið Ármanns/Þróttar muni væntanlega verða dæmt til þess að greiða einhverja sekt til Körfuknattleikssambands Íslands í refsingu fyrir háttalag sitt. Körfuknattleiksdeild Þórs verður hins vegar af tekjum af þessum sökum sem engir bætir fyrir.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/tolf-til-fjortan-ny-storf-i-seiglu
Tólf til fjórtán ný störf í Seiglu Slippurinn Akureyri keypti á vormánuðum á síðasta ári Bátasmiðjuna Seiglu í Reykjavík sem framleiðir smábáta úr plasti og hefur verið unnið að því síðan að flytja starfsemi fyrirtækisins til Akureyrar. Á athafnasvæði Slippsins er að ljúka byggingu á 800 fermetra skemmu þar sem starfsemin verður til húsa. Að sögn Antons Benjamínssonar framkvæmdastjóra Slippsins er starfsemin á Akureyri nú að fara í gang og er reyndar búið að steypa einn bátsskrokk. „Þetta mun verða þannig að Seigla sér um alla plastvinnu en síðan koma að undirverktakar sem annast aðra þætti smíðinnar og er Slippurinn þar á meðal. Þetta er m.a. vinna við rafmagn og stál, vélaniðursetning og trésmíðavinna. Starfsmenn Seiglu verða átta talsins og flytja 6 þeirra hingað norður frá Reykjavík en alls mun þessi starfsemi skapa 12-14 ný störf hér í bænum," segir Anton. Hann segir að talsverðar sveiflur séu ætíð í þeirri viðhaldsvinnu sem Slippurinn er að langmestu leyti í og með tilkomu Seiglu sé verið að reyna að jafna þær út. Hvað varðar verkefnastöðu Slippsins sé hún alveg þokkaleg og hafi verið fín að undanförnu. Viðræður eru í gangi um frekari verkefni og meðal þeirra eru verkefni sem gætu farið langt fram á árið og komið sér mjög vel fyrir fyrirtækið. Um 80 starfsmenn vinna hjá Slippnum. Á vinnusvæðinu eru einnig fyrirtækin Loftorka og DNG og eru starfsmenn á svæðinu nú um 130 talsins og mannvirki sem áður voru illa nýtt eru nú mjög vel nýtt.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fuglaskodunarhus-sett-upp
Fuglaskoðunarhús sett upp Sett hafa verið upp fuglaskoðunarhús í Krossanesborgum og Naustaborgum en tilgangurinn með því er að auka möguleikana á útivist og fræðslu. Í húsunum er fín aðstaða, samkvæmt upplýsingum Jóns Birgis Gunnlaugssonar verkefnastjóra umhverfismála hjá Akureyrarbæ. Verið er að vinna kort af þeim fuglum sem eru á svæðunum til að hengja upp í húsin til fróðleiks þeim sem vilja njóta. Ætlunin er svo að tvö hús til viðbótar verði smíðuð og sett upp í Hrísey og í Óshólmum Eyjafjarðarár. Gríðalega mikið fuglalíf er á þessum stöðum, þá sérstaklega í Krossanesborgum og á eftir að aukast í Naustaborgum eftir að hin svokallaða hundatjörn endurheimtist, sem búið var að ræsta fram fyrir margt löngu.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/afmaeli-sam-frimurarareglunnar
Afmæli Sam-Frímúrarareglunnar Stúkan Gimli nr. 853 verður 80 ára á morgun, laugardaginn 17. febrúar, og þá um leið starf Sam-Frímúrarareglunnar á Akureyri. Það var Jón Árnason prentari sem var fyrsti Íslendingurinn sem var vígður í Sam-Frímúrararegluna. Frumherjum fylgir stórhugur, eins og segir í fréttatilkynningu og var Jón einn af stofnendum st' Gimli nr. 853. Tilgangur Sam-Frímúrarareglunnar er að leita sannleikans, skilja raunveruleikann, útbreiða hugsjón bræðraþels og þjóna mannkyninu. Til að takast á við þessi stóru verkefni lætur reglan í té sérstaka aðferð sem meðlimir hennar geta tileinkað sér með því að kynna sér táknfræði frímúrara og helgisiði. Innan reglunnar starfa saman konur og karlar á jafnréttisgrundvelli og eru engar skorður settar vegnar trúar, kynþáttar eða litarháttar. Við viljum vekja athygli á því að á 21. öldinni er hér vettvangur fyrir karla og konur að starfa saman og að leiðin að betri heimi felst í samvinnu beggja kynja og virðingu fyrir öllu lífi, segir ennfremur í fréttatilkynningu frá stúkunni.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/akureyrarvollur-verdi-byggdur-upp
Akureyrarvöllur verði byggður upp Vinir Akureyrarvallar boðuðu til almenns borgarafundar í Sjallanum í gærkvöld, um framtíð vallarins. Ekki eru allir bæjarbúar á eitt sáttir við að völlurinn verði aflagður og svæðið tekið undir aðra starfsemi, samkvæmt staðfestu aðalskipulagi. Kom sú skoðun vel fram hjá frummælendum á fundinum, sem um 100 manns sóttu. Gert er ráð fyrir verslun og þjónustu, íbúðabyggð og útivistarsvæði á Akureyrarvallarsvæðinu. Í staðinn á að byggja upp aðstöðu á vallarsvæðum KA og Þórs og þá standa yfir viðræður milli bæjarins og Þórs um uppbyggingu á frjálsíþróttaaðstöðu á svæði félagsins við Hamar. Þrátt fyrir að búið sé að samþykkja nýtt aðalskipulag, eru vallarvinir ekki búnir að gefast upp og telja ekki of seint að snúa við og byggja Akureyrarvöll upp með glæsibrag. Þeir beindu orðum sínum ekki síst til þeirra bæjarfulltrúa sem mættu á fundinn. Benedikt Guðmundsson, einn frummælenda, gerði grein fyrir þeim kostum sem hafa verið til umræðu og niðurstaða hans er sú að Akureyrarvöllurinn sé besti kosturinn. Hann sé besti kosturinn þegar horft er til þess að byggja aðstöðu í lágmarks hæð yfir sjó sem uppfyllir alla staðla varðandi frjálsíþróttaaðstöðu og knattspyrnuvöll samkvæmt kröfum KSÍ. Einnig þegar horft er til þess að bærinn er að stækka og iðkendum íþrótta fjölgar og félögunum veitir ekkert af þeirri aðstöðu sem þau hafa í dag til æfinga. Benedikt benti einnig á að á núverandi svæðum Þórs og KA væru möguleikar á stækkun takmarkaðir og þá mætti heldur ekki horfa fram hjá þeim möguleika að knattspyrnulið félagsins verði sameinuð í framtíðinni. Benedikt sagði nauðsynlegt að taka tillit til athugasemda þeirra sem vilja halda svæðinu fyrir íþróttavöll, alla vega þar til raunhæfar lausnir eru komnar annars staðar í bænum. „Það hafa engar raunhæfar hugmyndir um aðra lausn komið fram hjá Akureyrarbæ og virðast þeir vera komnir í öngstræti með allt málið. Ég skora því á bæjarstjórnarmenn að taka sig saman og hætta að velkjast áfram með þetta mál án þess að komast að niðurstöðu þegar besti kosturinn liggur þegar fyrir hvernig sem á hann er litið. Tökum höndum saman og komum málum þannig fyrir að hægt sé að byrja endurbyggingu Akureyrarvallar strax í haust og ljúka framkvæmdum tímanlega fyrir landsmót UMFÍ árið 2009," sagði Benedikt.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/framkvaemdir-mogulegar-a-arinu
Framkvæmdir mögulegar á árinu Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, útilokar ekki að framkvæmdir við lengingu flugbrautarinnar á Akureyri geti hafist á árinu. Valgerður segir að samgönguáætlun útiloki ekki í sjálfu sér að framkvæmdir geti hafist á árinu þótt samkvæmt áætluninni séu ekki lagðir peningar til verksins fyrr en á næsta ári, en það yrði þá að taka lán til þeirra framkvæmda. Sjá nánar um málið í VIKUDEGI.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/velaver-flytur-i-horgarbyggd
Vélaver flytur í Hörgárbyggð Forsvarsmenn Vélavers hf. og Hörgárbyggðar skrifuðu fyrir stundu undir samning um kaup Vélavers á eins hektara lóð undir þjónustumiðstöð fyrir Norðurland, á byggingasvæði norðan við Lónsbakka. Starfsemi Vélavers er nú við Glerártorg en til stendur að byggja mun stærra húsnæði undir starfsemina í Hörgárbyggð. Um er að ræða 12 hektara byggingasvæði, austan við þjóðveg 1 og norðan við afleggjarann að Pétursborg, sem ráðgert er að verði tilbúið í ágúst nk. Guðmundur Sigvaldason sveitarstjóri Hörgárbyggðar sagði að töluverður áhugi væri fyrir lóðum á svæðinu undir verslun og þjónustu og því væri líklegt að svæðið byggðist upp á skömmum tíma. Vélaver hefur þegar selt húsnæði sitt við Glerártorg og þarf að skila því í síðasta lagi 1. september 2008. Magnús Ingþórsson forstjóri Vélavers sagði ráðgert að byggja 600-800 fermetra hús á lóðinni, sem væri um helmings stækkun miðað við núverandi húsnæði. Starfsemi fyrirtækisins hefur vaxið og dafnað og Magnús sagðist trúa því að á Norðurlandi yrði ráðist í næstu stórframkvæmdir og nefndi í því sambandi Vaðlaheiðargöng og álver á Húsavík. Í hinu nýja húsnæði er gert ráð fyrir að verði stórt þjónustuverkstæði fyrir atvinnubifreiðar, landbúnaðarvélar, vinnuvélar og önnur þau tæki sem Vélaver selur og þjónustar á Norðurlandi. Einnig verður þar varahlutalager og sýningaraðstaða. Guðmundur sveitarstjóri og Magnús forstjóri skrifuðu undir samninginn, ásamt þeim Helga Steinssyni oddvita og Jónasi Þór Jónassyni forstöðumanni Vélavers á Akureyri.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/natturugripasafnid-i-listasafnid
Náttúrugripasafnið í Listasafnið Framtíðaraðstaða Náttúrugripasafnsins verður væntanlega í hluta af húsnæði Listasafnsins á Akureyri í Kaupvangsstræti, ef hugmyndir um framtíðar staðsetningu safnsins ná fram að ganga, að sögn Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur bæjarstjóra. Sigrún Björk sagði að þegar ráðist yrði í breytingar á húsnæðinu myndi Listasafnið flytjast á efri hæðina en Náttúrugripasafnið verða á þeirri neðri. Nánar er fjallað um málið í Vikudegi í dag.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/brim-keypti-kleifaberg
Brim keypti Kleifaberg Útgerðarfélagið Brim hefur keypt togarann Kleifaberg ÓF-2 frá Ólafsfirði. Brim fær togarann afhentan um næstu mánaðamót. Útgerð Kleifabergs verður hrein viðbót við útgerð Brims því ekki á að leggja neinu öðru skipi félagsins. Áhöfninni á Kleifabergi hefur verið boðið að vera áfram á skipinu a.m.k. til áramóta.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/nyir-leikhussamningar
Nýir leikhússamningar Samningar milli Akureyrarbæjar og Leikfélags Akureyrar um stuðning bæjarins við leikfélagið til næstu þriggja ára hafa verið undirritaðir. Styrkur Akureyrarbæjar til Leikfélagsins hækkar verulega en samningurinn byggir á samningi Akureyrarbæjar og menntamálaráðuneytisins um samstarf í menningarmálum. Leikfélagið fær á þeim þremur árum sem samningurinn nær til 322 milljónir króna. Þá var gengið frá samningi við Magnús Geir Þórðarson um að hann stýri Leikfélagi Akureyrar til 1. apríl árið 2010.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/hof-skal-menningarhusid-heita
Hof skal menningarhúsið heita Menningarhúsið sem nú er í byggingu á Akureyri hefur fengið nafnið Hof en haldin var samkeppni um nafn á húsið. Alls bárust 338 tillögur um 241 nafn á húsið en tveir einstaklingar skiluðu inn vinningsnafninu, Aðalbjörg Sigmarsdóttir og Heimir Kristinsson. Þau Aðalbjörg og Heimir eru búsett á Akureyri og Heimir við Strandgötu, í næsta nágrenni menningarhússins. Úrslit í samkeppninni voru kunngjörð nú í hádeginu. Vel má hugsa sér að undirtitilinn Menningarhús fylgi með, þ.e. Hof - menningarhús eða HOF - MENNINGARHÚS. Tíminn mun leiða í ljós hvort nafnið verður notað með eða án greinis, segir m.a. í fréttatilkynningu. Stjórn Akureyrarstofu hefur samþykkt vinningstillöguna en í dómnefnd voru þau Bragi V. Bergmann ráðgjafi, Margrét Jónsdóttir leirlistakona og Sverrir Páll Erlendsson menntaskólakennari.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/frjalslyndir-fundudu
Frjálslyndir funduðu Frjálslyndi flokkurinn hélt kjördæmisþing sitt í Norðausturkjördæmi á Akureyri um helgina og var Þorkell Jóhannsson úr Svarfaðardal kjörinn formaður. Flokkurinn hyggst bjóða fram til alþingiskosninganna í vor og segir Sigurjón Þórðarson þingmaður flokksins úr norðvesturkjördæmi að unnið sé að því að setja saman framboðslista. Hann segir einnig að líkur séu á því að hann muni leiða listann í kjördæminu, eða Björn Hafþór Guðmundsson sveitarstjóri á Djúpavogi.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/natturugripasafnid-enn-i-kossum
Náttúrugripasafnið enn í kössum „Náttúrugripasafnið á Akureyri er enn í kössum og er það bæjaryfirvalda að svara þeirri spurningu hvort eitthvað sé að gerast í málunum," segir dr. Kristinn J. Albertsson, forstöðumaður Akureyrarseturs Náttúrufræðistofnunar Íslands. Hann sagði að þegar Náttúrufræðistofnun Norðurlands hafi sameinast Náttúrufræðistofnun Íslands og orðið að Akureyrarsetri, hafi bæjarfélagið afhent ríkinu öll vísindasöfn gömlu stofnunarinnar, að undanskildum sýningarsal Náttúrugripasafnsins. Sýningarsalur Náttúrugripasafnsins var áfram í eigu bæjarins og annaðist Akureyrarsetur Náttúrufræðistofnunar Íslands daglegan rekstur hans. „Þegar bæjarfélagið ákvað að húsnæðið sem sýningarsalurinn var í skyldi frekar nýtast sem húsnæði Tónlistarskóla bæjarins, var safnmununum pakkað í kassa og komið fyrir í geymslu. Þegar safnið var flutt úr salnum lauk afskiptum Náttúrufræðistofnunar af sýningarsalnum," sagði Kristinn. „Það er ekki á okkar færi að segja á nokkurn hátt til um nýjan sýningarsal. Ég get þó hnykkt á því að á sínum tíma þáði bæjarstjórn veglega gjöf Jakobs Karlssonar sem samanstóð af myndarlegu fugla- og eggjasafni og undirgekkst þá að hýsa safnið. Það var svo fremur grátlegt að safninu skyldi pakkað niður eftir að hafa verið rekið í 48 ár, sérstaklega þar sem Tónlistarskólinn nýtti ekki húsnæði sýningarsalarins nema í eitt eða tvö ár," sagði Kristinn.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/gomlu-dagblodin-fa-nytt-lif
Gömlu dagblöðin fá nýtt líf Samstarfssamningur sem felur í sér að sett verði upp ný vinnslulína á Amtsbókasafninu á Akureyri til stafrænnar endurgerðar á prentuðu efni og færslu þess á Netið, hefur verið undirritaður. Nú er að hefjast nýtt tímabil í stafrænni endurgerð menningararfsins með því að mynda Dag, Tímann, Þjóðviljann og Alþýðublaðið og birta á Netinu. Það voru þær Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri á Akureyri og Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður sem undirrituðu samninginn á Amtsbókasafninu nú skömmu fyrir hádegi. Fjárveiting fékkst frá Alþingi, 12 milljónir króna á ári í þrjú ár, til að vinna verkið. Akureyri var talinn ákjósanlegur staður til þess að setja upp nýja vinnslulínu, þar sem Amtsbókasafnið á öll þessi blöð í prentuðu formi. Stefnt er að því að þetta verkefni hefjist 1. mars nk. og verða þá ráðnir starfsmenn til Amtsbókasafnsins til að mynda blöðin. Safnið leggur jafnframt til vinnuaðstöðu og afnot af því efni sem á að mynda. Undanfarin ár hefur Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn unnið að því að setja Morgunblaðið á stafrænt form og nú geta allir landsmenn lesið það á Netinu allt aftur til 1913. Búið er að mynda Lögberg-Heimskringlu, svo og öll íslensk tímarit og dagblöð sem eru eldri en 1920 og er síðufjöldi stafrænna gagna sem er aðgengilegur á Netinu komin talsvert á aðra milljón.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/nytt-skip-samherja-til-hafnar
Nýtt skip Samherja til hafnar Oddeyrin EA 210, nýr togari Samherja hf., lagðist að Oddeyrartangabryggju nú í hádeginu, þar sem fjöldi fólks fagnaði komu hans. Togarinn var keyptur frá Noregi, hét áður Andenesfisk II og var smíðaður á Spáni árið 2000. Togarinn er 55 metra langur og rúmir 12 metrar á breidd. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja sagði að Víðir EA yrði tekinn úr rekstri, líklega næsta haust. Hann sagði að með þessum kaupum væri verið endurnýja flota fyrirtækisins, bæta aðstöðu og aðbúnað og auka verðmætasköpun. Þorsteinn sagði að Oddeyrin færi á frystingu til að byrja með, að öllum líkindum eftir næstu helgi. Í áhöfn verða 17-20 manns en skipstjórar verða Hjörtur Valsson, sem var áður á Víði EA og Guðmundur Freyr Guðmundsson sem var áður á Akureyrinni EA.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/samgonguradherra-list-vel-a-kjalveg
Samgönguráðherra líst vel á Kjalveg Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra líst vel á hugmyndina um lagningu vegar yfir Kjöl, svo framarlega sem hún gengur upp umhverfislega. "Það að stytta að leiðina milli þessara landshluta er jákvætt og Kjalvegur er góður kostur sem einkaframkvæmd að mínu mati," sagði Sturla í samtali við Vikudag nú í hádeginu. Samgönguráðherra sagði nauðsynlegt að ná samkomulagi og sátt vegna umhverfismálanna. Næsta verkefni væri að fara ræða þau mál. "Ég er alveg sérstaklega ánægður með þessir aðilar skuli skoða þetta sem einkaframkvæmd, vegna þess að þörfin fyrir fjármuni ríkisins til skemmri og lengri tíma er svo mikil við uppbyggingu vegakerfisins. Það að vegurinn milli Reykjavíkur og Akureyrar þoli ekki leyfilegan öxulþunga allan ársins hring er auðvitað óásættanlegt. Við getum því ekki látið fjármuni í hálendisveg á meðan þetta ástand varir." Sturla flutti ávarp við setningu ráðstefnu um sjálfbærar samgöngur, sem haldin er í Ketilhúsinu á Akureyri, á vegum Norðurlandsdeilda Verkfræðinga-, Tæknifræðinga- og Arkitektafélags Íslands. Ráðstefnan hófst kl. 10 í morgun og stendur fram eftir degi. Samgönguráðherra vinnur að því að fá samþykkta nýja 12 ára samgönguáætlun, sem lögð verður fram á Alþingi í næstu viku. Hann vildi því ekki fara út í efni hennar en sagði m.a. í ávarpi sínu að helstu markmið áætlunarinnar, lúti að greiðari samgöngum, hagkvæmari uppbyggingu og rekstri, umhverfislega sjálfbærum samgöngum, öryggi og jákvæðri byggðaþróun.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/menningarhussopnun-frestad
Menningarhússopnun frestað Á fundi stjórnar Fasteigna Akureyrar sem haldinn var í gær, var lögð fram stöðuskýrsla vegna framkvæmdanna við menningarhúsið... Í framhaldi af framlagningu þeirrar skýrslu ályktaði stjórnin: ,,Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir framkomna tillögu bygginganefndar menningarhúss um að framkvæmdum við bygginguna ljúki vorið 2009. Framkvæmdaáætlun fyrir verkið verði sett upp miðað við það". - Þetta þýðir að opnun menningarhússins frestast um hálft ár miðað við fyrri áætlanir.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/brynhildur-tilnefnd-til-barnabokaverdlauna
Brynhildur tilnefnd til barnabókaverðlauna Akureyringurinn Brynhildur Þórarinsdóttur aðjúnkt við Háskólann á Akureyri hefur verið tilnefnd til Norrænu barnabókaverðlaunanna 2007. Brynhildur er tilnefnd fyrir bækurnar Njálu, Eglu og Laxdælu. Í fréttatilkynningu frá Félagi skólasafnskennara sem tilnefnir Brynhildi, segir meðal annars að hún endursegi þekktar og vinsælar Íslendingasögur á afar skemmtilegan og aðgengilegan hátt fyrir börn og unglinga, og veitir þeim þannig innsýn í heim fornsagnanna. Persónur stíga ljóslifandi fram og fróðleiksmolar um sögusvið og sögutíma auka enn á gildi verkanna. Bækurnar veita kærkomið tækifæri til að kynna sagnaarf Íslendinga innan skóla og utan, og dómnefnd Félags skólasafnskennara telur þær afar verðugt framlag til norrænna barnabókmennta. Edda – útgáfa hf. gefur bækurnar út. Njála er til í enskri, norskri og sænskri þýðingu og unnið er að fleiri þýðingum.Brynhildur Þórarinsdóttir er fædd 1970. Hún er M.A. í íslenskum bókmenntum og lauk kennsluréttindanámi árið 2005 við Háskólann á Akureyri, þar sem hún starfar nú. Hún hefur skrifað skáldsögur og smásögur fyrir börn og unglinga og hlotið viðurkenningar fyrir verk sín, m.a. íslensku barnabókaverðlaunin 2004 fyrir “Leyndardóm ljónsins”, Vorvinda IBBY 2003 fyrir Njálu, og verðlaun fyrir smásögu í samkeppni Félags móðurmálskennara. Hún er bæjarlistamaður Akureyrar júní 2006-maí 2007. Norrænu barnabókaverðlaunin eru heiðursverðlaun sem samtök norrænna skólasafnakennara standa að. Þau hafa verið veitt um árabil og þrisvar fallið Íslandi í skaut; 1992 hlaut Guðrún Helgadóttir þau fyrir bókina Undan illgresinu, 2003 komu þau í hlut Kristínar Steinsdóttur fyrir bókina Engill í Vesturbænum, og 2005 hlaut Ragnheiður Gestsdóttir þau fyrir höfundarferil sinn með sérstakri áherslu á Sverðberann. Verðlaunin verða afhent í Danmörku í júlí næstkomandi, en dómnefnd fundar í lok mars og fulltrúi Íslands þar er Þóra Sjöfn Guðmundsdóttir, skólasafnskennari í Langholtsskóla
https://www.vikubladid.is/is/frettir/leitad-ad-velsledum
Leitað að vélsleðum Lögreglan á Akureyri leitar tveggja vélsleða og sleðakerru sem stolið var frá Frostagötu á tímabilinu 29. - 31. janúar... Vélsleðarnir eru báðir af Yamaha gerð, annar blár en hinn svartur. Kerran er grá á lit, án skjólborða. Þeir sem kynnu að hafa upplýsingar um þessi farartæki snúi sér til lögreglu í síma 464-7700.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/mettur-hja-vidi-ea
Mettúr hjá Víði EA Víðir EA 910 kom til Akureyrar í dag úr sinni fyrstu veiðiferð á árinu með mesta aflaverðmæti í sögu skipsins, eða um 160 milljónir króna. Aflinn er að mestu þorskur en einnig ýsa, ufsi og karfi samtals tæplega 320 tonn af frystum fiski eða um 700 tonn upp úr sjó. Aflanum verður landað á Akureyri og fer hann síðan beint á Bretlandsmarkað. Skipið fór út 3. janúar og er því búið að vera 36 daga í veiðiferðinni þar af 7 sólarhringa á siglingu til og frá miðunum. Skipstjóri í veiðiferðinni var Hjörtur Valsson og með honum voru um borð 25 skipverjar. Þeir voru að veiðum norður í Barentshafi og er veðrið búið að vera gott að mestu, að sögn skipverja.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/i-godu-lagi-med-lodnuna
Í góðu lagi með loðnuna Bjarni Bjarnason skipstjóri á nótaskipinu Súlunni frá Akureyri segir að ekkert bendi til annars en loðnuvertíðin sem nú stendur yfir verði góð, loðnan skili sér alltaf. Bjarni og hans menn sem hafa fengið þrjá fullfermistúra lögðu skipinu fyrir helgina og fóru í helgarfrí en taka að því loknu til við veiðarnar að nýju af fullum krafti. ,,Ég hef sagt það áður og get sagt að einu sinni enn að það er í góðu lagi með loðnuna, hún skilar sér alltaf og núna er ástandið eins og í góðu meðalári. Fremsta gangan hefur verið vestan við Hornafjörð undanfarna daga en mest hefur verið austan við Stokksnes. Þá hafa Norðmenn einnig verið að fá loðnu lengst út í hafi. Það sem kemur til með að skifta mestu máli á næstu vikum er tíðarfarið sem er helsti verndarvættur loðnunnar en það mun verða veiði fram í mars" segir Bjarni Bjarnason skipstjóri á Súlinni.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/kjarnafaedi-vil-byggja-stort
Kjarnafæði vil byggja stórt Félagið Miðpunktur ehf. sem er dótturfélag Kjarnafæðis, vill byggja 7-10 þúsund fermetra atvinnuhúsnæði á lóð þar sem Krossanesbærinn stendur... Kjarnafæði starfar bæði á Akureyri og Svalbarðseyri og er húsnæði fyrirtækisins á báðum stöðunum orðið allt of lítil og mikil þörf á stærra húsnæði. Möguleiki er að byggja upp á Svalbarðseyri en þar er þó of lítið pláss fyrir þá nýbyggingu sem áhugi er að reisa og því horft til landsins í Krossanesi. Sjá nánar um málið í Vikudegi í dag.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/nyr-samningur-og-nytt-husnaedi
Nýr samningur og nýtt húsnæði Fulltrúar Akureyrardeildar Rauða kross Íslands, Geðverndarfélags Akureyrar og Akureyrarbæjar skrifuðu nú í hádeginu undir samning um áframhaldandi rekstur Lautarinnar, dagsathvarfs fyrir fólk sem á við geðraskanir að stríða. Athvarfið er nú til húsa í Þingvallastræti 32 en flyst með vorinu í nýtt húsnæði þar sem áður var leikskólinn Klappir að Brekkugötu 34. Einnig er er gert ráð fyrir að byggja nýtt áfangaheimili fyrir fólk með langvinnar geðraskanir á Akureyri, sem leysa af hólmi núverandi áfangaheimili í Álfabyggð 4, sem er í eigu Geðverndarfélags Akureyrar og nágrennis. Við undirritunina í hádeginu lýsti Brynjólfur Ingvarsson formaður félagsins því yfir, að Geðverndarfélagið muni ráðstafa skuldlausu andvirði Álfabyggðar 4 til byggingar húsnæðis í þágu geðfatlaðra. Endanlegar ákvarðanir verði teknar þegar Álfabyggð 4 verður seld í samráði við Framkvæmdasjóð fatlaðra. Rekstraráætlun Lautarinnar er um 15 milljónir króna á ári. Geðverndarfélagið leggur fram 2 milljónir króna og Akureyrarbær 4 milljónir króna. Úr samningi við félagsmálaráðuneytið koma 5 milljónir króna og Rauði Krossinn leggur fram 4 milljónir króna. Áætlaður endurbótakostnaður bæjarins á húsnæðinu Brekkugötu 34 er um 10. millónir króna. Meginmarkmiðið með starfseminni er að rjúfa félagslega einangrun fólks með langvinnar geðraskanir, auka samfélagsþátttöku þess og bjóða tækifæri til samveru og fræðslu. Samningurinn er fyrir árin 2007-2009. Akureyrardeild Rauða krossins mun annast daglegan rekstur athvarfsins en Geðverndarfélag Akureyrar sér um fræðslu og þjálfun starfsfólks, ásamt því að veita faglega ráðgjöf um daglega starfsemi. Félaginu er einnig ætlað að standa fyrir a.m.k. tveimur fyrirlestrum eða fræðslufundum á vetri um málefni geðfatlaðra fyrir starfsmenn og sjálfboðaliða athvarfsins. Stefnt er að því að athvarfið verði áfram opið virka daga frá kl. 9 til 17.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/auglysingar-bonuss-sla-ryki-i-augun-neytenda
Auglýsingar Bónuss slá ryki í augun neytenda Bændasamtökin sendu nú rétt í þessu frá yfirlýsingu sem ber yfirskriftina „Af hverju ekki að lækka vöruverð strax? – Draumalandsauglýsingar Bónuss slá ryki í augu neytenda”. Í yfirlýsingunni segir meðal annars: „Auglýsingar Bónuss um síðustu helgi, sem kenndar eru við „Draumalandið”, eru ekki aðeins ávísun á stórlækkað verð á innfluttum landbúnaðarafurðum til neytenda. Miklu meiri athygli vekur að þær virðast fyrirboði gerbreyttrar álagningarstefnu fyrirtækisins. Bændasamtök Íslands hvetja Bónus til að sýna styrk sinn og heimfæra þessa stefnu upp á íslenskar landbúnaðarvörur og stuðla þannig að verulegri lækkun þeirra nú þegar." Bændasamtökin nefna til sögu verðdæmi af erlendum kjúklingabringum og kemur það fram að samkvæmt útreikningum þeirra sé álagning Bónuss á vöruna einungis 5%. Fyrir þessa 5% álagningu eigi eftir að skipa bringunum upp, aka vörunni til birgðastöðvar, dreifa á sölustaði, selja og taka tillit til vörurýrnunar. Fleiri dæmi um svipaða álagningu Bónuss á innfluttar landbúnaðarvörur eru einnig rakin í yfirlýsingunni. Yfirlýsingunni lýkur á þeim orðum að því verði ekki trúað að Bónus ætli að leggja minna á innfluttar búvörur en þær innlendu.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/influensan-er-komin
Inflúensan er komin Nokkrar fjölskyldur á Akureyri greindust með inflúensu um helgina. Þar með er þessi árvissi faraldur staðfestur og búast má við einhverjum veikindum á næstu vikum. Ýmsar kvefpestir aðrar en inflúensa ganga þessa dagana eins og venjan er á þessum árstíma. Helsti munurinn á kvefpest og inflúensu er sá að inflúensueinkennin koma hratt fram, hitinn er hár og stendur yfir í nokkra daga, beinverkir og höfuðverkir eru meiri en með kvefi en einkenni frá nefi eru oft lítil. Fólk verður almennt mun veikara af inflúensu en kvefpestum og veikindin taka lengri tíma. Heilu fjölskyldurnar eða bekkjardeildirnar leggjast í einu. Helstu ráð við inflúensu eru að fara vel með sig, drekka vel af vatni og taka parasetamol við beinverkjum og höfuðverk ef með þarf. Ekki er nauðsynlegt að leita til læknis til staðfestingar á inflúensusmiti en ef veikindi verða langvarandi eða svæsin þá er fólki bent á að leita til heimilislækna. Í haust var bólusett gegn inflúensu og voru rúmlega 2.200 manns bólusettir. Er það svipaður fjöldi og fyrri ár. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/krossanesi-lokad
Krossanesi lokað! Ísfélag Vestmannaeyja, sem á fiskimjölsverksmiðjuna í Krossanesi á Akureyri, hefur ákveðið að hætta starfsemi þar og loka verksmiðjunni. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um hvað gert verður við verksmiðjuna en væntanlega verður hluti af tækjabúnaðinum notaður til að endurbæta verksmiðjurnar á Þórshöfn og í Vestmannaeyjum en annað selt. Tvær meginástæður eru fyrir þessari ákvörðun. Önnur er sú að síðustu þrjú árin hefur hráefni til verksmiðjunnar sífellt farið minnkandi, ekki síst vegna lélegra loðnuvertíða og bárust ekki nema um 14 þúsund tonn til verksmiðjunnar á síðasta ári. Hin ástæðan og sú sem sennilega ræður úrslitum er að eftir að bakslag var hlaupið í málið opnaðist skyndilega fyrir kaup Ísfélagsins á Hraðfrystistöð Þórshafnar og fiskimjölsverksmiðjunni þar. Þetta kemur fram á heimasíðu Ísfélagsins.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/landsmotsnefnd-tekin-til-starfa
Landsmótsnefnd tekin til starfa Landsmótsnefnd UMFÍ, UMSE og UFA, vegna landsmóts Ungmennafélags Íslands á Akureyri 2009, hefur verið skipuð og hélt hún sinn fyrsta fund á dögunum. Auk nefndarmanna hafa formenn UMSE og UFA, þeir Árni Arnsteinsson og Gísli Pálsson, rétt til setu á fundunum. Fulltrúar UFA í landsmótsnefndinni eru þau Kristján Þór Júlíusson, Sonja Sif Jóhannsdóttir og Haukur Valtýsson. Fulltrúar UMSE eru þau Júlíus Júlíusson, Guðmundur Sigvaldason og Jóhanna Gunnlaugsdóttir. Fulltrúar UMFÍ eru Björn B. Jónsson, Sæmundur Runólfsson og Hringur Hreinsson.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/einn-a-slysadeild
Einn á slysadeild Mjög harður árekstur vörubifreiðar og fólksbifreiðar varð á mótum Óseyrar og Krossanesbrautar nú fyrir skömmu. Roskinn maður sem var ökumaður fólksbifreiðarinnar var fluttur á slysadeild til skoðunar en fékk að fara heim að henni lokinni. Minni bifreiðin var óökufær en minni skemmdir á vörubifreiðinni.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fjoldi-innbrota-upplyst
Fjöldi innbrota upplýst Rannsóknarlögreglan á Akureyri hefur upplýst fjölda innbrota sem framin hafa verið í bænum að undanförnu, og fjórir menn sem voru í haldi vegna þeirra hafa verið látnir lausir... Miklum verðmætum sem skiptu milljónum króna var stolið, en þessi verðmæti hafa að langmestu leiti fundist og þeim verið komið í hendur eigenda. Óupplýst eftir þessa hrinu innbrota er þjófnaður á dökkgrænni ,,pick-up" bifreið af bílasölu í bænum aðfaranótt sunnudags, en sú bifreið fannst á sunnudagsmorgun í Hörgá skammt sunnan við Þelamörk. Talið er líklegt að bifreiðin hafi af ásetningi verið sett fram af háum bakka og niður í ána. Rannsóknarlögreglan óskar eftir vitnum hafi einhver séð til ferða bifreiðarinnar aðfaranótt sunnudagsins.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/storvidburdur-i-siduskola-i-kvold
Stórviðburður í Síðuskóla í kvöld Sinfóníuhljómsveit Íslands sækir Akureyringa heim í dag og heldur tónleika í íþróttahúsinu við Síðuskóla í kvöld og hefjast þeir kl. 19.30. Hljómsveitin hefur aldrei fyrr haft svo fjölmennu liði á að skipa á tónleikum utan Reykjavíkur, svo hér er um stórviðburð að ræða. Hljómsveitarstjórinn er enginn annar en Rumon Gamba, en hann hefur verið aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá árinu 2002. Einleikari tónleikanna, rússnesski píanistinn Lilya Zilberstein, hefur verið talin einn fremsti píanóleikari Rússlands af yngri kynslóðinni og verið nefnd „seiðkona slaghörpunnar." Zilberstein hefur reglulega komið fram með hinni víðfrægu Berlínarfílharmóníu og var um árabil á samningsbundin útgáfufyrirtækinu Deutsche Grammophon og hljóðritanir hennar hafa hlotið mikið lof gagnrýnenda. Á efnisskrá tónleikanna í kvöld eru verk eftir Jón Leifs, Edvard Grieg og Dímítríj Sjostakovitsj. Tónleikarnir eru liður í undirbúningi hljómsveitarinnar fyrir tónleikaferð til Þýskalands, Austurríkis og Króatíu síðar í mánuðinum. Miðasala á tónleikana er í Pennanum, Hafnarstræti, og við innganginn fyrir tónleikana. Miðaverð er 2.500 kr. en einungis 1.250 kr. fyrir 16 ára og yngri.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/margir-hafa-thad-verra-en-saudfjarbaendur
Margir hafa það verra en sauðfjárbændur „Ég hef ekki kafað djúpt í samninginn en rennt yfir hann og líst bara vel á það sem þar er að finna," segir Þórarinn Pétursson, sauðfjárbóndi í Laufási við Eyjafjörð og formaður sauðfjárbænda í Eyjafirði, um nýgerðan samning sauðfjárbænda og ríkisins. Þórarinn segist ekkert hafa við samninginn að athuga, en bændur verði þó að gæta sín þegar skylda um útflutning fellur niður árið 2009, að innanlandsmarkaðurinn yfirfyllist þá ekki af lambakjöti. „Það er reyndar svo margt sem spilar inn í framhaldið eins og það hversu mikil framleiðslan verður, hversu margir af eldri bændunum hætta og svo framvegis. Við bændur getum verið sáttir við þennan samning, þarna er örlítil tekjuaukning og miðað við allt og allt er þetta ásættanlegt. Beingreiðslur þær sem um er að ræða skila sér aftur til baka, bæði til afurðastöðvanna og til almennings. Ég er ekki viss um að kjötiðnaðarfyrirtækin, sem vinna geysilega mikið úr lambakjöti, væru burðug ef bændur fengju ekki þessa ríkisstyrki," segir Þórarinn. Hann segist ekki skilja þetta sífellda tal um sauðfjárbændur sem eintóma fátæklinga. „Mér leiðist þetta fátækratal í sambandi við sauðfjárbændur og ég er á þeirri skoðun að það séu margir hópar í þjóðfélaginu sem hafi það verra en bændur. Við eigum að halda áfram að framleiða góða, holla og hreina vöru," sagði Þórarinn.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/iris-slasadist-i-keppni-i-noregi
Íris slasaðist í keppni í Noregi Íris Guðmundsdóttir, skíðakona úr SKA, slasaðist illa þegar hún missti jafnvægið eftir stökk á miklum hraða og lenti á bakinu, er hún var við keppni á skíðamóti í Noregi um helgina. Íris var í hópi þeirra sjö skíðamanna frá Akureyri sem valdir voru til að keppa á Ólympíuleikum æskunnar sem fram fara í Jaca á Spáni í þessum mánuði en þar er keppt í flokki 15 - 16 ára. Íris lenti illa á bakinu en fékk einnig þungt högg í andlitið og höfuðið áður en hún staðnæmdist. Í ljós er komið að þrír hryggjarliðir brotnuðu í baki Írisar auk þess sem hún fékk slæman heilahristing og er marin og skorin í andliti. Foreldrar Írisar eru komin til hennar á sjúkrahúsið í Þrándheimi þar sem hún liggur nú. Þau segja hana fulla af bjartsýni og ákveðna í að koma fjótt aftur til keppni, samkvæmt því sem fram kemur á vef Skíðafélagsins.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/mikill-samdrattur-i-londudum-afla
Mikill samdráttur í lönduðum afla Mikill samdráttur varð í lönduðum afla á Akureyri milli áranna 2005 og 2006 og er samdrátturinn nær allur í loðnu og síld. Landaður afli á Akureyri á síðasta ári nam tæpum 42.400 tonnum en var árið 2005 rúmlega 65.600 tonnun. Landaður afli á Akureyri hefur ekki verið minni frá árunum 1991 og 1990. Árið 2005 bárust rúmlega 27.000 tonn af loðnu í Krossanes en á síðasta ári aðeins tæplega 2.400 tonn. Þá bárust tæplega 16.000 tonn af síld í Krossanes árið 2005 en rúmlega 13.100 tonn í fyrra. Þá barst heldur minni rækjuafli á land á Akureyri í fyrra en árið áður. Hins vegar barst mun meira af frystum fiski til Akureyrar í fyrra en árið áður eða tæplega 13.000 tonn. Þetta er meiri afli en nokkru sinni og þarf að fara aftur til ársins 1993 til að finna sambærilega tölu. Þá barst heldur meira af bolfiski á land í fyrra en árið áður, eða sem nemur 450 tonnum. Árið 2006 var landaður bolfiskafli 10.442 tonn. Mestur afli sem borist hefur á land á Akureyri á síðustu 20 árum, var árið 2002, eða tæplega 106 þúsund tonn. Þar af var loðnuaflinn um 70.500 tonn og síldaraflinn um 8.300 tonn. Árið eftir var landaður afli á Akureyri um 88.900 tonn og þar af loðnuaflinn um 53.000 tonn og síldaraflinn rúmlega 10.300 tonn.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/hvad-er-langt
Hvað er langt...? Ökumaður bifreiðar sem ekið var upp að lögreglubifreið á gatnamótum Drottningarbrautar og Kaupvangsstrætis á Akureyri aðfaranótt 18. júní á síðasta ári, skrúfaði niður bílrúðu sína og spurði lögreglumennina hvað væri langt til Akureyrar! Lögreglan ræddi við manninn sem virtist í annarlegu ástandi og reikull á fæti og var hann síðar vistaður í fangageymslu. Dómur er nú fallinn í máli mannsins í Héraðsdómi og kom fram í dómnum að í blóði mannsins hafði mælst alkóhól, amfetamín og kókaín m.a. Við meðferð blóðprufu mannsins virtist hins vegar eitthvað hafa farið úrskeiðis þar sem enginn aðili gat staðfest niðurstöðurnar óyggjandi. Maðurinn var því sýknaður af því að aka undir áhrifum áfengis og lyfja, en dæmdur í 45 þúsund króna sekt vegna fíkniefna sem fundust á honum.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fridrik-v-i-bogglageymsluna-i-sumar
Friðrik V í bögglageymsluna í sumar Ákveðið hefur verið að ráðast í endurbyggingu gömlu bögglageymslunnar í Gilinu á Akureyri, sem byggð var árið 1907, fyrir 100 árum. Nú fyrir stundu var undirritaður samningur milli eiganda hússins, KEA, og veitingastaðarins Friðriks V um uppbyggingu þess og leigu til 10 ára. Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA og hjónin Friðrik V. Karlsson og Arnrún Magnúsdóttir undirrituðu samninginn. Halldór sagði að eigendur Friðriks V hefðu staðið framarlega í kynningu á norðlensku hráefni og norðlenskri matargerð og það sé því ánægjulegt að þeir taki þátt í þessu verkefni með KEA. Friðrik veitingamaður sagðist þakklátur fyrir að fá að halda áfram með sögu hússins. Hann sagðist jafnframt þakklátur yfir að fá að halda uppi merki KEA, sem sé þekktasta vörumerki á svæðinu. Auk þess að efla starfsemi veitingastaðarins, ætla þau hjón Friðrik og Arnrún að opna verslun í húsinu, þar sem boðið verður upp á norðlenskt hráefni, ferskan fisk og fleira. Við endurbætur á húsinu verður horft til þess að útlitið verði sem næst því upprunalega en í heildina verður gólfflötur hússins um 462 fermetrar. Ganga á rösklega til verks við breytingarnar og á þeim að vera lokið í lok júní. Eigendur Friðriks V stefna að því að opna í nýjum húsakynnum í kjölfarið. Gamla bögglageymslan, sem stendur við Kaupvangsstræti 6, hefur sett mikinn svip á Gilið og þar með bæjarmynd Akureyrar í heila öld. Húsið var byggt sem sláturhús en auk þess var þar m.a. rekið mjólkurbú, bögglageymsla, verslun og fleira. Líkt og með önnur hús í Gilinu var það byggt upp í kringum starfsemi KEA og hefur alla tíð verið í eigu félagsins.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/skilordsbundinn-domur
Skilorðsbundinn dómur Ung stúlka hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnasmygl á síðasta ári. Stúlkan var handtekin við komu til landsins með 85 grömm af kókaíni falin í líkama sínum. Fyrir dómi viðurkenndi hún brot sitt tafarlaust. Hún hefur áður hlotið refsidóm fyrir fíkniefnamisferli. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að um hættulegt efni var að ræða en einnig þess að stúlkan var aðeins 18 ára þegar brotið var framið og hún hafi verið „burðardýr". Þá var sérstakt tillit tekið til þess að stúlkan eignaðist barn í desember sl. Dómurinn hljóðaði því upp á skilorðsbundið þriggja mánaða fangelsi til þriggja ára.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/vinsaell-kjuklingarettur-og-eplapae
Vinsæll kjúklingaréttur og eplapæ Herdís Ström, sem sér um matseldina á leikskólanum Síðuseli á Akureyri, tók áskorun Þórdísar Þórólfsdóttur og er mætt hér með girnilegar uppskriftir. "Kjúklingaréttur þessi er mjög vinsæll hjá fjölskyldunni og líka eplapæið. Gott er að tvöfalda uppskriftina að kjúklingaréttinum ef maður er með marga í mat (ca.8 til 10 manns) Það er mjög þægilegt að vera með þessa rétti, allt í eldfast mót og inn í ofn. Kannski ekki allt mjög hollt en bragðgott," segir Herdís. Heitur kjúklingaréttur 1 grillaður kjúklingur 3oo-4oo g spergilkál soðið eða grænmetisblanda (t.d. spegilkál, gulrætur og blómkál, fæst frosið í pokum). Sósa: 1.dós Campells kjúklingasúpa 1.dós Campells sveppasúpa 4. msk. majones 1.tsk. karrý 1 dl rjómi Allt sett í skál og hrært saman, má þynna með soðinu af grænmetinu. Paxo rasp Rifinn ostur Grænmetið sett í stórt eldfast mót, kjúklingurinn brytjaður niður og dreift yfir grænmetið, sósunni hellt yfir kjötið, osturinn svo yfir og síðast paxoraspinu yfir ostinn. Hitað í miðjum ofni í ca. 30 -40 mín. við 190-200°C. Eplapæ 4 - 5 epli 150 g sykur 35 g hveiti 1 tsk. kanill Eplin flysjuð, brytjuð niður og sett í poka, þurrefnin sett í pokann líka og hrist saman, sett í stórt eldfast mót. Sett í skál: 140 g hveiti 50 g sykur 1 1/2 tsk. lyftiduft 150 g rifinn ostur 1/4 tsk. salt 65 g brætt smjörliki 1/4 bolli mjólk Blandað saman, sett í skálina og hrært saman með gaffli (á að vera blautt) sett jafnt yfir eplin (er svolítið hraunað). Bakað í ofninum við 190-200°C í ca. 30 mín. "Verði ykkur að góðu. Ég skora svo á Hönnu Berglindi Jónsdóttur samstarfskonu mína á Síðuseli að koma með eitthvað girnilegt í næsta matarkrók."
https://www.vikubladid.is/is/frettir/vinsaell-italskur-pastarettur-og-pizza
Vinsæll ítalskur pastaréttur og pizza Þórdís Þórólfsdóttir tók áskorun Súsönnu Hammer og svarar henni með uppskrift að pastarétti og pizzu. "Eva Dís dóttir mín lærði að elda pastaréttinn þegar hún var skiptinemi á Ítalíu og hann er mjög vinsæll hjá fjölskyldunni. Hins vegar er það pizza sem seint verður tilnefnd til hollustuverðlauna en hún er góð. Í uppskriftunum er mikið um ca. og u.þ.b. og fyrir því er góð og gild ástæða. Það hafa aldrei verið til neinar formlegar uppskriftir að þessum réttum, það er bara notað það sem til er hverju sinni, ef lítið er til af einu er bara notað meira af öðru og svo framvegis," segir Þórdís. Pastaréttur Tagliatelle pasta ca 400 g Pepperone ca 100 g Skinka niðurskorin ca 200 g Egg 5 stk. Ostur rifinn ca. 150 g Salt Svartur pipar Múskat Pastað er soðið skv. leiðbeiningum á pakka. Vatninu hellt af, pastað sett aftur í pottinn og jafnvel hitað aftur ef þarf (pastað verður að vera vel heitt þegar eggjablandan er sett útí) Eggin pískuð, skinka, pepperone, ostur og krydd sett útí. Blöndunni er síðan hellt útá heitt pastað og hrært í. Gott með snittubrauði og fersku salati. Uppskriftin er fyrir 4-5. Pizza Botn: 7½ tsk. þurrger 3 msk. matarolía 4½ dl heitt vatn 12 dl hveiti 1½ tsk. salt Þurrefnum blandað vel saman, olíu og vatni bætt útí og hnoðað. Deigið látið lyfta sér, þá hnoðað aftur og flatt út á vel smurða ofnplötu. Deigið passar á heila plötu og botninn er vel þykkur. Ofan á: Nautahakk u.þ.b. 700 g Franskar 700 - 1000 g Bearnaise sósa 2-3 bréf Salt Svartur pipar Rifinn ostur Hakkið er brúnað og kryddað með salti og pipar. Frönsku kartöflurnar eru forbakaðar við 200° C í 20 mín. Sósan er löguð skv. leiðbeiningum. Þunnu lagi af sósu er smurt yfir botninn, þá er hakkið sett á og franskar þar yfir. Restinni af sósunni er hellt yfir og síðast rifnum osti stráð yfir allt saman. Bakað í u.þ.b. 30 mín í 200° C heitum ofni. Þórdís skorar á Herdísi Ström að leggja til uppskriftir í matarkrók að viku liðinni en Herdís sér um matseldina á leikskólanum Síðuseli á Akureyri.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fyllt-svinalund-med-appelsinusosu-og-eftirrettur
Fyllt svínalund með appelsínusósu og eftirréttur Aðalheiður Guðjónsdóttir sendi matarkrókinn út fyrir landsteinana í síðustu viku, er hún skoraði á vinkonu sína Súsönnu Hammer, sem er búsett í Viborg í Danmörku. Súsanna er mætt hér með bæði aðalrétt og eftirrétt fyrir lesendur Vikudags. Fyllt svínalund með appelsínusósu. (fyrir einn) 1 lítil svínalund Salt og sítrónupipar Fínt söxuð steinselja 1 dl kjötkraftur Rifinn appelsínubörkur eða aldinkjöt af einni appelsínu 11/2 dl ferskur appelsínusafi 125g sýrður rjómi 10% 75g pasta 150 g brokkólí eða ferskur spergill 150 g gulrætur Skerið langsum í lundina opnið hana vel og bankið létt. Stráið salti og sítrónupipar yfir. Skolið steinselju og þerrið vel. Saxið hana og dreifið henni ofaná kjötið. Lokið kjötinu aftur utan yfir fyllinguna og vefjið með bandi. Brúnið lundina létt á pönnu á báðum hliðum og stráið pipar yfir. Hellið kjötkrafti og appelsínusafa yfir. Setjið lokið á pönnuna og látið malla í um 10 - 15 mín. Takið kjötið uppúr og hrærið sýrða rjómanum saman við soðið. Hitið að suðu og bragðbætið eftir smekk. Skerið brokkóli og gulrætur í góða munnbita og sjóðið létt. Blandið saman soðnu pasta, brokkolí og gulrótum og berið lundina fram ásamt sósunni. Góður eftirréttur: ¼ þeyttur rjómi 1-2 dl sýrður rjómi 1 dós ferskjur saxaðar gróft 2-3 Mars brytjuð nokkrar makkrónukökur muldar Þessu er öllu blandað saman og sett í litlar skálar. Súsanna hefur sent boltann aftur til Akureyrar, því hún skorar á vinkonu sína Þórdísi Þórólfsdóttur að mæta með uppskriftir í matarkrók að viku liðinni en Þórdís þykir mjög liðtæk í eldhúsinu.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/innbrot-i-hreidrid
Innbrot í Hreiðrið Innbrot var framið í nótt í verslunina Hreiðrið við Norðurgötu á Akureyri, þar sem áður var verslunin Esja. Brotin var rúða til að komast inn í verslunina og eftir að inn var komið tók þjófurinn eitthvað af tóbaki og símakortum áður en hann fór af vettvangi. Ekki hafðist upp á þeim sem þarna var að verki í nótt og málið því í rannsókn.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/brim-gerir-athugasemd-vid-frett
Brim gerir athugasemd við frétt Brim hf. hefur sent Vikudegi athugasemd, vegna fréttar á forsíðu blaðsins þann 25. janúar sl., um stuðningsyfirlýsingu sjómanna við formann Sjómannafélagsins Eyjafjarðar. Hefur Brim þar með lokið máli sínu um þennan málarekstur. Athugasemdin hljóðar svo: "Brim hf. gerir athugasemd við frétt um svokallaða stuðningsyfirlýsingu sjómanna við Konráð Alfreðsson formann Sjómannafélags Eyjafjarðar. Vill Brim af því tilefni taka fram að félagið hefur ekki og mun ekki hafa áhrif á það hvert starfsmenn greiða gjöld sín. Sá nafnalisti sem okkur hefur verið sýndur er einungis staðfesting sjómanna á gildandi fyrirkomulagi um félagsaðild. Brim hefur aldrei gert athugasemdir við í hvaða stéttarfélagi starfsmenn fyrirtækisins eru. Kjósi menn að túlka það sem stuðningsyfirlýsingu við ráðandi öfl í Sjómannafélagi Eyjafjarðar þá er það frjálsleg túlkun sem varðar Brim ekkert, nema til áréttingar á því sem féhirðir fyrirtækisins vissi þegar. Brim biðst undan því að taka þátt í þeim hasar sem einkennir gjarnan viðbrögð Sjómannafélags Eyjafjarðar, og kýs að starfa faglega þar sem það fær frið til þess." Athugasemd ritstj. Vegna athugasemdar Brims getur Vikudagur viðurkennt að um oftúlkun hafi verið að ræða, þegar sagt var að sjómenn á togurum félagsins hefðu skrifað undir stuðningsyfirlýsingar við Konráð Alfreðsson og Sjómannafélag Eyjafjarðar. Hið rétta er eins og fram kemur hér að ofan, voru sjómennirnir að staðfesta gildandi fyrirkomulag um félagsaðild. Hins vegar lítur Konráð Alfreðsson á þann gjörning sem ótvíræðan stuðning við sig og félagið.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/velsledamadurinn-vaknadur
Vélsleðamaðurinn vaknaður Vélsleðamaðurinn sem lenti í snjóflóðinu í Hlíðarfjalli fyrir tæpum tveimur vikum er kominn til meðvitundar. Manninum hefur verið haldið sofandi í öndunarvél síðan, eða allt þar til í dag, og eru menn nú vongóðir um að honum muni heilsast vel. Eins og fram kom á sínum tíma grófst maðurinn tvo metra í flóðinu en félagar hans voru snarir við að grafa hann upp og blása í hann lífi.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/reglulegar-maelingar-a-svifryki
Reglulegar mælingar á svifryki Starfshópur á vegum umhverfisráðuneytisins, sem kannaði stöðu og þróun svifryksmengunar á höfuðborgarsvæðinu og mögulegar leiðir til úrbóta, leggur til frekari rannsóknir, mælistöðum verði fjölgað og að hafnar verði reglulegar mælingar á svifryki á Akureyri. Nauðsynlegt þykir að gera slíkar mælingar á fleiri en einum stað í bænum, þannig að hægt sé að gera samanburð, átta sig á vandamálinu og bregðast við. Þetta var á meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi Akureyrarbæjar og umhverfisráðuneytisins á Akureyri nú í hádeginu. Þar kynnti Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra skýrsluna um svifryksmengun og fór yfir tillögur starfshópsins. Þar er einmitt bent á að hægt sé ná árangri með því að efla almenningssamgöngur. Umhverfisráðherra leggur áherslu á að almenningssamgöngur verði efldar í samstarfi ríkisins og sveitarfélaga og að líta beri til árangurs Akureyringa sem fyrirmyndar á því á sviði. Farþegum með SVA hefur fjölgað um 60% frá því að fargjöld voru felld niður um síðustu áramót. Starfshópurinn leggur jafnframt til að ríkisvaldið beiti efnahagslegum hvötum til að stýra markaðinum frá nagladekkjum með lækkun á tollum og sköttum á ónegld vetrardekk. Viðræður við fjármálaráðuneytið eru komnar af stað en engar ákvarðanir verið teknar. Einnig er gert ráð fyrir að sveitarfélög, Vegagerðin og Umferðarstofa haldi uppi fræðslu um notkun vetrardekkja. Þá er lagt til að sett verði reglugerð sem geri ráð fyrir sótsíum í öll stærri farartæki og vinnuvélar með dísilvélar. Sveitarfélög og lögregla komi á meiri stjórn og hömlum á umferð helstu stofnæða, bæði hvað varðar fjölda og hraða.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/leikskolar-fara-ekki-allir-i-fri-samtimis
Leikskólar fara ekki allir í frí samtímis Ákveðið hefur verið að leikskólar bæjarins munu ekki allir fara í sumarfrí á sama tíma nú í sumar. Þetta þýðir að eitthvert svigrúm á að vera fyrir foreldra til að flytja börn sín milli skóla ef sumarlokun passar þeim illa. Þetta kom fram á fundi skólanefndar í vikunni. Ákveðið var að sumarlokanir leikskólanna yrði sem hér segir: Iðavöllur, Flúðir, Síðusel, Sunnuból, Naustatjörn og Hólmasól verða lokaðir 9.- 20. júlí og leikskólarnir Lundarsel, Pálmholt, Holtakot, Kiðagil, Krógaból og Tröllaborgir lokaðir 23. júlí - 3. ágúst. Þá verður leikskólinn Smábær í Hrísey lokaður 23. júlí - 17. ágúst og leikskólinn Hlíðarból 16. júlí - 3. ágúst. Haft var samráð við leikskólastjóra um þetta fyrirkomulag. Þá hefur verið samþykkt tilhögun um starfsdaga leikskólakennara. Fyrirkomulagið verður þannig að starfsmannafundir verða haldnir eftir hádegi fjórum sinnum á ári. Skólanefnd hefur ákveðið að hluti af þeim tíma sem ætlaður er í starfsmannafundi í leikskólum verði fjóra seinniparta á dagvinnutíma og því verði leikskólunum lokað frá kl. 12.15 þessa fjóra daga. Þetta er m.a. gert til þess að nýta þann tíma betur sem ætlaður er til að sinna faglegum undirbúningi starfsins og auka svigrúm leikskólanna til endurmenntunar starfsmanna. Á fundi skólanefndar fyrr í vikunni var leikskólafulltrúa og fræðslustjóra falið að samræma starfsdaga leikskóla og grunnskóla sem mest. Loks liggur nú fyrir nú ákvörðun um opnunartíma leikskóla frá og með 1. ágúst næstkomandi. Opnunartíminn verður frá kl 7.45 frá og með 1. ágúst og frá og með 1. mars verða Síðusel, Holtakot, Iðavöllur, Kiðagil og Tröllaborgir opnaðir kl. 7.45, að höfðu samráði við foreldra. Þá mun lokunartími ráðast af því hver þörfin verður í hverjum og einum leikskóla, en þá er gert ráð fyrir því að a.m.k. 6 börn þurfi að óska eftir vist eftir kl. 17.00 svo opnunartími lengist til kl. 17.15. Frá 1. mars verða Síðusel, Holtakot og Pálmholt lokaðir frá kl. 17.00, að höfðu samráði við foreldra.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fangaverdir-a-akureyri-sogdu-upp
Fangaverðir á Akureyri sögðu upp Allir fjórir fangaverðirnir sem starfa í fangelsinu á Akureyri hafa sagt upp störfum, eins og meginþorri fangavarða annars staðar á landinu. Gestur Davísson fangavörður á Akureyri sagði að það væru fyrst og fremst launin sem fangaverðirnir eru óánægðir með. „Við erum með 30% lægri laun en lögreglumenn og það bil þarf að brúa. Þá er aðbúnaður ekki góður og mikið álag á okkur. Við tölum alltaf fyrir daufum eyrum þegar við ræðum þessi mál," sagði Gestur.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/vinnuslys-a-oskuhaugunum
Vinnuslys á öskuhaugunum Vinnuslys varð á sorphaugum Akureyrar á Glerárdal fyrr í dag. Karlmaður klemmdist þar á milli gámabíls og jarðýtu og slasaðist á höfði. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild FSA, þar sem hann fór í sneiðmyndatöku. Maðurinn var með meðvitund en er eitthvað höfðuðbrotinn, samkvæmt upplýsingum sjúkraflutningamanns og því ekki hægt að segja til um hversu alvarleg meiðsli hans eru. Slysið varð þeim hætti að gámabíllinn festist og átti að nota jarðýtuna til að draga hann upp. Maðurinn varð á milli þegar jarðýtunni var bakkað að gámabílnum. Sjúkraflutningamenn hafa haft í ýmsu að snúast í dag, því fyrir utan slysið á öskuhaugunum, fóru þeir í tvö sjúkraflug og fleiri verkefni.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/gaesluvardhalds-krafist
Gæsluvarðhalds krafist Lögreglan á Akureyri hefur krafist gæsluvarðhalds yfir þremur ungmennum sem eru í haldi lögreglunnar vegna ýmissa afbrota að undanförnu... Tveir piltar voru handteknir á Akureyri í fyrrinótt og þrjú ungmenni til viðbótar í gær. Talið er að tengsl séu á milli þeirra innbyrðis, en þeim er m.a. gefið að sök að hafa stundað þjófnað, innbrot, bílastuld og fjársvik. Ungmenninum eru á aldrinum frá 15 ára og rétt yfir tvítugt.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/jonatan-ekki-med-akureyri
Jónatan ekki með Akureyri Jónatan Magnússon handknattleiksmaður mun að öllu óbreyttu ekki leika með liði Akureyrar í vetur eins og vonast var til. Hann losnar ekki undan samningi við franska liðið St. Raphael fyrr en næsta sumar. Jónatan gerði tveggja ára samning við franska liðið sl. sumar en vonaðist til þess að geta losnað undan þeim samningi nú um áramótin. Af því varð hins vegar ekki og mun Jónatan einbeita sér að þjálfun kvennaliðs Akureyrar en hann tók við liðinu um áramót. Þá hefur hann átt við erfið meiðsli að stríða og því óvíst með framhaldið hjá honum inni á vellinum.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/lidan-velsledamanns-betri
Líðan vélsleðamanns betri Líðan vélsleðamannsins sem lenti í snjóflóðinu í Hlíðarfjalli fyrir rúmri viku er talin vera betri, en honum er enn haldið sofandi í öndunarvél. Samkvæmt fyrri upplýsingum Vikudags.is um líðan mannsins er hann talinn óbrotinn, Maðurinn grófst á tveggja metra dýpi í snjóflóðinu en félagar hans voru fljótir að grafa hann upp og blása í hann lífi. Fréttir af líðan mannsins nú gefa vonir um að hægt verði að vekja hann á næstu dögum.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/skipverji-a-solbak-slasadist-a-fingri
Skipverji á Sólbak slasaðist á fingri Vinnuslys varð um helgina um borð í Akureyrartogaranum Sólbaki, sem ber einkennisstafina RE. Skipverji lenti með hendi í aðgerðarvél. Hann var fluttur í land á Eskifirði og þaðan var hann fluttur til Akureyrar þar sem hann fór í aðgerð á vísifingri. Togarinn Sólbakur er á „tvíburatrollsveiðum" með togaranum Árbak, sem einnig ber RE einkennisstafi. Togararnir voru á ufsaveiðum nú í vikunni og gekk sæmilega.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/eldur-i-sumarbustad
Eldur í sumarbústað Sumarbústaður í landi Höskuldsstaða í Eyjafjarðarsveit skemmdist talsvert í eldsvoða í nótt. Slökkviliði Akureyrar barst tilkynning um eldinn skömmu fyrir kl. 02.00 í nótt og fóru slökkviliðsmenn á staðinn á tveimur dælubílum, um 10 km leið. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var talsverður reykur undan þaki hússins. Slökkvistarf gekk greiðlega og er bústaðurinn ekki talinn ónýtur en talsvert skemmdur. Fólk hafði verið í bústaðnum í gær en hann var mannlaus þegar eldurinn kom upp. Málið er í rannsókn.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ovissa-i-svinaraekt-sjaldan-verid-meiri
Óvissa í svínarækt sjaldan verið meiri Svínaræktendur hafa ekki farið varhluta af þeirri umræðu sem verið hefur í þjóðfélaginu að undanförnu um hátt matvælaverð. Meðal þeirra sem þar hafa lagt hönd á plóg er Finnur Árnason framkvæmdastjóri Haga. Ingvi Stefánsson, bóndi í Teigi í Eyjafjarðarsveit og formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir í samtali við Vikudag að Finnur hafi beinlínis látið hafa eftir sér að kjúklinga- og svínarækt ætti að hætta í landinu þar sem þessar greinar skili ekki nægum virðisauka. „Það væri ef til vill fróðlegt í framhaldinu að sjá hvaða atvinnugreinum Finnur ætlar að gefa líf og hvaða greinar hann vill leggja af," segir Ingvi. Hann bendir á að bóndinn fái ekki nema lítinn hluta af því verði sem neytandinn greiðir fyrir vöruna í sinn hlut og hann tekur svo djúpt í árinni að segja að þótt bændur gæfu sinn hlut yrði svínakjötið dýrara hér en í sumum nágrannalandanna. „Manni blöskrar það að forstjóri Haga skuli ráðast á svínabændur með þeim hætti sem hann hefur gert. Ætli honum væri ekki nær að líta í eigin barm en fyrirtæki tengd Högum eru með um 60% smásöluverslunarinnar," segir Ingvi. „Matvælaverð á Íslandi er hátt og bændur eru heilir í því að vinna að frekari hagræðingu sem skili sér í vasa neytenda. Tillögur ríkisstjórnarinnar til lækkunar á matvælaverði eru af hinu góða en bændur hafa áhyggjur af því að þær skili sér ekki að fullu til neytenda. Við vitum að verðlag er almennt hátt hérlendis og við getum horft á innfluttar vörur eins og fatnað og skó sem eru 63% hærri hér en að meðaltali innan ESB. Þannig er það alls ekki sjálfgefið að lækkanir á afurðaverði til bænda skili sér til neytenda." Ingvi segir afkomu svínabænda í dag viðunandi. Verðið hafi hækkað en það skýrist ekki síst með því að á árunum 2002-2003 lækkaði verð á svínakjöti um 60%, bændur voru að gefa frá sér vinnu sína og höfðu ekki fyrir breytilegum kostnaði. Talsmenn stóru kjötiðnaðarfyrirtækjanna á Norðurlandi hafa kvartað undan því að ekki hafi verið hægt að fá svínakjöt úr heimabyggð þegar mest hefur þurft á því að halda, en sækja hafi þurft kjötið í aðra landshluta. Við spurðum Ingva að því hvort bændur þyrðu ekki í stækkanir á búum sínum. „Það er mikil og vaxandi eftirspurn eftir svínakjöti. Hins vegar held ég að í þeirri umræðu sem er um stöðu greinarinnar haldi menn að sér höndum. Það er verið að þrengja að mönnum og óvissan í greininni hefur sjaldan verið meiri en nú," sagði Ingvi.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/hugad-ad-naestu-skrefum-a-akureyrarvelli
Hugað að næstu skrefum á Akureyrarvelli Meirihluti bæjarráðs Akureyrar samþykkti tillögu Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur bæjarstjóra á fundi sínum í gær, varðandi svæði aðalíþróttavallar Akureyrar og undirbúning fyrir deiliskipulagsgerð. Þar kemur fram, að í ljósi þess að aðalskipulag Akureyrarbæjar liggur nú fyrir sé tímabært að huga að næstu skrefum varðandi notkun á svæði núverandi Akureyrarvallar. Tillaga bæjarstjóra var að myndaður yrði þriggja manna hópur úr skipulagsnefnd til að vinna að undirbúningi á grunni gildandi aðalskipulags. Sjálfsagt sé að hafa þær hugmyndir, sem bárust í hugmyndasamkeppninni Akureyri í öndvegi og beindust að nýrri landnotkun á þessu svæði, til hliðsjónar. Hópnum er jafnframt ætlað að gera verðmat á þessu svæði og skila tillögum um næstu skref varðandi hugmyndir að framhaldi verkefnisins og nýtingu svæðisins til bæjarráðs, eigi síðar en 1. mars nk. Deildarstjóri skipulagsdeildar verður starfsmaður hópsins en skipulagsnefnd skal skipa í vinnuhópinn. Fulltrúar Akureyrarbæjar og Íþróttafélagsins Þórs hafa hafið viðræður um hugsanlega uppbyggingu á frjálsíþróttaaðstöðu á félagssvæði Þórs við Hamar. Fyrsti fundur þessara aðila var í byrjun vikunnar og ríkti þar góður andi, að sögn Sigfúsar Helgasonar formanns Þórs. Hann sagði að Þórsarar væru að skoða ákveðin gögn sem lögð voru fram og er annar fundur fyrirhugaður í næstu viku, enda sé nauðsynlegt að vinna nokkuð hratt. Áform um framtíðar uppbyggingu á svæði Þórs tengjast fyrirætlunum bæjaryfirvalda um að leggja niður Akureyrarvöll. Finna þarf frjálsíþróttavelli stað í bænum og hann þarf að vera tilbúinn fyrir mitt ár 2009 þegar Landsmót Ungmennafélags Íslands verður haldið á Akureyri.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/landeigendur-haldi-malstad-sinum-a-lofti
Landeigendur haldi málstað sínum á lofti Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri á Grenivík, var kjörin formaður Landssamtaka landeigenda á Íslandi, LLÍ, á stofnfundi í Reykjavík í gær. Á fundinum var samþykkt ályktun, þar sem skorað er á landeigendur að halda málstað sínum hátt á lofti um allt land og krefja stjórnmálamenn um afstöðu og viðhorf til landakrafna ríkisins við hvert tækifæri sem gefst í kosningabaráttunni fyrir alþingskosningarnar í vor. Fundurinn skorar á ríkisstjórn og Alþingi að beita sér fyrir því að lögum um þjóðlendur verði breytt þegar í stað á þann veg að land, sem samkvæmt þinglýstu landamerkjabréfi og/eða heimildarskjali, þar á meðal fyrirvaralausu eignarafsali frá ríkinu, tilheyrir tiltekinni jörð, jörðum, upprekstrarfélagi, fjallskiladeild, sveitarfélagi eða annars konar lögpersónu, skuli teljast eignarland. Sá sem haldi öðru fram hafi sönnunarbyrði fyrir því. Fundurinn mótmælir harðlega túlkun og framkvæmd þjóðlendulaganna af hálfu ríkisvaldsins enda er þar gengið gegn þeim skilningi sem lagður var í tilgang laganna á Alþingi og utan þess á sínum tíma. Má þar nefna að ríkið gerir kröfur langt út fyrir miðhálendi landsins, jafnvel allt í sjó fram, þrátt fyrir yfirlýstan tilgang laganna um að einungis ætti að ákveða mörk eignarlanda og þjóðlendna á miðhálendinu. Þessar kröfur eiga sér enga stoð, hvorki í þjóðlendulögunum sjálfum né í greinargerð frumvarps til þeirra laga. Þar er hvergi að finna stafkrók um að markmið ríkisins sé að sölsa undir sig þinglýst eignarlönd eða yfirleitt að ná undir ríkið sem mestu landi. Alþingismenn og ýmis hagsmunasamtök sem fjölluðu um málið gengu út frá að markmið lagasetningarinnar væri að gera mörk á hálendisjaðri skýrari. Eignarrétturinn er stjórnarskrárbundinn og friðhelgur. Gegn þessum rétti er freklega gengið með ólöglegum kröfum ríkisvaldsins. Landeigendur munu verjast með öllum lögmætum ráðum, meðal annars fyrir dómstólum hérlendis og Mannréttindadómstóli Evrópu í framhaldinu, ef þörf krefur, segir ennfremur í ályktun fundarins.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/sjomennirnir-stydja-konrad
Sjómennirnir styðja Konráð Allir sjómenn á togurum Brims, Harðbaki, Sólbaki og Árbaki, sem eru félagar í Sjómannafélagi Eyjafjarðar, hafa skrifað undir stuðningsyfirlýsingar við Konráð Alfreðsson, formann félagsins, vegna þeirrar deilu sem Konráð hefur átt í að undanförnu við forráðamenn Brims. Guðmundur Kristjánsson, eigandi og forstjóri Brims, sagðist aldrei hafa haft nein afskipti af því í hvaða stéttarfélagi skipverjar á skipum Brims eru. Yfirlýsing sjómannanna er þess efnis að þeir ætli sér að vera áfram félagar í Sjómannafélagi Eyjafjarðar sem þá mun sjá um og annast samningamál þeirra. „Já, ég hef fengið stuðningsyfirlýsingar frá öllum mönnunum á skipunum þremur sem eru í okkar félagi og einnig okkar félagsmönnum sem eru á öðrum skipum Brims. Þessi stuðningur er mér og félaginu afar mikilvægur og sannfærir okkur um að við höfum verið með réttan málflutning og verið að gera rétta hluti. Ég er virkilega ánægður með þennan stuðning," segir Konráð. Eins og fram hefur komið í Vikudegi hefur Brim tekið ákvörðun um að færa togara félagsins, sem hafa verið með einkennisstafina EA, yfir á einkennisstafina RE. Guðmundur forstjóri Brims sagði að eina ástæða þessa væru samstarfsörðugleikar við Sjómannafélag Eyjafjarðar og þá sérstaklega formann félagsins. Hann sagði að þrátt fyrir þessa breytingu stæði ekki til að fara með togarana til Reykjavíkur eða skerða rekstur félagsins á Akureyri á nokkrun hátt.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fjorar-konur-eldri-en-100-ara
Fjórar konur eldri en 100 ára Fjórir íbúar Akureyrar eru eldri en 100 ára um þessar mundir, allt konur. Elst er Kristbjörg Kristjánsdóttir, sem varð 102 ára fimmtudaginn 18. janúar sl. Signý Stefánsdóttir er næstelst en hún er fædd 25. júní 1905 og verður því 102 ára í sumar. Lára Þorsteinsdóttir verður einnig 102 ára næsta sumar en hún er fædd 21. ágúst 1905. Sú fjórða í röðinni er svo Margrét Halldórsdóttir, sem verður 101 árs í apríl nk. en hún er fædd 17. apríl 1906. Ólafur Árnason var elstur Akureyringa en hann lést um síðustu helgi, á 103. aldursári, fæddur 24. október 1904.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/um-25-adilar-vilja-baetur-eftir-hamfarirnar
Um 25 aðilar vilja bætur eftir hamfarirnar Um 25 aðilar hafa gefið upplýsingar um tjón sem þeir urðu fyrir í hamförunum sem gengu yfir Eyjafjarðarsveit í vikunni fyrir jól. Óvíst er hversu mikið af þessum tjónum fást bætt. Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit sagði að þetta væri sá fjöldi manna sem teldi sig hafa orðið fyrir tjóni sem Bjargráðasjóður ætti að bæta. „Bjargráðasjóður mun taka öll þessi mál til skoðunar en það er sennilegt að ekki fái allir þær bætur sem þeir óska eftir," segir Bjarni. Hann segir t.d. ljóst að Bjargráðasjóður bæti ekki tjón á landi nema um ræktað land sé að ræða. Þá telur Bjarni að skemmdir sem orðið hafa vegna úrrennslis úr vegum, t.d. heimreiða, fáist varla bætt. Öðru máli gegni um girðingar og ræktað land, skemmdir á þeim muni fást bættar sem og tjón á skepnum og áhöldum ef skepnurnar eru ekki tryggðar annars staðar. „En Bjargráðasjóður mun skoða þessi mál öll og tekur ákvörðun um hvað fæst bætt og hvað ekki," sagði Bjarni. Nánar er fjallað um þetta mál í Vikudegi í dag.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/gefa-slysavarnarskolanum-13-milljonir
Gefa Slysavarnarskólanum 1,3 milljónir Næsta laugardag ætla Mogomusic ehf og hljómsveitin Roðlaust og beinlaust að afhenda Slysavarnarskóla sjómanna ávísun, upp á kr. 1.300.000. Afhendingin verður um borð í Kleifaberginu og hefst kl. 14.00, þar ætlar hljómsveitin að taka lagið og margt annað verður til skemmtunar. Hljómsveitin Roðlaust og beinlaust sendi frá sér nýjan geisladisk í sumar, Sjómannasöngvar, sem hefur að geyma 14 sjómannasöngva frá ýmsum tímum. Þetta er þriðji geisladiskur hljómsveitarinnar en áður hafa komið út diskarnir Bráðabirgðalög (2001) og Brælublús (2003). Hljómsveitin Roðlaust og beinlaust er að stórum hluta skipuð áhöfninni á frystitogaranum Kleifabergi ÓF-2 frá Ólafsfirði, þaðan sem hún á rætur sínar að rekja. Hljómsveitin hefur starfað allt frá árinu 1997 og á þeim tíma spilað víða um land. Roðlaust og beinlaust hafa frá upphafi stutt björgunar- og slysavarnarmál sjómanna með sölu á diskum sínum en allur ágóði af sölu þeirra hefur runnið til slíkra mála og svo verður einnig með nýjasta diskinn en ágóðinn af sölu hans mun renna til Slysavarnarskóla sjómanna.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/mun-fleiri-nota-straeto-a-akureyri
Mun fleiri nota strætó á Akureyri Farþegum með Strætisvögnum Akureyrar hefur fjölgað um 60% frá því fargjöld voru felld niður um síðustu áramót og nær fjölgunin til allra aldurshópa. Þetta kemur fram þegar fjöldi farþega í þriðju viku þessa árs er borinn saman við sama tíma í fyrra. Að meðaltali voru farþegar á dag 640 í þriðju viku ársins 2006 en eru nú að meðaltali 1.020. Því er ljóst að Akureyringar taka niðurfellingu fargjalda fegins hendi. Nú þegar er hafin vinna við endurskoðun á leiðarkerfi Strætisvagna Akureyrar með það að meginmarkmiði að hefja akstur um hið nýja Naustahverfi syðst í bænum. Ekki er gert ráð fyrir að núverandi akstursleiðum verði breytt nema að litlu leyti en staðsetning stoppistöðva verður skoðuð og tímatöflur uppfærðar. Þar að auki er stefnt að því að leið 4 aki að Háskólanum á Akureyri.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/einar-logi-spilar-med-akureyri
Einar Logi spilar með Akureyri Einar Logi Friðjónsson handknattleiksmaður er á heimleið frá Þýskalandi og spilar með Akureyri það sem eftir er tímabils og einnig það næsta. Þetta staðfesti Einar Logi við Vikudag fyrr í dag. Hann hefur undanfarin tvö og hálft ár spilað í 2. deildinni í Þýskalandi en er uppalinn í KA. Einar Logi skipti um lið í Þýskalandi sl. sumar en fékk lítið að spila með því fyrri hluta tímabilsins. „Það hefur gengið ágætlega hjá mér í Þýskalandi, en á þessu tímabili hef ég lítið fengið að spila og er ekkert voðalega sáttur við það," sagði Einar. Hann sagði að sér litist mjög vel á að koma heim og spila með sameiginlegu liði Akureyrar, hópurinn líti mjög vel út og öll umgjörð um liðið sé fín. „Ég fékk aðeins að koma á æfingar á milli jóla og nýárs og kynntist þessu hjá þeim, mér líst bara mjög vel á þetta," sagði Einar. Ítarlegra viðtal er við Einar Loga í Vikudegi á morgun.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/mikil-ahugi-fyrir-svaedi-vid-bonus
Mikil áhugi fyrir svæði við Bónus Skipulagsnefnd Akureyrar hefur heimilað Loga Einarssyni arkitekt fyrir hönd byggingafyrirtækisins SS Byggir að deiliskipuleggja svæðið austan við verslun Bónus, sem afmarkast af Langholti í vestri, Krossanesbraut í austri, Undirhlíð í suðri og Miðholti í norðri. Ef áform ganga eftir verða þarna um 60 íbúðir í þremur húsum. „Við hyggjumst byggja þarna þrjú fjölbýlishús sem hvert um sig yrði 7 hæða hátt, en þetta yrðu byggingar eins og við byggðum við Baldurshaga," sagði Sigurður Sigurðsson byggingameistari hjá SS Byggir þegar Vikudagur ræddi við hann um þetta mál. ,,Við munum núna fara í viðræður við Akureyrarbæ um framhaldið og ef hlutirnir ganga fyrir sig eins og ég vonast eftir verður hafist handa við framkvæmdir á svæðinu eins fljótt og mögulegt er." Sigurður segir að þarna verði um eftirsóknarverðan stað að ræða. „Það er mikill áhugi fyrir þessu svæði meðal almennings. Þarna er stutt í alla þjónustu, stutt í matvöruverslun og Glerártorg og útsýni er þarna skemmtilegt yfir smábátahöfnina og út á fjörðinn." Ef áform ganga eftir verða þarna um 60 íbúðir í húsunum þremur. Sigurður segir að nyrst í reitnum komi einbýlishúsaröð samkvæmt aðalskipulagi og í miðju svæðisins segist Sigurður gera ráð fyrir leiksvæði eða einhverju slíku, enda sé líklegt að þar séu 10-12 metrar niður á fast.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/leikurinn-fyrst-svo-farid-i-lodnu
Leikurinn fyrst svo farið í loðnu „Við erum inni á Seyðisfirði að taka nótina um borð. Það er hins vegar einhver bræluskítur úti þannig að við horfum á handboltaleikinn gegn Túnis í dag og förum svo að hugsa okkur til hreyfings," sagði Gunnar Jónsson háseti á nótaskipinu Súlunni EA þegar Vikudagur.is ræddi við hann nú fyrir skömmu. Prýðileg loðnuveiði var um helgina og fram á mánudag en síðan hefur ekki viðrað vel til veiða. Þeir á Súlunni eru að hefja vertíðina og sagði Gunnar að upphafskvóti Súlunnar væri 3.700 tonn. „Við verðum fljótir að ná þessu, tökum þetta í fimm ferðum og vonandi er þetta bara upphafskvótinn. Við værum í ágætum málum ef við fengjum annan eins viðbótarkvóta," sagði Gunnar.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/atjan-kaupsamningum-thinglyst-i-desember
Átján kaupsamningum þinglýst í desember Aðeins 18 kaupsamningum fasteigna var þinglýst á Akureyri í síðasta mánuði og þarf að fara mörg ár aftur í tímann til að finna mánuð þar sem jafn fáum kaupsamningum hefur verið þinglýst á einum mánuði. Samningarnir 18 skiptust þannig að 11 voru um eignir í fjölbýli, 3 um eignir í sérbýli og 4 samningar voru vegna annarra eigna en íbúðarhúsnæðis. Velta var 398 milljónir króna eða 22,1 milljón að meðaltali. Til samanburðar má geta þess að í desember árið 2005 var 67 kaupsamningum þinglýst og 95 í sama mánuði árið 2004. Upplýsingar á vefsíðu Fasteignamats ríkisins ná aftur til nóvembermánaðar árið 2002 og á þessum tíma er aldrei að finna mánuð þar sem færri eignum hefur verið þinglýst í einum mánuði á Akureyri en í síðasta mánuði. Á tímabilinu 12. janúar til og með 18. janúar 2007 var 2 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af var einn samningur um eignir í fjölbýli og einn samningur um sérbýli. Heildarveltan var 64 milljónir króna og meðalupphæð á samning 31,9 milljónir króna.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/hymnodia-flytur-tonlist-eftir-islenskar-konur
Hymnodia flytur tónlist eftir íslenskar konur Kammerkórinn Hymnodia frá Akureyri hélt frábæra tónleika sl. sunnudag í Langholtskirkju - og á morgun, miðvikudagskvöldið 24. janúar, mun kórinn endurtaka tónleikana í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit kl. 20. Tónleikarnir eru liður í tónlistarhátíðinni Myrkum músíkdögum. Á efnisskránni eru verk eftir íslenskar konur. Þær eru: Anna Þorvaldsdóttir, Bára Grímsdóttir, Elín Gunnlaugsdóttir, Hildigunnur Rúnarsdóttir, Jórunn Viðar, Karólína Eiríksdóttir og Mist Þorkelsdóttir. Stjórnandi Hymnodiu er Eyþór Ingi Jónsson. Efnisskrá tónleikanna: Jórunn Viðar Sorg og gleði Anna S. Þorvaldsdóttir Heyr þú oss himnum á Elín Gunnlaugsdóttir Þér þakkar fólkið Karólína Eiríksdóttir Vetur Hildigunnur Rúnarsdóttir Vorlauf Tunga mín vertu treg ei á Bára Grímsdóttir Night Mist Þorkelsdóttir Fræið sem moldin felur Bára Grímsdóttir Hver, sem að reisir Hildigunnur Rúnarsdóttir Sé ástin einlæg og hlý Martröð Karólína Eiríksdóttir Ungæði Elín Gunnlaugsdóttir Gömul söngvísa Anna S. Þorvaldsdóttir Heyr mig mín sál (Einsöngur: Jóna Valdís Ólafsdóttir) Jórunn Viðar Barnagælur Hymnodia þýðir dýrðarsöngur. Þetta er latnesk útgáfa gríska orðsins hymnos. Hymnodia er í raun sálmasöngur bundinn í ljóðform, lofsöngur við helgihald kristinna manna. Upphaflega var þetta þó söngur safnaðarins sjálfs við helgihaldið. Á síðari árum hefur íslenska þjóðkirkjan hvatt mjög til þess að söfnuðurinn taki þátt í sálmasöng við guðsþjónustur og aðrar helgiathafnir. Því má segja að við séum komin aftur til upphafsins í kirkjunni og söngur kirkjugesta sé hinn eini og sanni hymni. En Hymnodia er líka kammerkór Eyþórs Inga Jónssonar, organista og söngstjóra við Akureyrarkirkju. Í kórinn hefur Eyþór valið einvalalið söngfólks á Akureyri til þess að flytja metnaðarfulla kórtónlist, bæði kirkjuleg verk og veraldleg. Hymnodia hefur sungið við helgihald í Akureyrarkirkju, á Hólahátíð, á tónleikum víða um land, á miðaldadögum að Gásum og við fjölmörg önnur tækifæri. Kórinn hefur einnig sungið í útvarpi og sjónvarpi. Á árinu 2004 minntist kórinn 300 ára ártíðar franska barroktónskáldsins Marc-Antoine Charpentier með því að syngja nokkur verka hans. Í lok desember var flutt verkið Messe de minuit eftir Charpentier ásamt hljóðfæraleikurum og einsöngvurum. Hymnodia söng á Myrkum músíkdögum sl. vetur og fékk frábæra dóma fyrir. M.a. frumflutti kórinn verk eftir þá Jón Hlöðver Áskelsson og Davíð Brynjar Franzson Í apríl sl. flutti kórinn Óratóríuna Membra Jesu Nostri eftir þýska barokktónskáldið Dietrich Buxtehude ásamt sænskum og íslenskum barokkhljóðfæraleikurum og einsöngvurum. Tónleikarnir voru í Akureyrarkirkju og í Hallgrímskirkju og hlaut kórinn mikið lof fyrir flutning sinn. Kórinn hefur sett sér þau markmið að feta ekki í fótspor annarra í efnisvali og framkomu. Kórinn hefur unnið mikið með spunaformið og ekki er óalgengt að kórinn blandi saman ólíkum listgreinum, s.s. tónlist, leiklist og myndlist. Hymnodiu skipa: Sópran: Halla Jóhannesdóttir Helena Guðlaug Bjarnadóttir Hildur Tryggvadóttir Jóna Valdís Ólafsdóttir Alt: Arna Guðný Valsdóttir Elvý G. Hreinsdóttir Erna Þórarinsdóttir Sigrún Arna Arngrímsdóttir Tenór: Hannes Sigurðsson Hjörleifur Hjálmarsson Pétur Halldórsson Bassi: Ágúst Ingi Ágústsson Hjörtur Steinbergsson Sigmundur Sigfússon
https://www.vikubladid.is/is/frettir/olafur-arnason-elsti-ibui-akureyrar-latinn
Ólafur Árnason, elsti íbúi Akureyrar, látinn Ólafur Árnason, sem var elsti íbúi Akureyrar, lést á heimili sínu um helgina á 103. aldursári. Ólafur fæddist á Húsavík 24. október 1904 en hann var Þingeyingur að ætt, frá Kvíslarhóli á Tjörnesi. Hann átti 12 systkini og var sjálfur í miðjum hópi. Vikudagur heimsótti Ólaf í síðustu viku, er hann, sem elsti íbúi bæjarins og elsti áskrifandi Vikudags, opnaði nýja heimasíðu blaðsins, vikudagur.is. Ólafur var mjólkurfræðingur og starfaði lengst af hjá Mjólkursamlagi KEA. Hann bjó einn alla tíð, var ógiftur og barnlaus. Ólafur starfaði á sínum yngri árum sem vinnumaður við landbúnað á Tjörnesi, í Aðaldal, í Kelduhverfi og í Mývatnssveit. Hann fór úr Mývatnssveitinni í búfræðinám á Hólum í Hjaltadal en kom að því loknu til Akureyrar og fór að vinna í Mjólkursamlagi KEA árið 1935. Hann fór og lærði mjólkurfræði í Danmörku en kom svo aftur til KEA og vann í Mjólkursamlaginu á tveimur stöðum í Gilinu og svo í núverandi húsnæði Norðurmjólkur við Súluveg. Hann hætti í föstu starfi hjá KEA eftir 40 ár en vann þó við sumarafleysingar til ársins 1982. Þá stundaði hann rjúpna- og laxveiðar fram til árins 1985 en hefur haft hægt um sig frá þeim tíma. Ólafur var mikill áhugamaður um ensku knattspyrnuna, fylgdist vel með henni til hinstu stundar og var mikill stuðningsmaður Liverpool. Vikudagur sendir aðstandendum Ólafs innilegar samúðarkveðjur vegna andláts hans.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/stadsetning-haskola-skiptir-mali
Staðsetning háskóla skiptir máli Ingi Rúnar Eðvarðsson, prófessor við Háskólann á Akureyri skrifar: Erlendar rannsóknir hafa leitt í ljós að stór hluti nemenda kýs að búa áfram þar sem það er við háskólanám eftir að námi lýkur. Ástæður þess eru ýmsar, t.d. hafa margir útvegað sér húsnæði og þekkja vel til nánasta umhverfis, félagslífs og vinnumarkaðar. Nefna má dæmi því til stuðnings. Þannig starfar tæplega helmingur nemenda sem lokið hafa námi við Háskólann í Lapplandi þar að námi loknu og rúmlega helmingur fólks sem lokið hefur námi frá Háskólanum í Oulu í Finnlandi starfar í Oulu-héraði eftir útskrift. Hver er staða mála hér á landi? Í könnun sem ég átti aðild að og unnin var í samstarfi Háskólans á Akureyri og RHA árið 2001 var búseta brautskráðra nemenda í hjúkrunarfræði og viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri skoðuð. Ein rannsóknarspurning hljóðaði á þá leið hvort marktækur munur væri á búsetu nemenda HÍ og HA að námi loknu. Niðurstöður sýna að búseta svarenda fylgir ákveðnu mynstri þar sem svarendur sem lokið hafa námi við HÍ eru mun líklegri til að velja búsetu á höfuðborgarsvæðinu en svarendur sem lokið hafa námi við HA. Þannig bjuggu 80% hjúkrunarfræðinga frá HÍ og 87% viðskiptafræðinga frá sama skóla á höfuðborgarsvæðinu árið 2000. Hins vegar bjuggu 73,8% hjúkrunarfræðinga frá HA og 75% viðskiptafræðinga frá sama skóla á Akureyri og landsbyggðinni. Þetta eru mjög áhugaverðar niðurstöður sem eru mjög í samræmi við erlendar rannsóknir. Það er mjög brýnt að endurtaka þessa könnun og sjá hvort það hafi orðið breytingar á síðari árum. Það á einkum við um fjarnámið sem var að hefjast þegar könnunin var framkvæmd. Hefur fjarnámið aukið háskólanám víða um land og hefur það aukið menntunartækifæri kvenna? Ég held að svarið við þessum spurningum sé án efa jákvætt. Þær niðurstöður sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni benda til að mikilvægt sé að efla háskólamenntun á landsbyggðinni, ýmist með eflingu HA, Hólaskóla, Háskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskólans eða með því að efla símenntunarmiðstöðvar og háskólasetur sem eru í samstarfi við háskóla í landinu. Efling háskólamenntunar á landsbyggðinni er forsenda fyrir því að landsbyggðin sé einnig þátttakandi í þekkingarsamfélagi. Fleiri áhugaverða pistla má finna á www.blog.central.is/ire.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/snjoflod-i-hlidarfjalli-einn-slasadist
Snjóflóð í Hlíðarfjalli - einn slasaðist Snjóflóð féll í Hlíðarfjalli í hádeginu í dag. Hópur 8 vélsleðamanna var á ferð norðan við skíðasvæðið þegar flóðið féll og áttu flestir mannanna fótum sínum fjör að launa. Einn maður lenti í flóðinu en félagar hans fundu hann fljótt og var hann fluttur með þyrlu á sjúkrahús. Finnur Aðalbjörnsson var einn vélsleðamannanna. ,,Við vorum í kaffipásu og skyndilega fór bara öll hlíðin af stað, alveg frá fjallstoppi. Það höfðu komið þarna smá spýjur áður en við komum á svæðið en þetta flóð var rosalega stórt. Það náðu allir að komast undan flóðinu á hlaupum eða á sleðunum fyrir utan einn sem lenti í flóðinu. Hann var með ýlu á sér eins og við allir reyndar og við fundum hann á tveggja metra dýpi eftir nokkrar mínútur. Við hefðum aldrei fundið hann ef hann hefði ekki verið með ýluna" sagði Finnur. Sleði mannsins sem lenti í flóðinu fannst 20 metrum neðar. Maðurinn sem lenti í flóðinu var fluttur brott með þyrlu og er ekki vitað um meiðsli hans.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/kristjan-leidir-lista-samfylkingarinnar
Kristján leiðir lista Samfylkingarinnar Kristján L. Möller frá Siglufirði leiðir framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi sem samþykktur var samhljóða af aukakjördæmisþingi flokksins sem haldið var á Akureyri í dag. Akureyringarnir Lára Stefánsdóttir og Margrét Kristín Helgadóttir skipa 3. og 4. sæti listans. Kosið var um þrjú efstu sætin á listanum í prófkjöri sem fram fór sl. haust en þrjú efstu sætin hlutu í prófkjöri Kristján L. Möller alþingismaður, Einar Már Sigurðsson alþingismaður og Lára Stefánsdóttir framkvæmdastjóri. Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi er þannig skipaður: 1. Kristján Lúðvík Möller alþingismaður Siglufirði 2. Einar Már Sigurðarson alþingismaður Fjarðabyggð 3. Lára Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Akureyri 4. Margrét Kristín Helgadóttir háskólanemi Akureyri 5. Örlygur Hnefill Jónsson lögmaður Húsavík 6. Jónína Rós Guðmundsdóttir framhaldsskólakennari Egilsstöðum 7. Ragnheiður Jónsdóttir lögmaður Húsavík 8. Ólafur Ármannsson vélvirki Vopnafirði 9. Eydís Ásbjörnsdóttir hárgreiðslumeistari Fjarðabyggð 10. Herdís Brynjarsdóttir verkstjóri Dalvík 11. Sturla Halldórsson framkvæmdastjóri Þórshöfn 12. Rögnvaldur Ingólfsson húsvörður Ólafsfirði 13. Guðrún Katrín Árnadóttir leikskólakennari Seyðisfirði 14. Sólrún Óskarsdóttir leikskólakennari Eyjafjarðarsveit 15. Guðmundur R. Gíslason forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggð 16. Páll Jóhannsson öryrki Akureyri 17. Kristbjörg Sigurðardóttir verslunarstjóri Kópaskeri 18. Sjöfn Jóhannesdóttir sóknarprestur Breiðdalsvík 19. Skúli Björnsson framkvæmdastjóri Hallormsstað 20. Haraldur Helgason fyrrv. kaupfélagsstj. Akureyri
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fimm-bila-arekstur-a-glerargotu
Fimm bíla árekstur á Glerárgötu Litlu munaði að illa færi í fimm bíla árekstri á gatnamótum Þórunnarstrætis og Glerárgötu skömmu eftir hádegi í dag. Fjöldi fólks, börn og fullorðnir, voru í þessum bílum en samkvæmt upplýsingum á vettvangi slasaðist enginn mjög alvarlega. Þó þurfti að klippa ökumann og farþega úr einum bílnum. Þrír voru fluttir á slysadeild en meiðsli þeirra voru ekki talin alvarleg. Dráttarbíll með tengivagn og tank á tengivagninum hafnaði aftan á fólksbíl, sem beið á rauðu ljósi neðst í Þórunnarstræti og kastaði honum yfir á umferðareyju á milli akreina á Glerárgötu. Dráttarbíllinn hélt áfram þvert yfir Glerárgötuna og skall á bíl sem var á leið norður Glerárgötu, sá bíll skall á annan bíl samsíða og skall sá bíll á enn einn bílinn sem beið á rauðu ljósi framan við verslunina 66 gráður norður við Glerárgötu. Dráttarbíllinn stöðvaðist svo rétt við verslunina. Gríðarleg hálka var þegar slysið varð. Tveir bílanna eru ónýtir. Karl Viðar sat einn í fólksbíl sínum á rauðu ljósi neðst í Þórunnarstræti þegar dráttarbíllinn skall á honum og kastaði yfir Glerárgötu og á umferðareyju á milli akreina þar. "Mér brá að vonum í brún en ég slapp þó við meiðsli fyrir utan smá skrámu á fæti," sagði Karl í samtali við Vikudag, þar sem hann stóð við bíl sinn á vettvangi. Hann hafði skroppið í búð til að fá sér hákarl í tilefni þorrans. "Þetta var dýr hákarl," sagði Karl en bíll hans er ónýtur eftir áreksturinn. Fleiri myndir frá vettvangi á Ljósmyndir.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/samkomuhusid-100-ara-i-dag
Samkomuhúsið 100 ára í dag Í kvöld verða nákvæmlega 100 ár frá fyrstu sýningu í Samkomuhúsinu á Akureyri. Af því tilefni verður sérstök hátíðarfrumsýning á leikritinu Svörtum ketti eftir Martin McDonagh. Samkomuhúsið hefur alla tíð verið eitt helsta bæjarprýði Akureyrarbæjar og hýst margvíslega menningarstarfsemi. Húsið hefur verið aðsetur Leikfélag Akureyrar alla tíð. Svartur köttur er 286. uppsetning Leikfélagsins en leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri LA. Auk þess að hýsa leiksýningar Leikfélagsins hafa í Samkomuhúsinu verið haldnir dansleikir, tónleikar, fundir og ýmiss annar mannfagnaður. Bæjarstjórn Akureyrar notaði húsið til fundahalda um ártuga skeið. Samkomuhúsið hefur verið miðpunktur menningarlífs á Norðurlandi frá upphafi. Leikritið Svartur köttur er margverðlaunað og hefur víða vakið verðskuldaða athygli. Sömu sögu er að segja um mörg fyrri verka McDonaghs, s.s. Koddamanninn, Halta Billa og Fegurðardrottninguna frá Línakri sem öll hafa verið sýnd hérlendis. Sagan er reyfarakennd og fyndin, persónurnar vitgrannar en brjóstumkennanlegar, umfjöllunarefnið áleitið og húmorinn flugbeittur. Svartur köttur var frumsýnt í Bretlandi fyrir fjórum árum og var valið gamanleikrit ársins af þarlendum gagnrýnendum. Nú í vor var það svo frumsýnt á Broadway þar sem leikhúsunnendur halda ekki vatni.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/nyr-trodari-i-fjallid
Nýr troðari í ,,Fjallið Nýr og fullkominn snjótroðari var afhentur formlega í Hlíðarfjalli í dag. Þetta er fyrri troðarinn af tveimur sem Vetraríþróttamiðstöð Íslands hefur fest kaup á og verður hinn troðarinn afhentur í haust. Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli segir að með aukinni aðsókn sé þörf á að troða fleiri brekkur og oftar, á sem skemmstum tíma. Það kalli á aukinn tækjakost. ,,Nýi troðarinn kemur til með að leysa fjóra þætti hjá okkur, við getum troðið fleiri leiðir en áður, við getum troðið sama magn á skemmri tíma, við getum ýtt út þeim snjó sem við erum að framleiða á styttri tíma og síðast en ekki síst mun hann nýtast vel í sambandi við göngubrautina" segir Guðmundur Karl.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/endurbaettur-husakostur-hja-simey
Endurbættur húsakostur hjá SÍMEY Miklar breytingar hafa verið gerðar á húsnæði Símenntunar Eyjafjarðar, SÍMEY, að Þórsstíg 4 á Akureyri og er fyrirtækið nú mun betur í stakk búið til að þjónustua viðskiptavini sína. Meðal nýjunga er að teknar hafa verið í notkun tvær nýjar og glæsilegar kennslustofur. SÍMEY dreifði fyrir stuttu bæklingi sínum í hús til Eyfirðinga og er þar að finna fjölbreytta flóru námskeiða og endurmenntunartilboða. Ljóst er að mikil aukning hefur verið í þátttöku á símenntunarnámskeiðum undanfarin ár. Kemur þar margt til. Fjármagn hefur verið aukið í málaflokkinn frá hinu opinbera, stéttarfélög og fyrirtæki hafa hvatt félags- og starfsmenn sína til að sækja þessi námskeið, enda viðurkennt að slíkt hefur jákvæð áhrif á starfsfólkið og eykur mannauðinn. Starfsmenn hjá SÍMEY hafa ákveðið að vera með opið hús um helgina til að kynna almenningi hin nýju húsakynni og verður opið hjá þeim á morgun, laugardaginn 20. janúar milli kl. 13:00 og 16:00
https://www.vikubladid.is/is/frettir/uppbygging-vegna-landsmots
Uppbygging vegna landsmóts Á fundi bæjarráðs Akureyrar í gær var rætt um fyrirhugað landsmót Ungmennafélags Íslands árið 2009. Bæjarráð horfir til uppbygginar á félagssvæði Þórs en Framsóknarmenn vilja endurbyggja Akureyrarvöll. Bæjarráð fól Sigrúnu Björk Jakbobsdóttur bæjarstjóra að ræða við fulltrúa Íþróttafélagsins Þórs um fyrirliggjandi tillögur um uppbyggingu vegna landsmótsins á svæði félagsins. Jóhannes Bjarnason bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins lagði fram eftirfarandi bókun. "Framsóknarflokkurinn ítrekar þá afstöðu sína að endurbyggja eigi Akureyrarvöll og halda þar Landsmót UMFÍ. Akureyrarvöllur á að vera framtíðarkeppnisvöllur knattspyrnu og frjálsíþróttafólks en æfingasvæði íþróttafélaganna notuð með líku sniði og verið hefur og mun ekki af veita þar sem þau eru nú þegar ofnýtt."
https://www.vikubladid.is/is/frettir/menning-eda-omenning-thad-er-spurningin
Menning eða ómenning - það er spurningin Úlfar Hauksson skrifar Það er talsvert um liðið síðan ég skrifaði nokkrar greinar um bíla og umferðarmál í Dag heitinn. Þegar nú gefst tækifæri, með þessari nýju netútgáfu, til að láta ljós sitt skína, er sjálfsagt að nota það. Fyrir nokkru las ég grein eftir félaga minn í bílaáhuganum, Sigurð Hreiðar, þar sem hann gerði að umtalsefni ástandið í umferðinni. Hann lagði á það áherslu, að burtséð frá öllum ákvæðum umferðarlaga um hámarkshraða og aðra hegðan, þá ber hver ökumaður fyrst og síðast sjálfur ábyrgð á ferð sinni. Hver einasti ökumaður hefur þá skyldu að haga akstri þannig að hann sjálfur og aðrir komist heilir á leiðarenda. Flóknara er það nú ekki. Margir ökumenn virðast ekki gera sér grein fyrir þessum skyldum sínum og haga akstri sínum þannig að stórhætta verður af. Oftast sleppa menn þó frá slíkum glæfrum, en því miður ekki alltaf. Auðvitað sjóast maður í þessu ástandi á þjóðvegum landsins en einhvernveginn finnst mér samt að ástandið fari þó heldur versnandi. Vetrarferðir á vegum með lausum snjó eru t.d. ekki sérlega þægilegar þegar mæta þarf tugum flutningabíla, sem draga á eftir sér snjókóf sem byrgir oft útsýn marga tugi metra aftan við flutningabílinn. Þar getur ýmislegt verið fyrir sem ekki sést. Og þá er bara eitt að gera, hægja verulega á eða stoppa þar til útsýnið verður aftur nægjanlegt. Það þykir hins vegar ekki stórmannlegt í íslenskri umferðarmenningu að draga úr hraða (að maður tali nú ekki um að stoppa) ef aðstæður til aksturs versna skyndilega. Slík varúð getur því sem best skapað aðra hættu. Aftanáakstur. Vanmat á aðstæðum getur verið undarlega áberandi. Ég átti fyrir allmörgum árum leið um Hvalfjörð í MJÖG dimmri þoku. Af því að ég er óttalega huglaus þá dró ég verulega úr hraða, talsvert niður fyrir hinn leyfilega hámarkshraða, enda skyggnið afar slæmt. Ég varð hins vegar umsvifalaust að farartálma fyrir samferðafólk mitt í Hvalfirðinum, sem ók hikstalaust framúr mér við þessar aðstæður. Annað hvort var þetta fólk allt saman skyggnt eða haldið áhættufíkn. Framúrakstur við þessar aðstæður var algerlega óverjandi. En slíkt vanmat er víst ekki séríslenskt fyrirbrigði. Þýsk athugun leiddi í leiddi í ljós að ökumenn flutningabíla á þýskum hraðbrautum óku oft það hratt í lélegu skyggni að þeir höfðu aðeins yfirsýn yfir þriðjung þeirrar vegalengdar sem þurfti til að stöðva flykkin sem þeir óku. Tveir þriðju stöðvunarvegalengdarinnar voru þeim huldir í þokunni. Frábært. Þetta er nú bara svona smáhugvekja um ábyrgð okkar allra undir stýri. Munum að það er í okkar höndum, hvers og eins, hvort "umferðarmenningin" verður menning eða ómenning. ÚH.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/toppslagur-i-korfubolta-i-kvold
Toppslagur í körfubolta í kvöld Þórsarar taka í kvöld á móti Val í toppslag 1. deildar í körfubolta og fer leikurinn fram kl. 19:15 í íþróttahúsinu við Síðuskóla. Þórsarar eru í vænlegri stöðu í efsta sæti deildarinnar með 12 stig eftir sex leiki, en Valur er í þriðja sæti með 10 stig eftir átta leiki. Á milli liðanna er Breiðablik með 10 stig eftir sjö leiki, en Þórsarar spila einmitt við Blikana eftir Valsleikinn. Hrafn Kristjánsson, þjálfari Þórs, sagði að í hans herbúðum biðu menn spenntir eftir leiknum, þetta væri toppslagur og gríðarlega mikilvægur leikur. ,,Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir Val, ef að þeir tapa þessum leik má segja að þeir séu úr myndinni hvað fyrsta sætið varðar, þannig að það má gera ráð fyrir að þeir selji sig dýrt." En eruð þið ekki nokkurn veginn búnir að klára deildina, þið hafið unnið alla ykkar leiki sannfærandi? ,,Við eigum einn leik á Breiðablik og það má segja að það séu þrír mjög erfiðir leikir eftir, þannig að það er alveg sá möguleiki fyrir hendi að að klúðra þessu, við megum ekki slaka á klónni. Ef við töpum þessum leik á föstudag setjum við okkur í slæma aðstöðu og þurfum að fara í þennan erfiða útileik á móti Breiðablik með fyrsta sætið í húfi," sagði Hrafn. Hann sagðist reikna með að hafa allan sinn mannskap tiltækan gegn Val, þrátt fyrir að ekki gangi allir fullkomlega heilir til leiks. Til dæmis á Óðinn Ásgeirsson í meiðslum en verður líklega með, ásamt því að Jón Orri Kristjánsson og Þorsteinn Húnfjörð eru tæpir vegna meiðsla. Nú var Kewin Sowell valinn besti útlendingurinn í stjörnuleik KKÍ sem fram fór nýlega, er hann ekki besti útlendingurinn sem spilar á Íslandi núna? ,,Ég ætla ekki alveg að úttala mig um það en að mínu mati er hann klárlega langbesti sóknarleikmaður í 1.deild, en hann er langt frá því að vera fullkominn leikmaður. Hann er ekki með mikið körfuboltalegt uppeldi og er alltaf að læra og bæta sig með hverjum deginum. En ég efast ekki um að hann myndi sóma sig fyllilega vel í úrvalsdeild."
https://www.vikubladid.is/is/frettir/kristbjorg-kristjansdottir-102-ara
Kristbjörg Kristjánsdóttir 102 ára Kristbjörg Kristjánsdóttir, sem nú dvelur á hjúkrunarheimilinu Seli á Akureyri, er 102 ára í dag, 18. janúar. Hún fæddist á Sveinseyri við Tálknafjörð árið 1905 og ólst þar upp. Foreldrar hennar voru hjónin Kristján Kristjánsson frá Mýri í Bárðardal, kennari, hreppstjóri og útvegsbóndi í Tálknafirði og síðar skógarvörður á Vöglum í Fnjóskadal, sonur Kristjáns Ingjaldssonar að Mýri í Bárðardal og Helgu Stefánsdóttur, föðursystur Stephans G. Stephanssonar skálds. Móðir Kristbjargar var Þórunn Jóhannesdóttir, Þorgrímssonar, sem var alkunur útvegsbóndi á Sveinseyri við Tálknafjörð og konu hans Ragnheiðar Kristínar Gísladóttur. Þau Þórunn og Kristján eignuðust ellefu börn og náðu níu þeirra fullorðinsaldri en tvö dóu í frumbernsku. Kristbjörg er nú ein eftirlifandi af systkinahópnum. Eiginmaður Kristbjargar var Jóhannes Eiríksson, hann er látinn. Hann var lengi ráðsmaður á Kristneshæli, en þar bjuggu þau hjónin um langt skeið áður en þau fluttust til Akureyrar. Áttu þau heimili við Þórunnarstræti alllengi, en síðustu árin áður en Jóhannes lést bjuggu þau í Víðilundi. Kristbjörg og Jóhannes eignuðust ekki börn, en ólu upp einn son. Kristbjörg hefur á liðnum árum dvalið á hjúkrunarheimilinu Seli. Heilsu hennar hefur hrakað nokkuð með aldrinum og er hún nær blind. Þegar hún var á aldarafmæli sínu spurð um ástæður langlífisins taldi hún helst „að það væri bölvuð Mýrarseiglan sem héldi í sér lífinu."