Search is not available for this dataset
url
stringlengths 21
288
| text
stringlengths 1
1.35M
|
---|---|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nemendur-i-fangelsi | Nemendur í fangelsi
Í dag fóru nemendur úr 5.bekk grunnskóla Akureyrarbæjar í heimsókn á lögreglustöðina þar sem þeir skoðuðu innviði hennar um leið og þeim var kynnt starf lögreglunnar. Þetta er fyrsti tíminn í ÞOR verkefninu en það stendur fyrir Þú Og Raunveruleikinn og er það samstarfsverkefni Lögreglunnar á Akureyri og Forvarnarfulltrúa Akureyrarbæjar.
ÞOR verkefnið er lífsleikniverkefni með það að markmiði að auka þroska og skilning á gildi góðrar hegðunar, ástundunar, laga og reglna. Með þessu móti er leitast við að styrkja sjálfsmynd nemendanna sem þurfa að vera undirbúnir fyrir ýmis áreiti og freistingar í lífinu. Í þessu augnamiði fara Þorsteinn Pétursson, lögreglumaður, og Bryndís Arnars, forvarnarfulltrúi Akureyrarbæjar, í sex heimsóknir í skólana og fjalla meðal annars um útivistarreglur, aga og ástundun náms, búðahnupl, skemmdarverk, stríðni og einelti, gildi þess að hrósa, samskipti og hópþrýsting. Nemendurnir vinna verkefni samhliða umræðunum og foreldrum verður sent bréf eftir hvern umræðutíma þar sem þeim er kynnt efni tímans og þeir hvattir til að halda umræðunni áfram heima fyrir.
Meðfylgjandi mynd var tekin í fangaklefa Lögreglustöðvarinnar á Akureyri fyrr í dag. Krakkarnir stilltu sér upp fyrir ljósmyndarann og sögðust aldrei vilja lenda þarna. Hver vill það svo sem? |
https://www.akureyri.is/is/frettir/husid-formlega-opnad | Húsið formlega opnað
Frá opun Hússins á Akureyri fyrr í dag.
Húsið, menningarmiðstöð unga fólksins á Akureyri, var formlega tekið í notkun kl. 16 í dag. Í Húsinu, sem áður hét Kompaníið og þar áður Dynheimar, verður nú hægt að kíkja í kaffi, vinna í góðu tölvuveri, leita sér upplýsinga um möguleika til náms og starfa innanlands og utan, vera í áhugaverðu klúbbastarfi, fara á námskeið af öllu tagi, æfa og sýna leikrit, halda tónleika og æfa fjöllistir.
Til að ungt fólk á Akureyri eignist raunverulegan afþreyingar- og samkomustað allra sem eru á aldrinum 16-25 ára, hefur verið stofnað húsráð sem í sitja fulltrúar frá HA, MA, VMA, Myndlistaskólanum, fulltrúi þess unga fólks sem er á vinnumarkaði, og svo Cirkus Atlantis og Leikklúbbsins Sögu en báðir þessir klúbbar starfa í Húsinu. Húsið hefur tekið stakkaskiptum innandyra. Þar er nú frábært sjónvarpshorn með góðum sófum, grjónapungum og púðum, 32” sjónvarp með heimabíói, dvd-spilara, myndbandstæki og gerfihnattadiski. Tölvuverið er ágætlega búið tölvum og tölvuleikjum og jafnframt er gert ráð fyrir að fólk geti komið með eigin tölvur og leigt pláss til að vinna á þær. Hægt er að lana á milli tölva, við höfum góða upplýsingatölvu og jafnframt er klippiaðstaða fyrir myndbönd og stuttmyndir í Tölvuverinu.
Í Húsinu er aðstaða fyrir klúbba og námskeið góð, annars vegar í stórum sal á annari hæð og hins vegar í kaffistofunni á fyrstu hæð. Þar eru poolborð, borðtennisborð og töfl fyrir þá sem vilja og hægt að kaupa sér ís, sælgæti, gosdrykki og kaffi á vægu verði. Aðstaða til tónleikahalds er góð sem og leiklistar og munu þessar listir verða stundaðar grimmt í vetur. Sérstök námskeiðaskrá fylgir þessari kynningu og er hér aðeins brot af þeim námskeiðum sem í boði verða í vetur í Húsinu sem og í samvinnu við skólana og fyrirtæki sem bjóða upp á námskeið.
Valgerður H. Bjarnadóttir, bæjarfulltrúi, tveir af fulltrúum unga fólksins og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, láta fara vel um sig í sjónvarpshorninu.
Samstarf Hússins við nemendafélög skólanna mun í framtíðinni leiða af sér spennandi uppákomur í menningar og tómstundalífi á Akureyri og fyrstu dæmi þess munu líta dagsins ljós strax á vormánuðum. Í Húsinu verða auk húsráðs, menningarráð, forvarnaráð og íþróttaráð og munu þessi ráð móta starfsemi hússins ásamt starfsmönnum. Húsráð Hússins á Akureyri á fulltrúa í stjórn Húsfélagsins sem er landsamband ungs fólks á aldrinum 16-25 ára. Húsfélagið var stofnað í lok júlí á þessu ári, að loknu ferðalagi ungs fólks úr einum 10 menningarmiðstöðvum ungs fólks, sem ýmist eru í rekstri eða eru að fara af stað.
Húsið verður opið alla virka daga frá 14-22 en auk þess munu klúbbar geta starfað á öðrum tímum. Tónleikar og aðrar uppákomur eru sérstaklega auglýstir og fylgja ekki endilega opnunartíma. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynningarfundur-og-foreldrafelag-i-ma | Kynningarfundur og foreldrafélag í MA
Kynningarfundur fyrir foreldra nýnema við Menntaskólann á Akureyri verður haldinn næsta laugardag kl. 14 og tveimur tímum síðar verður blásið til fundar þar sem áformuð er stofnun foreldrafélags við skólann.
Kynningarfundurinn sem ætlaður er foreldrum og forráðamönnum nýnema hefst klukkan 14.00 í Kvosinni, Sal skólans á
Hólum. Gengið er inn í Hóla frá bílastæði við Þórunnarstræti. Markmið fundarins er að kynna námið í skólanum og margs konar starf sem ætlað er að styðja við nýnema á fyrsta ári.
Dagskrá fundarins er þannig:
Jón Már Héðinsson skólameistari fjallar um starf skólans, stefnu og markmið.
Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir aðstoðarskólameistari fjallar um reglur um skólasókn og námsframvindu.
Alma Oddgeirsdóttir námsráðgjafi segir frá nemendavernd og kynnir umsjónarstarfið í 1. bekk.
Heimavistin, fyrstu skrefin í nýjum nemendagörðum.
Skólalífið. Fulltrúar nemenda í stjórn skólafélagsins Hugins kynna félagslífið í skólanum.
Fyrirspurnir og umræður.
Að þessari kynningu lokinni verður boðið upp á kaffiveitingar og sýningu á verkefnum og kennslugögnum auk þess sem umsjónarkennarar og stjórnendur verða til viðtals.
Stofnun foreldrafélags
Um klukkan 16 verður blásið til fundar sem ætlaður er foreldrum og forráðamönnum nýnema og jafnframt aðstandendum nemenda í 2. bekk. Þá er áformuð stofnun foreldrafélags við Menntaskólann á Akureyri. Með nýjum lögræðislögum frá 1997 þar sem lögræðisaldur ungmenna breyttist úr 16 árum í 18 skapaðist að mörgu leyti nýtt umhverfi í framhaldsskólum landsins. Fram að þeim tíma vou allflestir nemendur framhaldsskólanna lögráða og því ekki um formleg samskipti heimilis og skóla að ræða. Nú ber framhaldsskólum aftur á móti að upplýsa forráðamenn ólögráða nemenda um gengi þeirra og ástundun.
Harpa Jörundardóttir enskukennari mun kynna niðurstöður lokaverkefnis er hún og fleiri nemendur í uppeldis- og kennslufræði við HA unnu sl. skólaár. Ber verkefnið heitið Eru foreldrar ónýt eða ónýtt auðlind í skólastarfi og byggir á spurningakönnunum er lagðar voru fyrir foreldra og nemendur í MA, sem og skólastjórnendur og námsráðgjafa í öðrum skólum á framhaldsskólastigi. Síðan verður gengið til stofnunar foreldrafélags og kjörin stjórn. Menntaskólinn á Akureyri væntir þess að foreldrar og forráðamenn nemenda í 1. og 2. bekk fjölmenni og taki þátt í þessu mikilvæga starfi. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/vidtalstimar-baejarfulltrua-2003-2004 | Viðtalstímar bæjarfulltrúa 2003-2004
Lögð hefur verið fram áætlun um viðtalstíma bæjarfulltrúa á Akureyri fyrir tímabilið október 2003 til maí 2004. Í viðtalstímum gefst bæjarbúum kostur á að hitta fulltrúa sína í bæjarstjórn og ræða þau málefni sem hæst ber hverju sinni. Áætlunin er þessi:
ÁÆTLUN UM VIÐTALSTÍMA BÆJARFULLTRÚA OKTÓBER 2003 - MAÍ 2004
Fundarstaður: Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi ? Geislagötu 9
Tímasetning: 17.00 ? 19.00
27. október
2003
Jakob Björnsson
Oktavía Jóhannesdóttir
10. nóvember
2003
Þórarinn B. Jónsson
Gerður Jónsdóttir
24. nóvember
2003
Kristján Þór Júlíusson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
8. desember
2003
Valgerður H. Bjarnadóttir
Jóhannes G. Bjarnason
12. janúar
2004
Oddur Helgi Halldórsson
Þóra Ákadóttir
26. janúar
2004
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
9. febrúar
2004
Jakob Björnsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
23. febrúar
2004
Kristján Þór Júlíusson
Jóhannes G. Bjarnason
8. mars
2004
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Gerður Jónsdóttir
22. mars
2004
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
26. apríl
2004
Þórarinn B. Jónsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
10. maí
2004
Valgerður H. Bjarnadóttir
Þóra Ákadóttir
24. maí
2004
Jakob Björnsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Fyrirvari er gerður um viðtalstímana í janúar - möguleiki á breytingu vegna tilfærslu á fundi bæjarstjórnar í mánuðinum! |
https://www.akureyri.is/is/frettir/adstandendur-homma-og-lesbia-hittast | Aðstandendur homma og lesbía hittast
Foreldrar og aðrir aðstandendur lesbía og homma á Akureyri og annars staðar á Norðurlandi stefna að því að hittast einu sinni í mánuði í vetur. Fyrsti fundur verður í Sigurhæðum á Akureyri kl. 20.00 í kvöld. Hópnum er ætlað að vera óformlegur fræðslu- og sjálfsstyrkingarhópur nánustu aðstandenda homma og lesbía svo þeir geti betur höndlað þann veruleika að eiga samkynhneigða ættingja og jafnframt verið þeim betri bakhjarlar en ella. Stefnt er að því að fá af og til sérfræðinga til að flytja stutt erindi og svara áleitnum fyrispurnum. Á fyrsta fundinn kemur Harpa Njáls, félagsfræðingur, sem um árabil hefur stýrt samtökum foreldra og aðstandenda samkynhneigðra í Reykjavík. Foreldrar og aðstandendur samkynhneigðra á Akureyri og annars staðar á Norðurlandi eru velkomnir á fundinn. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/framkvaemdastjorn-northern-forum-i-heimsokn | Framkvæmdastjórn Northern Forum í heimsókn
Framkvæmdastjórn Northern Forum er þessa dagana í heimsókn á Akureyri og heldur fundi hér í tengslum við ráðstefnu um upplýsingatækni á norðurslóðum sem stendur yfir á mánudag og þriðjudag. Framkvæmdastjórnin fór í útsýnisferð um Akureyri á sunnudagsmorgun og átti að því loknu gagnlegan fund með bæjarfulltrúum og embættismönnum bæjarsins. Northern Forum eru frjáls samtök fylkja og svæða á norðurhveli jarðar, en einnig eiga nokkur fyrirtæki og samtök aðild að þeim. Akureyri hefur átt aðild að samtökunum frá árinu 2002. Höfuðstöðvar eru í Anchorage í Alaska. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Northern Forum. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/upplysingataekniradstefna-hafin | Upplýsingatækniráðstefna hafin
Núna kl. 9 hefst á Akureyri stór ráðstefna um upplýsingatækni á norðurslóðum sem haldin er í Oddfellowhúsinu. Ráðstefnan er skipulögð af Norðurskautsráðinu og stendur í tvo daga. Þátttakendur á ráðstefnunni eru vel á annað hundrað, bæði innlendir og erlendir. Á ráðstefnunni verður lögð sérstök áhersla á fjarkennslu og fjarlækningar. Nánari upplýsingar er að finna hér.
Mikill fjöldi fólks er í bænum af þessu tilefni og þar á meðal er hópur blaðamanna sem hyggst kynnast bæjarlífinu um leið og fylgst er með dagskrá ráðstefnunnar. Blaðamennirnir voru á ferð um Akureyri í gærdag og fóru einnig til Mývatnssveitar að leita myndefnis. Þeir eru frá Finnlandi, Danmörku, Noregi, Grænlandi og Rússlandi.
Hópurinn skoðaði meðal annars vatnaparadís Akureyringa, sundlaugarsvæðið við Þingvallastræti.
Við skíðasvæðið í Hlíðarfjalli voru teknar yfirlitsmyndir af bænum í heldur þungbúnu veðri. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/japanskir-fjarfestar-a-akureyri | Japanskir fjárfestar á Akureyri
Fulltrúar frá japönskum fyrirtækjunum JCC (Japan Capacitor Industrial) og NLM (Nippon Light Metal) voru á ferð á Akureyri á dögunum til að skoða aðstæður fyrir mögulega byggingu á álþynnuverksmiðju. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hafði umsjón með heimsókninni til Akureyrar en Sendiráð Íslands í Japan hefur haft veg og vanda af undirbúningi heimsóknarinnar til Íslands og flestu því sem verkefninu tengist í samstarfi við Fjárfestingarstofu-orkusvið. Sá staður á Akureyri sem kæmi til greina fyrir verksmiðjuna er iðnaðarlóðin Rangárvellir. Fulltrúar japönsku fyrirtækjanna dvöldu hér í nokkra daga og áttu viðræður við bæjaryfirvöld og hagsmunaaðila, auk þess sem þeir skoðuðu sig um hér á svæðinu.
Framleiðslan hér á landi yrði í grófum dráttum þannig að fluttar væru inn álþynnur frá Asíu. Þær væru þræddar í gegnum vélar með sýruböðum og síðan vafnar upp aftur og fluttar til frekari úrvinnslu til Kína eða Japans, má því segja að framleiðsluferlið líkist prentiðnaði um margt. Í Asíu væru síðan framleiddir rafmagnsþéttar úr álþynnunum sem eru síðan notaðir í flestum rafeindatækjum. Markaður fyrir rafmagnsþétta úr áli hefur vaxið stöðugt undanfarin ár og er búist við framhaldi á því þar sem ál er talinn heppilegasti málmurinn sem hægt er að nota í þéttana í dag.
Verksmiðjan yrði nokkuð orkufrek en í fyrsta áfanga er áætluð orkuþörf um 25MW og líklega skapast um 50-60 störf, aðallega fyrir tæknimenntað fólk.
Ísland hefur verið valið úr hópi fjöldamargra landa sem til greina komu vegna byggingar verksmiðjunnar. Akureyri ásamt Helguvík og Straumsvík eru einu staðirnir sem til skoðunar eru og því er óhætt að segja að aðstæður hér á Akureyri séu á heimsmælikvarða.
Frétt af www.afe.is |
https://www.akureyri.is/is/frettir/10-ara-afmaelistonleikar-sinfoniunnar | 10 ára afmælistónleikar Sinfóníunnar
Næsta sunnudag heldur Sinfóníuhljómsveit Norðurlands tónleika í Akureyrarkirkju kl. 16. Með þessum tónleikum heldur hljómsveitin upp á 10 ára afmæli sitt, en fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar voru í október 1993. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir J. Haydn, M. deFalla, Z. Kodaly og G. Bizet. Einleikari á tónleikunum er trompetleikarinn Ásgeir H. Steingrímsson. Ásgeir fæddist á Húsavík og hóf sitt tónlistarnám þar. Hann lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1979 og stundaði síðan framhaldsnám við Mannes College of Music í New York. Síðan 1985 hefur Ásgeir verið fastráðinn trompetleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einnig kennir hann við Tónlistarskóla FÍH og Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann hefur margoft komið fram sem einleikari með Kammersveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ásgeir var einleikari með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á Menningarhátíð í Mývatnssveit í júní 2002.
Trompetkonsertinn eftir Joseph Haydn sem Ásgeir leikur á tónleikunum er eitt vinsælasta verk sem samið hefur verið fyrir þetta kröftuga blásturshljóðfæri. Haydn samdi konsertinn í Vínarborg árið 1796.
Eftir Zoltán Kodaly flytur hljómsveitin “Dansa frá Galanta” og er verkið byggt á minningum hans frá æskuslóðum.
El amor Brujo eða Amor galdrakarl eftir Manuel deFalla er byggt á þjóðsögu frá Andalúsíu þar sem segir frá fagurri tatarastúlku Candélas. Hinn látni elskhugi hennar, sem í lifanda lífi var hrottafenginn, samviskulaus tatari, sem aldrei gat staðist fagrar stúlkur á meðan hann lifði, er nú fullur afbrýði út í Camélo, hinn nýja elskhuga Candélasar.
Eftir G. Bizet verður flutt lítil svíta fyrir hljómsveit, Jeux d'enfants sem hann samdi árið 1871. Upphaflega samdi hann verkið, sem saman stóð af 12 smálögum, fyrir tvö píanó. Hann umritaði fimm af þessum tólf lögum fyrir hljómsveit nokkrum mánuðum síðar og voru þau gefin út undir sama nafni, Jeux d'enfants eða Barnaleikir. Eins og nafn verksins gefur til kynna, kallar tónlistin fram í huganum myndir ýmissa barnaleikja.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heldur upp á 10 ára afmæli sitt um þessar mundir, en hún hélt sína fyrstu tónleika 24. október 1993. Hljómsveitin er að mestu skipuð hljóðfæraleikurum af Norðurlandi og stjórnandi á tónleikunum í Akureyrarkirkju er Guðmundur Óli Gunnarsson, en hann er aðalstjórnandi hljómsveitarinnar. Á þessum 10 árum hefur hljómsveitin haldið að meðaltali 5 tónleika á ári auk fjölda tónleika sem hljómsveitin heldur árlega í grunnskólum á Norðurlandi.
Guðmundur Óli lauk prófi í hljómsveitarstjórn frá Tónlistarháskólann í Utrecht í Hollandi og stundaði síðan framhaldsnám hjá Jorma Panula í Helsinki. Hann hefur starfað sem hljómsveitarstjóri með Sinfóníuhljómsveit Íslands, bæði á tónleikum og við upptökur. Einnig hefur hann komið fram sem stjórnandi Kammersveitar Reykjavíkur, Íslensku hljómsveitarinnar og er fastur stjórnandi CAPUT. Hann hefur stjórnað frumflutningi verka margra tónskálda, stjórnað óperuuppfærslum svo og kórum og hljómsveitum áhugamanna og nemenda. Guðmundur Óli hefur verið aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands frá stofnun hennar. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/krullad-i-koben | Krullað í Köben
Krulldeild Skautafélags Akureyrar heldur til Kaupmannahafnar fimmtudaginn 6. nóvember og tekur þátt í vinsælli bikarkeppni þar í landi. Níu leikmenn, ásamt fylgdarliði, fara út með beinu flugi Air Greenland og koma til baka mánudaginn 10. nóvember. Ferðinni er heitið til Tårnby í útjaðri Kaupmannahafnar þar sem Tårnby Cup fer fram dagana 7.-9. nóvember. Það er að sjálfsögðu Johannes Jensen, altmuligmand í Tårnby Curling Club, sem á heiðurinn og hugmyndina að því að akureyrska liðið fari þessa ferð.
Eftir heimsókn og þátttöku fjögurra Akureyringa í Öresund Cup í Tårnby í apríl og heimsókn Johannesar og félaga til Akureyrar í byrjun maí fékk Kurldeild SA boð um að senda tvö lið á þetta vinsæla mót þar sem færri komast að en vilja. Þrjátíu lið eru skráð til keppni og koma þau frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Bretlandi og hugsanlega fleiri löndum. Svo eftirsótt er þetta mót að mótshaldarar hafa það fyrir reglu að nokkur efstu liðin ár hvert fái ekki að koma aftur að ári!
Athygli er vakin á því að Krulldeild SA hefur nýverið opnað sinn eigin vef á slóðinni www.icehockey.is/curling þar sem er að finna upplýsingar um íþróttina, úrslit móta og síðast en ekki síst reglulegar fréttir af starfsemi deildarinnar - sem er vel að merkja sú eina sinnar tegundar á Íslandi þrátt fyrir að nú séu til staðar þrjár skautahallir í landinu. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/frumsyning-hja-la-i-kvold | Frumsýning hjá LA í kvöld
Leikfélag Akureyrar frumsýnir í kvöld leikritið Ástarbréf eftir A.R. Gurney, vel þekktan og margverðlaunaðan bandarískan höfund. Sýnt verður í Ketilhúsinu. Verkið er samið 1989. Það var sýnt í Þjóðleikhúsinu 1993. Þá léku Gunnar Eyjólfsson og Herdís Þorvaldsdóttir hlutverkin tvö í verkinu við miklar vinsældir. Þetta verk hefur verið sýnt um allan heim og má segja að það sé ný-sígilt í þeim skilningi að það er leikið aftur og aftur með nýjum og nýjum leikurum.
Verkið fjallar um samband tveggja einstaklinga ævina á enda í gegnum bréfaskriftir. Andrew og Melissa byrja að skrifast á sem börn. Hann verður lögfræðingur en hún listamaður. Sterk ástarsaga einstaklinga sem ætíð ná saman í gegnum bréfaskriftirnar en gengur misjafnlega vel að fóta sig í lífinu sem og að hitta hvert annað. Verkið er listilega vel skrifað og hefur hlotið mikið lof gangrýnenda. Einfalt í umgjörð, ríkt af innihaldi.
Leikarar eru Þráinn Karlsson og Saga Jónsdóttir. Þýðinguna gerði Úlfur Hjörvar en listrænn ábyrgðarmaður er Þorsteinn Bachmann.
Næstu sýningar eru á morgun kl. 20 og föstudagskvöldið 31. október kl. 20. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/sos-hjalp-fyrir-foreldra | SOS hjálp fyrir foreldra
Í næstu viku hefjast hin vinsælu SOS námskeið hér á Akureyri. Þau eru ætluð foreldrum barna á aldrinum 2-12 ára en einnig kennurum, leikskólakennurum og öðrum sem vinna með börnum og foreldrum. Markmiðið með námskeiðunum er að kenna þátttakendum að hjálpa börnum að bæta hegðun sína og stuðla að tilfinningalegri og félagslegri aðlögun þeirra. Arnfríður Kjartansdóttir, sálfræðingur á Fjölskyldudeild kennir á námskeiðunum sem eru 2,5 klst. í 6 skipti, einu sinni í viku. Fyrsta námskeiðið hefst sem áður segir í næstu viku. Þátttökugjald er 18.000 kr. fyrir fagfólk og hjón (par) en 13.000 kr. fyrir einstaklinga (foreldri). Athygli er vakin á því að mörg stéttarfélög greiða niður hluta námskeiðsgjaldsins. Skráning á námskeiðið er í afgreiðslu fjölskyldudeildar bæjarins í síma 460 1420. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/jardgong-i-naustahverfi | Jarðgöng í Naustahverfi?
Vinnuhópur er að skoða ýmsa fleti á samgöngumálum innanbæjar, m.a. hvernig best verður að leysa umferðarmál að og frá Naustahverfi. Starfsmenn VST á Akureyri eru að skoða hvort jarðgöng geti verið raunhæfur möguleiki til að leysa umferðarmálin, en ef af verður yrðu göngin um 600 metra löng. Gangamunni yrði við Hafnarstræti, skammt norðan við Samkomuhús bæjarins, þaðan inn í brekkuna og undir Lystigarðinn og þaðan syðst að Tónatröð, neðan við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Þaðan kæmi svo vegur upp að Þórunnarstræti.
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, sagði flest benda til að núverandi vegtengingar myndu ekki anna þeirri umferð sem gera má ráð fyrir að verði á milli þessara bæjarhluta er fram líða stundir. "Annars hef ég nú stundum haldið því fram að við mættum vera þolinmóðari í umferðinni. Ég sé ekki allan mun á að bíða í tvær eða fimm mínútur, það breytir engu. Þetta eru ekki slíkar vegalengdir eða tími sem menn eru að glíma við hér," sagði Kristján Þór. Hann sagði að sá kostur yrði á endanum ofan á sem hagkvæmastur þætti og skilaði því sem til væri ætlast.
Frétt af www.mbl.is |
https://www.akureyri.is/is/frettir/nytt-blomaskeid-a-akureyri | Nýtt blómaskeið á Akureyri
Í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins birtir Ásgeir Jónsson, hagfræðingur, grein sem hann nefnir Nýtt blómaskeið að hefjast á Akureyri? Við fengum leyfi Viðskiptablaðsins til að birta greinina hér á Akureyri.is.
Nýtt Blómaskeið að hefjast á Akureyri?
eftir Ásgeir Jónsson
Akureyri er eina verulega þéttbýlið utan höfuðborgarsvæðisins en stærð bæjarins hefur samt nær staðið í stað síðustu 50 árin ef miðað er við hlutdeild bæjarins af íbúum landsins. (sjá mynd 1). Bærinn óx mjög hratt á fyrri hluta tuttugustu aldar og náði því marki árið 1943 að hafa 5% þjóðarinnar innan sinna marka en síðan hefur hálfgerð stöðnun tekið við. Af einhverjum ástæðum hægði verulega á vexti bæjarins eftir 1950 og bænum hefur hnignað sem þéttbýliskjarna á síðustu tveim áratugum ef miðað er við íbúahlutdeild. Vitaskuld hefur fólki fjölgað á Akureyri á þessum tíma en vöxtur bæjarins hefur vart haldið í við almenna fólksfjölgun í landinu. Svo virðist sem 6% íbúahlutdeild sé eins konar glerþak sem bærinn hefur ekki getað brotist í gegn og á síðustu tveim áratugum hefur bærinn verið að færast aftur nær 5% íbúahlutdeild.
Í þessu framhaldi hlýtur að vera viðeigandi að velta fyrir sér hvaða vaxtarmöguleika Akureyri hafi raunverulega á næstu áratugum og hvort bærinn geti endurheimt eitthvað af sínum fyrri krafti. Því er til að svara að möguleikar bæjarins líta betur út núna heldur en verið hefur um langt skeið. Þetta má greina með ýmsum hætti, s.s. miklum fjölda nýbygginga, en það sem gefur líklega gleggsta mynd er að skoða flutning fólks á milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins (sjá mynd 2). Ef miðað er fólksflutninga á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins 2003 hafa þau tímamót gerst að Akureyri hefur jákvæðan flutningsjöfnuð við höfuðborgarsvæðið, þ.e. fleiri flytja norður en suður. Þetta stafar af atburðum sem hafa átt sér stað bæði á Akureyri og í Reykjavík. Akureyringar hafa tekið margar réttar ákvarðanir á síðustu árum sem eru nú farnar að borga sig upp. Þá hefur minni flutningskostnaður séð til þess að allt Eyjafjarðarsvæðið hefur orðið ein samþætt búsetuheild. En almennt séð hefur samkeppnisstaða Akureyrar gagnvart Reykjavík verið að batna. Innreið lágvöruverslana þar nyrðra hefur lækkað matvöruverð til jafns við það sem þekkist syðra en á sama tíma hefur hærra fasteignaverð, aukin umferð og launaskrið í Reykjavík styrkt samkeppnisstöðu Akureyrar í ýmsum greinum. Nú gætu þær aðstæður skapast að Akureyri hafi raunverulegt kostnaðarhagræði í samanburði við höfuðborgarsvæðið og muni rísa á ný!
Veldi Akureyrar
Veldi Akureyri byggðist upphaflega á því að bærinn var miðstöð fyrir bæði Norður- og Austurland og tengdi saman hinar dreifðu byggðir meðfram ströndinni - allt frá Húnaflóa til Seyðisfjarðar - með sjósamgöngum. Akureyri varð verslunar- og þjónustumiðstöð fyrir þessi svæði og þaðan var siglt beint til útlanda með framleiðsluvörur Norðlendinga og Austfirðinga og neysluvörur sóttar í staðinn. Svo má segja að á þeim tíma hafi Reykjavík og Akureyri skipt landinu á milli sín en hár flutningskostnaður verndaði höfuðstað Norðurlands fyrir samkeppni að sunnan. Þetta tók að breytast þegar strandsiglingar lögðust niður eftir seinna stríð og bættar vegasamgöngur urðu til þess að áhrifasvæði höfuðborgarinnar fór að teygjast lengra og lengra norður. En lækkandi flutningskostnaður hefur smám saman gert landið að einu markaðssvæði á síðustu áratugum.
Akureyringum tókst að bregðast að einhverju leyti við þessu með iðnvæðingu. Hér var bæði um að ræða verksmiðjur sem framleiddu til útflutnings - af þeim voru Sambandsverksmiðjurnar fyrirferðarmestar - en einnig óx upp mikið af iðnaði sem þjónaði heimamarkaði - framleiddi sælgæti, gos, sjampó og skó, svo dæmi sé tekið. Líklega er það þessum iðnaði að þakka að bærinn átti stutt blómaskeið á áttunda áratugnum (sjá mynd 1). Þessi iðnaður lenti síðan í miklum vandræðum eftir 1980. Akureyrskur iðnaður átti hvort tveggja í senn erfitt með að keppa við láglaunalönd í Asíu á útflutningsmörkuðum og á heimamarkaði reyndust reykvísk fyrirtæki þung í skauti. Af þeim sökum var stórum hluta af iðnaði þeirra Akureyringa rutt til hliðar á níunda áratugnum með sameiningum eða gjaldþrotum. (Ein afleiðing af iðnaðarhnignun Akureyrar var þegar bruggverksmiðja Sanitas var flutt til Pétursborgar á vegum þeirra Björgólfsfeðga, en það er önnur saga).
Frá kreppu til viðreisnar
Það er því ekki að undra að höfuðstaður Norðlendinga væri í hálfgerðri kreppu eftir 1990 þar sem beðið var eftir álveri sem aldrei kom og fólk flutti í hundraðatali til Reykjavíkur næstu ár á eftir (sjá mynd 2). Þessi búferlaflutningar hafa hins vegar snúist við á síðari árum, ekki aðeins vegna þess að færri Akureyringar hafa viljað flytja heldur einnig vegna að fleiri höfuðborgarbúar hafa sóst eftir því að fara norður. Það sem gerðist er líklega tvíþætt.
Í fyrsta lagi heppnaðist norðanmönnum að nýta sér sína gamalgrónu iðnaðarhefð til þess að ná árangri í fiskvinnslu. Það er í sjálfu sér ekki skrýtið í ljósi þess að með bættum samgöngum er fiskvinnsla orðin eins og hver annar iðnaðar þar sem hráefni er keyrt á milli landsfjórðunga. Og fiskiðnaður hefur í auknum mæli verið að færast inn til Eyjafjarðar frá mörgum smærri byggðarlögum. Í öðru lagi hefur norðanmönnum heppnast ótrúlega vel að breyta um áherslur í atvinnulífi og búsetu í takt við nýja tíma. Að hluta til má greina áhrif menntastofnana, einkum háskólans og fylgistofnana hans, sem hafa gert bænum kleift að byggja upp mannauð og menntun sem er forsendan fyrir því að tekjuhá störf geti skapast á Akureyri. En einnig má greina annan og betri skilning á því hvað geri bæi eftirsóknarverða til búsetu. Samkeppnin við Reykjavík um fólk snýst ekki aðeins um framboð á atvinnu heldur einnig um framboð á ýmsum lífsgæðum eftir að vinnu lýkur. Ýmsir hlutir, s.s. uppbygging Listagils, kaffihús og auknir afþreyingarmöguleikar hafa einfaldlega styrkt Akureyri sem búsetustað með fjölbreyttum lífsgæðum.
Akureyri mun rísa
Hægt væri að nefna fleiri dæmi um það sem Akureyringar - og reyndar Eyfirðingar - hafa gert rétt á síðustu árum. Til að mynda er aðdáunarvert hvernig KEA hefur stigið til hliðar frá því að vera í vonlausri samkeppni við einkageirann og til þess að verða fjárfestingar- og nýsköpunarsjóður fyrir byggðina. Það sem skiptir þó líklega helst máli fyrir vöxt Akureyrar er að margar réttar ákvarðanir, sem teknar voru eftir hrun iðnaðarins þar nyrðra og tálvonir um álver urðu að engu, eru einfaldlega farnar að borga sig. Því til viðbótar hefur stærð Reykjavíkur nú í fyrsta skipti farið yfir þau krítísku mörk sem þarf til þess ýmsir fráhrindikraftar fara nú að hafa áhrif, s.s. hærra fasteignaverð, meiri umferðarþungi og annar stórborgarbragur sem fælir fólk frá. Eyjafjörður og Akureyri eru að öðlast samkeppnisforskot fyrir ýmsar tegundir atvinnu og að verða betri valkostur til búsetu. Af öllum sólarmerkjum að dæma virðast möguleikar bæjarins betri nú í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar en verið hefur um langt skeið.
Höfundur er hagfræðingur
Heimasíða: http://www.hi.is/~ajonsson/
Mynd 1. Íbúar á Akureyri sem hlutfall af heildarfólksfjölda á Íslandi frá 1992 til 2002.
Heimild: Hagstofa Íslands
Mynd 2. Þau tímamót hafa gerst á fyrstu þremur ársfjórðungum 2003 að fleiri flytja frá höfuðborgarsvæðinu til Akureyrar.
Heimild: Hagstofa Íslands. Fólksflutningar á fjórða ársfjórðungi 2003 hafa verið áætlaðir af greinarhöfundi í samræmi við þróun þriggja ársfjórðunga á undan. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/menntasmidjan-i-evropusamstarfi | Menntasmiðjan í Evrópusamstarfi
Menntasmiðjan á Akureyri hefur á undanförnum árum verið þátttakandi í verkefnum á vegum Sókrates og Leonardo áætlana Evrópusambandsins. Um þessar mundir er það verkefnið FLENOFHS (Promotion of flexible learning through the European network of Folk High Schools) en þar er það sveigjanleiki óhefðbundins náms sem er umfjöllunarefnið.
Í gegn um þetta Evrópusamstarf hefur Menntasmiðjan á Akureyri og aðrar Menntasmiðjur á Íslandi sem starfa eftir sömu hugmyndafræði (Second Chance School for Women) verið valdar sem dæmi um verkefni sem til fyrirmyndar er (example of best practice) og skoðað verður sérstaklega.
Fyrir Menntasmiðjur á Íslandi er þetta afar mikilvæg viðurkennig sérstaklega vegna þess að flestar þeirra berjast í bökkum við að afla fjármagns til rekstrarins. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/aevintyradansleikhus-barna | Ævintýradansleikhús barna
Ævintýradansleikhús barna á Akureyri verður með sýningu í búðarglugga Pennans/Bókvals á næsta föstudag kl. 17.00. Þetta er annað árið í röð sem þær Arna Valsdóttir og Anna Richardsdóttir standa fyrir námskeiði af þessu tagi fyrir börn, en þær hafa báðar getið sér gott orð í listalífinu sem og við kennslu á kennarabraut við Háskólann á Akureyri og í leikskólum.
Fjölmörg börn taka þátt í Ævintýraldanseikhúsi barna og í september sl. setti hópurinn upp fyrstu sýningu vetrarins í glugga tískuverslunarinnar Centro í miðbæ Akureyrar. En það er einmitt eitt af markmiðum Ævintýradansleikhússins, að það sé sýnilegt almenningi og stuðli að auknu menningarlífi í miðbæ Akureyrar. Ráðgert er að vera með leiksýningar í gluggum miðbæjarins síðasta föstudag hvers mánaðar auk þess sem vegleg jólasýning verður í desember. Þess skal getið að Ævintýradansleikhús barna er í samvinnu við Leikfélag Akureyrar.
Sjáumst í glugganum! |
https://www.akureyri.is/is/frettir/frettir-af-heilsufari | Fréttir af heilsufari
Inflúensa af A-stofni greindist á Akureyri nokkrum dögum áður en byrjað var að bólusetja og er hún óvenju snemma á ferðinni. Að öllu jöfnu kemur hún ekki til landsins fyrr en í desember. Bólusetning hófst á heilsugæslustöðinni fyrir rúmlega viku og gekk mikið á fyrstu dagana. Fyrstu þrjá dagana var helmingur allra sem í venjulegu árferði fá bólusetningu sprautaður en alls hafa um 2500 manns verið bólusettir á svæðinu. Virðist sem flensan fari sér hægt af stað á Akureyri enn sem komið er. Ekki er ólíklegt að annar faraldur komi seinna í vetur.
Ýmsar kvefpestir aðrar en inflúensa ganga þessa dagana eins og venjan er á haustin. Helsti munurinn á kvefpest og inflúensu er sá að inflúensueinkennin kom hratt fram, hitinn er hár og stendur yfir í nokkra daga, beinverkir og höfuðverkir eru meiri en með kvefi en einkenni frá nefi eru oft lítil. Fólk verður almennt mun veikara af inflúensu en kvefpestum og veikindin taka lengri tíma. Heilu fjölskyldurnar eða bekkjardeildirnar leggjast í einu.
Helstu ráð við inflúensu eru að fara vel með sig, drekka vel af vatni og taka parasetamol við beinverkjum og höfuðverk ef með þarf.
Ástæða er til að benda þeim, sem eiga eftir að láta bólusetja sig við inflúensu, að gera það strax, því bóluefni er að ganga til þurrðar. Bólusett verður til mánaðamóta á HAK á 5. hæð í hádeginu. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/sidasta-syningarhelgi-1 | Síðasta sýningarhelgi
Sunnudaginn 2. nóvember lýkur sýningunum Þjóð í mótun: Ísland og Íslendingar fyrri alda og Abbast upp á Akureyri í Listasafninu á Akureyri, en þær voru settar upp í tilefni af tíu ára afmæli safnsins.
Sýningin Þjóð í mótun er unnin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands, sem nú er 140 ára, og var ákveðið að minnast tímamótanna með þessu sameiginlega framtaki. Í vestursal safnsins sýna hins vegar Erla S. Haraldsdóttir, nýjasti verðlaunahafi Listasjóðs Pennans, og Bo Melin frá Svíðþjóð hvernig Akureyrarbær gæti litið út í óræðri framtíð ef þar byggju í kringum 700 þúsund manns, en sú sýning ber heitið Abbast upp á Akureyri eins og áður segir.
Þetta er í fyrsta sinn sem verk í eigu Þjóðminjasafnsins eru sýnd í listasafni og í fyrsta sinn sem þessir munir eru sýndir norðan heiða. Eins og kunnugt er hefur Þjóðminjasafnið verið lokað almenningi undanfarin fimma ár vegna umfangsmikilla breytinga. Norðlendingar fengu forskot á sæluna og geta nú skoðað margt af því besta sem Þjóðminjasafnið hefur að geyma.
Flest af því sem minjasöfn sýna og varðveita flokkast ekki til listmuna heldur margvíslegra minja sem bera lifnaðarháttum fyrri tíma vitni. Með því að sýna þessa gripi í Listasafninu á Akureyri er reynt að blása sagnarykinu af þeim og skoða þá í öðru samhengi en menn eiga að venjast, sem sérstaka listmuni. Flest þessara merku verka eru frá 17. og 18. öld, en þau elstu er frá miðri 16. öld.
Aðalstyrktaraðili sýningarinnar er Norðurorka. LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI er opið frá 12 til 17 alla daga nema mánudaga.
Aðgangseyrir er kr. 350. Frítt á fimmtudögum. Frítt fyrir börn og eldri borgara. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/baett-lysing-i-hlidarfjalli | Bætt lýsing í Hlíðarfjalli
Í haust hefur verið unnið að bættri lýsingu í Hlíðarfjalli og kemur það til með að bæta til mikilla muna aðstöðu almennings og keppnisfólks. Settir hafa verið upp 13 nýir staurar við svokallaðan Suðurbakka en á hvern þeirra er hægt að festa þrjá kastara sem gefa góða flóðlýsingu. Einnig hafa stórtækar vinnuvélar verið notaðar til að flytja til jarðveg og fjarlægja stórgrýti úr skíðaleiðum. Suðurbakkinn, Norðurbakkinn og leiðin út Dalinn hafa verið lagaðar og Andrésar-brekkan svokallaða var sléttuð á drjúgum kafla. Snjórinn sem kom um daginn er góður grunnur fyrir veturinn þegar hann sígur og sest í brekkurnar. Gera menn sér vonir um að framundan sé góður skíðavetur á Akureyri. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/liftaeknitryllir-i-deiglunni | Líftæknitryllir í Deiglunni
Í kvöld verður bókmenntaupplestur með einum vinsælasta rithöfundi Þýskalands, Tönju Kinkel, kl. 20.30 í Deiglunni. Í sögulegum skáldsögum sínum hefur Tanja sýnt fram á að sagnfræðileg viðfangsefni og spenna geta vel farið saman. Í nýjustu bók sinni „Götterdämmerung“ („Ragnarök“) snýr hún sér hins vegar að samtímanum en byggir hina spennandi sögu á umfangsmikilli rannsóknarvinnu. Hér eru staðreyndirnar geigvænlegri en fantasían gæti nokkurn tímann orðið.
Rannsóknarblaðamaður nokkur rekst á undarlegar staðreyndir: Í Alaska býr stórsnjall erfðafræðingur ásamt dóttur sinni í ofurrannsóknarstofu, algerlega einangraður frá umheiminum. Lyfjarisi frábiður sér öll afskipti af málum sínum og hikar ekki við að beita hótunum. Ungri konu er haldið fanginni í þágu vísindanna. Það kviknar ást en elskendurnir eru þegar það flæktir í lífshættulegt samsæri atvinnulífs, hers og stjórnmálamanna að ekki verður aftur snúið og þeim verður ljóst að mannkynsins bíða skelfilegir hlutir vegna misnotkunar á vísindarannsóknum. Parið hefur því baráttu gegn hinum sjálfskipuðu guðum en veit ekki að því sjálfu er bráð hætta búin. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/air-greenland-haettir | Air Greenland hættir
Air Greenland hefur ákveðið að hætta áætlunarflugi á flugleiðinni milli Akureyrar og Kaupmannahafnar og verður síðasta ferðin þann 1. desember nk. Væntingar sem Air Greenland gerði til þessa áætlunarflugs hafa ekki gengið eftir, hvorki í fjölda farþega né fragtflutningum. Einnig er sýnt að á næsta ári mun samkeppni í flugi milli Íslands og Danmerkur aukast. Air Greenland hefur flogið tvisvar í viku milli Akureyrar og Kaupmannahafnar frá 28. apríl sl. Farþegafjöldi hefur ekki verið í takt við væntingar félagsins og í ljósi þess að Iceland Express hefur ákveðið að fjölga ferðum milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar um helming á næsta ári er fyrirséð að flugleiðin milli Akureyrar og Kaupmannahafnar á enn frekar í vök að verjast. Þá hefur Icelandair lækkað verulega verð farmiða á flugleiðinni milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar. Erfitt hefur verið fyrir Air Greenland að keppa við þessi lágu fargjöld og er ljóst að margir Norðlendingar hafa frekar kosið að fara til Keflavíkur og fljúga með Iceland Express eða Icelandair en að fljúga með Air Greenland til Kaupmannahafnar. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/blomrof-og-minningar-i-listasafninu | Blómróf og minningar í Listasafninu
Tvær sýningar standa nú yfir í Listasafninu á Akureyri. Annars vegar á málverkum Eggerts Péturssonar og hins vegar á skúlptúrum og teikningum eftir kanadíska listamanninn Aaron Michel. Sýning Eggerts ber heitið Blómróf og spannar tímabilið frá 1988 fram á þennan dag, en í vestursal hefur Aaron Michel komið fyrir innsetningu á skúlptúrum og teikningum sem hann kallar Minningar og heimildasöfn.
Málverk Eggerts einkennst af myndmáli sem á engan sinn líka í íslenskri myndlist og þótt víðar væri leitað. Á póstmódernískum tímum í lok níunda áratugarins mátti búast við hverju sem er, en það var samt sem áður ákveðið uppbrot fólgið í því að listamaður sem hafði verið bendlaður við framúrstefnustarfsemi í myndlistarlífi Reykjavíkur, eins og Gallerí Suðurgötu 7, skyldi snúa sér að því að mála blómamyndir og mála þær af þvílíku fíngerðu listfengi í handverki að helst jafnaðist á við smásæja skreytilist frá Austurlöndum.
Samt sem áður var ekki hægt að afskrifa þær sem yfirborðskenndar blómamyndaklisjur og þær velta sér heldur ekki upp úr sýndarmennsku í handverki. Á sinn sérstaka hátt ganga þær upp, eins og sagt er, og þær hafa notið athygli og aðdáunar sem síst hefur dregið úr. Geta blómamyndir verið áhugaverðar sem framsækin myndlist eða er bara um að ræða óvenjulegt stofustáss? Enginn hefur fengið af sér að hafna þeim alfarið sem léttvægri listsköpun, en það liggur hins vegar kannski ekki í augum uppi í hverju sérstaða þeirra liggur.
“Að horfa á og skynja lit vekur alltaf jafn mikla furðu. Hvort það er liturinn eða blómið sem er málað verður aldrei upplýst. Þegar liturinn og það sem verkið sýnir sameinast á yfirborðinu birtist nýr raunveruleiki sem er gjörólíkur því sem þekkist úti í náttúrunni." Með þessum orðum lýsir Eggert ekki aðeins viðfangsefni listamannsins heldur gefur hann líka vísbendingu um hvar ráðgátuna um sérstöðu þessara mynda er að finna.
Myndlistin spyr stundum ekki bara hvað við munum heldur hvað við munum eftir að muna. Á sýningu Aaron Mitchells í vestursal Listasafnsins, Minningar og heimildasöfn, skilar hann okkur sem einstaklingum til okkar sjálfra og sem hópi til sagna okkar. Áhorfandinn á þess kost að íhuga ýmis einföld atriði í daglegu lífi; hringl ungbarns, hníf, gamlan tréstól, straujárn, reiðhjól og bækur á hillu, sem nú hafa hlotið upphefð í vitund okkar vegna þess að listamaðurinn gaf þeim gaum.
Í landslaginu sem Mitchell hefur skapað standa þessir óeftirtektarverðu hlutir nú sem “hefðbundin" eða “viðhafnarleg" verk og skora á áhorfandann að endurskoða samband sitt við þá. Með því að pakka hlutum sínum vandvirknislega inn gerir Aaron Mitchell okkur fært að skynja hlutina, ekki eins og við rekumst á þá í daglegu lífi, heldur sem félaga á lífsleiðinni. Minningar og heimildasöfn er innsetning sem er mitt á milli þess að vera kyrrlífsmynd og skúlptúr. Með því að pakka hlutunum inn fjarlægir Mitchell öll upphafleg ummerki um lit, við, málm eða málningu. Þau hafa öll verið útmáð svo við getum hvert og eitt bætt inn okkar eigin sögu, okkar eigin frásögn.
Sýningunum lýkur sunnudaginn 14. desember. Safnið er opið alla virka daga frá kl. 12-17. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/nordurslodarannsoknir | Norðurslóðarannsóknir
Fjallað verður um norðurslóðarannsóknir og tengsl þeirra við félagsvísindi á Félagsvísindatorgi HA á miðvikudag. Stofnun Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri er íslensk norðurslóðastofnun. Verkefni stofnunarinnar tengjast í áherslu á þverfaglega og fjölþjóðlega umfjöllun um fræðilegar og hagnýtar lausnir á viðfangsefnum sem sérstaklega tengjast norðurslóðum. Í erindi sínu á Félagsvísindatorgi ræðir Níels Einarsson, forstöðumaður SVS, um tengsl norðurslóðarannasókna við félagsvísindi.
Upplýsingar um stofnunina er að finna á www.svs.is
Níels Einarsson er mannfræðingur að mennt og stundaði nám við Háskóla Íslands, Uppsala og Oxford. Sérsvið hans er málefni sjálfbærrar þróunar og samfélög á Norðurslóðum, sérstaklega varðandi nýtingu og vernd sjávarspendýra. Fyrirlesturinn er sem áður segir haldinn miðvikudaginn 12. nóvember kl. 16.30 í Þingvallastræti 23, stofu 14. Allir velkomnir. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/endurradning-rektors | Endurráðning rektors
Rektor Háskólans á Akureyri, Þorsteinn Gunnarsson, hefur verið endurráðinn til næstu fimm ára. Skipunartími Þorsteins í embætti rektors hefði átt að renna út 5. maí 2004 en menntamálaráðherra tók ákvörðun um að auglýsa starfið ekki laust til umsóknar og því framlengist skipunartími sjálfkrafa um fimm ár, til 6. maí 2009. Þessi ákvörðun menntamálaráðherra var kynnt á fundi Háskólaráðs þann 7. nóvember síðastliðinn. Háskólaráðið fagnar einróma þeirri ákvörðun Þorsteins að halda áfram starfi rektors Háskólans á Akureyri og óskar honum velfarnaðar á komandi árum.
Þess má einnig geta að Þórarinn Sigurðsson, deildarforseti heilbrigðisdeildar, hefur verið endurráðinn og mun hann gegna embættinu áfram næstu þrjú árin. Þrír umsækjendur voru um stöðuna. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/jafnrettismal-i-godu-horfi | Jafnréttismál í góðu horfi
Ný könnun meðal bæjarbúa sýnir að góður meirihluti þeirra telur ekki halla á frammistöðu Akureyrarbæjar í jafnréttismálum. Jafnréttis- og fjölskyldunefnd Akureyrarbæjar ákvað að láta framkvæma könnun á viðhorfi bæjarbúa til málaflokksins sem nefndin fjallar um. Gallup sá um framkvæmd könnunarinnar sem fram fór dagana 29. september til 12. október. Úrtakið var 870 manns búsettir á Akureyri og var svarhlutfallið 66%. Helstu niðurstöður könnunarinnar eru eftirfarandi:
Spurt var hvort íbúar telji Akureyrarbæ standa sig betur eða verr en önnur sveitarfélög í jafnréttismálum. Meirihluti íbúa Akureyrar 68,6% telur ekki halla á frammistöðu Akureyrarbæjar í jafnréttismálum í samanburði við önnur sveitarfélög og voru 12,5% þeirrar skoðunar að bærinn standi sig betur en önnur sveitarfélög.
Þau málefni eða málaflokkar sem íbúar telja brýnast að jafnréttis- og fjölskyldunefnd taki á eru helst launamál kynjanna, stöðuveitingar og almennt jafnrétti annars vegar og hins vegar málefni aldraðra og öryrkja, fjölskyldu- og skóla/leikskólamál. Nánari upplýsingar um könnunina veitir Katrín Björg Ríkarðsdóttir, jafnréttisráðgjafi, í síma 460 1000. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/songkeppni-felagsmidstodvanna-2003 | Söngkeppni félagsmiðstöðvanna 2003
Árleg Söngkeppni félagsmiðstöðvanna á Akureyri verður haldin á föstudagskvöld og að þessu sinni í Sjallanum. Félagsmiðstöðvarnar eru fimm á Akureyri: Félund í Lundarskóla, Stjörnuveröld í Brekkuskóla, Himnaríki í Glerárskóla, Undirheimar í Síðuskóla og Oddféló í Oddeyrarskóla. Stafsfólk og unglingar Oddféló sjá um keppnina í ár. Þetta er í fjórða skiptið sem þessi keppni er haldin og er þetta einn liður í 5unni svokölluðu en hver og ein félagsmiðstöð sér um einn stóran viðburð sem er árlegur þáttur í vetrarstarfinu. Þátttakendur eru úr 8. 9. og 10. bekk í grunnskólum Akureyrar.
Svona viðamikil og stór keppni krefst mikils undirbúnings og skipulagningar. Unglingarnir leggja mikið á sig og vinna metnaðarfullt og óeigingjarnt starf. Hingað til hefur Söngkeppnin alltaf farið fram í félagsmiðstöðinni Oddféló þar sem unglingar hafa skreytt íþróttasalinn og sett upp risastórt ljósashow og hljóðkerfi, auk sjoppunnar sem er að sjálfsögðu ómissandi.
Í ár verður breytt út af vananum, keppnin haldin í Sjallanum og allt gert ennþá glæsilegra. Húsið verður opnað kl. 19.30. Unglingarnir í Oddféló sjá um að skreyta Sjallann og verða að sjálfsögðu með sína eigin sjoppu þar sem hægt verður að kaupa gos og nammi. Tvöhundruð þúsund Naglbítar munu taka nokkur lög í hléi. Aðgangur er ókeypis fyrir unglingana. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/baett-thjonusta-heyrnar-og-talmeinastodvar | Bætt þjónusta Heyrnar- og talmeinastöðvar
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands hefur aukið verulega við þjónustu sína á Akureyri frá því sem verið hefur undanfarin ár. Ásamt því að hafa starfsmann í hálfu starfi á Akureyri þá kemur starfsfólk HTÍ tvisvar í mánuði til Akureyrar til að þjónusta fólk á biðlistum eftir skoðun. Sú skoðun felur í sér heyrnarmælingu, skoðun háls-nef- og eyrnalæknis og ráðgjöf heyrnarfræðings. Í skoðuninni er úrskurðað um það hvort fólk þurfi að heyrnartæki að halda.
Þurfi fólk á heyrnartæki að halda getur tekið við 6-10 mánaða bið eftir niðurgreiddum heyrnartækjum frá HTÍ en niðurgreiðsla verðs á tækjum fer eftir heyrnartapi viðkomandi.
Fyrir þá sem ekki vilja bíða eftir að fá tæki frá HTÍ er mögulegt að kaupa heyrnartæki frá Heyrnartækni en þar er að öllu jöfnu ekki bið eftir tækjum.
Ásamt skoðun á Akureyri er heyrnartækjum úthlutað og þau stillt á réttan hátt fyrir hvern einstakling. Með þessari þjónustu losnar fólk við að fara a.m.k. tvær ferðar til Reykjavíkur. Það eru ekki bara norðlendingar sem njóta góðs af því austfirðingum og íbúum á norðurlandi vestra er einnig boðið upp á skoðun á Akureyri. Kallað er eftir fólk af biðlistum en um það bil 100 einstaklingar á norðurlandi eru að bíða eftir að fá skoðun.
Félag heyrnarlausra verður með ráðgjöf og aðstoð við einstaka mál á sama tíma og stað og starfsfólk HTÍ. Heyrnar- og talmeinastöð hefur útibú á 4. hæð Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/afbrot-unglinga-og-uppbyggilegt-rettarkerfi | Afbrot unglinga og uppbyggilegt réttarkerfi
Eyþór Þorbergsson fjallar um tilraunaverkefni í samstarfi lögreglu og fjölskylduþjónustunnar Miðgarðs í Reykjavík í erindi á Lögfræðitorgi HA. Verkefnið byggir á hugmyndum um svokallað uppbyggilegt réttarkerfi (Restorative Jusstic) en þær eiga rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna en hafa á liðnum árum verið reyndar með ágætum árangri víða í löndum Norð-Vestur-Evrópu. Hvernig verður best brugðist við afbrotum ósakhæfra ungmenna ef draga á úr líkum á endurteknu ólögmætu atferli?
Hugmyndir um uppbyggilegt réttarkerfi miða að því að kalla ungmenni til ábyrgðar án hefðbundinna refsinga vegna afbrota af ýmsu tagi. Eyþór mun ræða um aðgerðir lögreglu og dómsyfirvalda til að sporna við ólögmætu atferli ungs fólks og hvernig aðgerðir byggðar á hugmyndum um uppbyggilegt réttarkerfi hafa reynst sem viðbrögð við afbrotum ósakhæfra ungmenna. Fjallað verður um refsingar sem dómstólar beita í málum ungs fólks sem gerst hefur sekt um afbrot og árangur þeirra viðurlaga. Eyþór mun einnig gera grein fyrir könnun sinni á skilorðsdómum og skilorðsrofum, þegar einstaklingar sem dæmdir hafa til að sæta skilorðsbundinni refsingu gerast aftur sekir um afbrot á skilorðstímanum.
Eyþór útskrifaðist frá Lagadeild Háskóla Íslands vorið 1987. Hann var fulltrúi hjá bæjarfógetanum á Seyðisfirði og sýslumanninum í Norður-Múlasýslu frá 1987 til 1988. Lögfræðingur Vinnumálasambands samvinnufélaganna 1988 til 1990 og hjá sýslumanninum á Akureyri frá 1990 til dagsins í dag. Stundakennari í Vinnurétti við Viðskiptaháskólanum á Bifröst frá 2001 til 2002. Frá árinu 1990 hefur Eyþór aðallega séð um faglega stjórn lögreglumála og afgreiðslu þeirra, auk þess sem hann hefur flutt flest þau sakamál sem embættið hefur höfðað frá 1992, þegar sýslumenn urðu ákærendur. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyr-ishefill | Nýr íshefill
Um helgina var tekinn í notkun nýr og fullkominn íshefill í Skautahöllinni á Akureyri. Hann er af gerðinni Zamboni og leysir af hólmi gamlan hefil af árgerðinni '79 sem keyptur var notaður frá Svíþjóð árið 1995. Helsti kostur nýja íshefilsins er að hann er rafknúinn en sá gamli gekk fyrir gasi og eru skautaunnendur því lausir við þá mengun sem fylgdi honum. Nýi hefillinn er mjög fullkominn tæknilega og skilar svellinu betur unnu fyrir notendur þess. Það var Hans Baldinger umboðsmaður Zamboni í Evrópu sem afhenti Íshefilinn til Akureyrarbæjar en kaupin voru kostuð af Vetraríþróttamiðstöð Íslands sem Akureyrarbær og Ríkisvaldið eru aðilar að. Hefillinn kostaði 10 milljónir króna og er framleiddur í Bandaríkjunum. Hann hefur til gamans verið málaður í litum Skautafélags Akureyrar. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/athafnakonur | Athafnakonur
Um helgina verður haldin á Akureyri ráðstefnan Athafnakonur en í tengslum við hana setja fyrirtæki í eigu kvenna upp sýningu í Ketilhúsinu. Viðfangsefni ráðstefnunnar er "konur sem frumkvöðlar - möguleikar þeirra og hindranir." Ráðstefnan er hluti af ráðstefnuröð sem að standa Kvenréttindafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands og Atvinnu- og jafnréttisráðgjafa Suður- og Norðausturkjördæma.
Fyrirtækin sýna afar fjölbreytta framleiðslu, allt frá útsaumi til gróðursetningarvéla, frá heilsuvörum til hugbúnaðar. Eins og gefur að skilja þá er það talsverð fyrirhöfn fyrir einstaklinga að taka þátt í sýningaröð eins og þessari. Sumar kvennanna hafa fylgt sýningunum á alla staði þó svo að þær séu í minnihluta. Fjöldi þeirra sem fylgt hafa fyrirtækjum sínum á sýningarnar er sífellt að aukast og mun sýningin á Akureyri verða fjölmennust hvað það varðar. Þar munu tæplega 30 sýnendur kynna starfsemi fyrirtækja sinna auk þess sem hátt í 15 fyrirtæki til viðbótar senda sýnishorn og kynningarefni án þess að forsvarskonur þeirra verði á staðnum.
Athafnakonur er fjölbreytt, áhugaverð og umfram allt skemmtileg sýninga-og ráðstefnuröð sem á erindi við alla þá er láta sig stefnumótun í atvinnumálum þjóðarinnar varða. Aðstandendur Athafnakvenna skora á fólk að koma við í Ketilhúsinu á Akureyri dagana 21.-22. nóvember og ræða við Athafnakonur um það sem brennur á þeim. Telja má víst að sýn þeirra á atvinnumál og stoðkerfi atvinnulífsins sé nokkuð önnur en sú sem endurspeglast hvað oftast í fjölmiðlum og umræðum í samfélaginu. Það er bitur staðreynd að kvenfyrirtæki bera skarðan hlut frá borði þegar kemur að opinberum styrkveitingum til fyrirtækja. En á rástefnunni á laugardeginum sem haldin verður í Deiglunni mun Sigríður Elín Þórðardóttir sérfræðingur á Byggðastofnun einmitt kynna niðurstöður könnunnar sinnar á skiptingu opinberra styrkveitinga á milli kynjanna.
Sýningin í Ketilhúsinu hefst á föstudag en ráðstefnan sjálf er haldin á laugardag.
Dagskrá:
Kl. 13.00 Setning ráðstefnunnar ? fundarstjóri setur ráðstefnuna.
Kl. 13.05 Ávarp Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Kl. 13.15 Katrín Björg Ríkarðsdóttir jafnréttisráðgjafi Akureyrarbæjar.
Kl. 13.30 Elín Díana Gunnarsdóttir lektor í heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri.
Kl. 13.45 Sigríður Elín Þórðardóttir starfsmaður þróunarsviðs Byggðastofnunar.
Kl. 14.00 Kaffihlé.
Kl. 14.20 Hólmfríður Sveinsdóttir verkefnisstjóri rannsókna- og upplýsingamála á Bifröst.
Kl. 14.35 Frumkvöðull ? Fríða Pálmadóttir - Ísgel.
Kl. 14.50 Margrét María Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu.
Kl. 14.05 Frumkvöðull ? Helga Rakel Guðrúnardóttir - Kiesel Software.
Kl. 14.20 Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri Raufarhafnarhrepps.
Kl. 15.35 Ráðstefnulok.
Fundarstjóri verður Helena Þ. Karlsdóttir, forstöðumaður Svæðisvinnumiðlunar Norðurlands eystra. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/sjavarutvegsradstefna-a-fostudag | Sjávarútvegsráðstefna á föstudag
Útvegsmannafélag Norðurlands efnir til ráðstefnu á Akureyri nk. föstudag kl. 13.30 í matsal Útgerðarfélags Akureyringa þar sem rætt verður um stöðu sjávarútvegs á Norðurlandi í dag og framtíðarhorfur. Ráðstefnan er öllum opin. Ráðstefnan ber yfirskriftina "Sjávarútvegur á Norðurlandi - staða, ógnir & tækifæri."
Dagskráin er svohljóðandi:
Fundarsetning:
Bjarni Aðalgeirsson, formaður Útvegsmannafélags Norðurlands.
Samantekt um sjávarútveg á Norðurlandi:
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Framsöguerindi:
Markaðsmálin staða og horfur: Björn Valdimarsson, markaðsstjóri Þormóðs ramma ? Sæbergs hf.
Sjávarútvegurinn á krossgötum - hvar verðum við eftir 10 ár?: Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Brims.
Sjávarlíftækni á Norðurlandi: Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Primex.
Fiskveiðistjórnun og framþróunin - hverju skilar kerfið?: Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings.
Sveitarfélögin og sjávarútvegurinn: Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri, Skagaströnd.
Sjónarmið fiskiðnaðarfólks: Björn Snæbjörnsson, varaformaður Einingar-Iðju.
Sjónarmið sjómanna: Árni Bjarnason, formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins.
Sjónarmið sjómanna: Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar og varaformaður Sjómannasambands Íslands.
Kaffihlé
Fyrirspurnir og panelumræður:
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja
Úlfar Steindórsson,stjórnarformaður Primex
Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar
Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands
Valdimar Bragason, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð
Björn Valdimarsson, markaðsstjóri Þormóðs ramma ? Sæbergs
Stjórnandi og fundarstjóri er Atli Rúnar Halldórsson, Athygli. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/gunnar-kvaran-og-bach-a-thorshofn-og-akureyri | Gunnar Kvaran og Bach á Þórshöfn og Akureyri
Gunnar Kvaran er yfirmaður strengjadeildar Tónlistarskólans í Reykjavík og kennir einnig við tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Gunnar er löngu kunnur fyrir sellóleik sinn og stundar auk fastra starfa umfangsmikið tónleikahald bæði heima og erlendis. Hann hefur haldið einleiks- og kammertónleika í mörgum Evrópulöndum, auk Bandaríkjanna og Kanada. Hann hefur m.a. komið fram í Wigmore Hall í London, Carnegie Hall í New York, í Beethoven Haus í Bonn og í desember árið 2001 var Gunnari boðið að koma fram ásamt Hauki Guðlaugssyni organista á sérstökum hátíðartónleikun í Vendrell á Spáni, fæðingarbæ Pablo Casals. Þann dag voru 125 ár liðin frá fæðingu meistarans. Gunnar hefur margsinnis leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands, komið fram í útvarpi og sjónvarpi og allmargar hljómplötur og hljómdiskar hafa verið gefnir út með leik hans.
Á tónleikunum á Þórshöfn og Akureyri mun Gunnar leika einleiksverk eftir J.S. Bach, annars vegar svítu nr. 1 í G-dúr og hins vegar svítu nr. 3 í C-dúr. Tónleikarnir eru samvinnuverkefni Félags íslenskra tónlistarmanna, sveitarfélaganna tveggja og Listvinafélags Akureyrarkirkju. Miðasla fer fram við innganginn á báðum stöðum, aðgangur fyrir börn er ókeypis og mun aðgangseyrir fullorðinna á Þórshöfn renna í viðhaldssjóð kirkjunnar. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/rekstrar-og-vidskiptanam-i-ha | Rekstrar- og viðskiptanám í HA
Á vormisseri 2004 býður Símenntun HA í samstarfi við rekstrar- og viðskiptadeild HA í fyrsta sinn þriggja anna nám í rekstrar- og viðskiptafræðum. Námið verður metið að fullu til eininga og samsvarar 27 eininga námi á háskólastigi. Möguleiki er á áframhaldandi námi við rekstrar- og viðskiptadeild til B.S. gráðu. Námið er skipulagt með þarfir fólks í atvinnulífinu á landsbyggðinni í huga. Kennt verður í staðbundnum lotum þriðju hverja viku frá fimmtudegi til laugardags, alls fimm lotur á önn. Boðið verður upp á undirbúningsnámskeið í stærðfræði við upphaf námsins. Umsóknarfrestur er til 20. desember nk. Upplýsingar fást hjá Símenntun í síma 463 0566 og á heimasíðu háskólans. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjolmennasta-vimulausa-hatid-ungs-folks-a-islandi | Fjölmennasta vímulausa hátíð ungs fólks á Íslandi
Um árabil hafa nemendur Menntaskólans á Akureyri haldið fjölmennustu vímulausu hátíð ungs fólks á Íslandi, og þá er orðið vímulaus í bókstaflegum skilningi. Þetta er Árshátíð MA, sem haldin er sem næst 1. desember ár hvert. Metnaður nemenda hefur verið sá að þessi hátíð væri gersamlega laus við áfengi og önnur vímuefni, ekki einungis hluti skemmtunarinnar, heldur allt til loka. Þessu trúa ekki allir. Svona er það samt. Árshátíð MA er nú að kvöldi föstudagsins 28. nóvember.
Nemendur eru stoltir af árshátíð sinni og hafa reynt að breiða út þann boðskap í samfélagi framhaldsskólanna að halda vímulausar skemmtanir. Menntaskólinn á Akureyri er jafnframt stoltur af nemendum sínum og þessu glæsilega hátíðahaldi og mikill meirihluti kennara og annarra starfsmanna sækir hátíðina og gleðst með nemendum fram á nótt.
Árshátíð MA er undir styrkri yfirstjórn Hugins, skólafélags MA. Formaður Hugins er Hulda Hallgrímsdóttir og veislustjóri verður Andri Már Sigurðsson. Netfang skólafélagsins er huginn@ma.is. Um undirbúning Árshátíðar MA að þessu sinni segir m.a. á Vef MA:
Nemendur MA leggja nú nótt við dag við að undirbúa árshátíð sem verður að kvöldi 28. nóvember. Hátíðin verður í Íþróttahöllinni og verður sett klukkan 19.00. Þar munu glæsibúnir nemendur og gestir setjast að borðum og njóta matar á fjölrétta hlaðborði frá Bautanum og margbreytilegrar dagskrár í tali og tónum úr smiðju nemenda. Veislustjóri verður Andri Már Sigurðsson, ritari Hugins. Hópar nemenda leika á hljóðfæri undir borðum, sungið verður saman af og til, fjölmörg atriði verða flutt, meðal annars syngur Kór MA undir stjórn Erlu Þórólfsdóttur, Leikfélag MA frumflytur leikverk, sem hlaut fyrstu verðlaun í leikritasamkeppni nú í haust, sýndur verður dans og flutt ávörp, meðal annarra minni karla og kvenna, eins og verið hefur um áratuga skeið.
Íþróttahöllin verður veglega skreytt, en í sjálfum íþróttasalnum verður dansað að loknu borðhaldi. Hljómsveitin Papar, sem gerði stormandi lukku á árshátíðinni í fyrra, leikur fyrir dansi, bæði gömlu dönsunum og ósviknu Papastuði, en uppi í efri sal, það sem áður hefur verið snúist í völsum, polkum og rælum, verður nú diskótek og þjóðsagnapersónan Óli Palli mun snúa þar diskum og hnöppum. Einnig verða þar seldar veitingar.
Árshátíð MA er fjölmennasta vímulausa samkoma ungs fólks á Íslandi, en ætlað er að heildarfjöldi gesta verði á níunda hundrað. Allur undirbúningur er í höndum nemenda. Hópar fólks vinna að skreytingum og æfingum fyrir dagskrána, nemendur sjá um uppröðun í sal og flutning húsganga og annars sem þar þarf að vera, nemendur leggja á borð og gera borðskraut, nemendur vísa til sætis og ganga um beina og nemendur taka saman húsgögn og ganga frá og þrífa. Allt er þetta gert undir yfirstjórn stjórnar Hugins, skólafélags MA. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/bjartsynn-a-ibuathroun | Bjartsýnn á íbúaþróun
Þegar fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2004 var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn, færði Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri fram rök fyrir bjartsýnni skoðun sinni á íbúaþróun Akureyrar næstu árin. Þar kom meðal annars fram að á síðustu sex árum hafi bæjarbúum fjölgað um rúmlega 1.000 manns og að um 730 íbúðir hafi verið teknar í notkun á sama tíma.
Kristján Þór sagði orðrétt:
"Ég hef þá trú að með þessari áætlun sé undirstrikað að við getum aukið enn frekar samkeppnishæfni Akureyrar á komandi árum og við munum gera það. Samt sem áður er ætíð ástæða til að árétta nauðsyn þess að áfram ríki það meginsjónarmið að gott jafnvægi sé í fjármálum bæjarins.
Það eru ekki ný sannindi að full ástæða sé til að hafa nánar gætur á fjármálum bæjarsjóðsins. Um það er ekki deilt. Í þessu samhengi tel ég mikilvægt að bæjarfulltrúar og íbúar spyrji sig reglulega þeirrar spurningar hvaða og hve mikla þjónustu bæjarfélagið eigi að veita. En rétt eins og það er nauðsynlegt að gæta varúðar er áríðandi að menn hlaupi ekki upp til handa og fóta og magni upp heimatilbúinn vanda með óábyrgu tali.
Íbúaþróun og íbúðabyggingar þykja góðar mælistikur á vöxt og viðgang sveitarfélaga og óhætt er að fullyrða að vöxtur á því sviði hér í bæ er mikill og við getum öll verið stolt af. Því skýtur nokkuð skökku við að þurfa að telja fólki trú um að þetta sé í raun og veru allt eðlilegt og sjálfsagt í bæjarfélagi sem hefur jafngóða möguleika til vaxtar og Akureyri. Margsinnis hef ég verið spurður að því hvernig í ósköpunum standi eiginlega á öllum þessum íbúðabyggingum í bæjarfélaginu. Hverjir eigi nú að flytja inn í allar þessar íbúðir. ,,Þetta bara getur ekki gengið upp” er sá tónn sem ég hef heyrt öðru hvoru sleginn undanfarin 3 - 4 ár. En hvernig skyldi þetta nú svo líta út í raunveruleikanum?
Að því gefnu að Akureyringum fjölgi í ár um 200 manns, sem allt útlit er fyrir, og hér verði teknar í notkun um 150 íbúðir á þessu ári þá er staðan sú að á sl. 6 árum hefur Akureyringum fjölgað um rúmlega 1000 manns og um 730 íbúðir hafa á sama tíma verið teknar í notkun.
Uppsveiflan á Akureyri hefur verið mikil undanfarin ár og eðlilegt er að við horfum bjartsýn fram á veginn. Að sjálfsögðu ber okkur um leið að sýna fulla aðgát og taka alvarlega ábendingar um þá veikleika sem kunna að leynast. En höfum það hugfast að úrtöluraddir og svartsýnistal er ekki besti áttavitinn, hvorki við siglingu í lélegu skyggni né heiðríkju.
Að því gefnu að forsendur þeirrar áætlunar, sem hér er til umræðu, standist í öllum meginatriðum þá er ljóst að við munum halda áfram öflugri og metnaðarfulltri uppbyggingu á grunnþjónustu bæjarins. Á síðustu árum hefur enda verið varið miklum fjármunum til uppbyggingar, sérstaklega á sviði fræðslu-, menningar- og tómstundamála og verður svo enn um sinn. Það er ekki hvað síst til stöðunnar í þessum málaflokkum ásamt fjölbreyttum atvinnumöguleikum sem nýir íbúar horfa þegar þeir íhuga að flytjast hingað búferlum. Með þessum hætti álít ég að bæjarstjórnin tryggi best skilyrði fyrir vexti og viðgangi bæjarins. Með öðrum orðum: Þannig er einstaklingum og fyrirtækjum sköpuð sú umgjörð sem krafist er í nútímasamfélagi." |
https://www.akureyri.is/is/frettir/hagnadur-samherja-622-milljonir | Hagnaður Samherja 622 milljónir
Samherji hf. var rekinn með 622 milljóna króna hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins 2003. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 1.800 milljónir króna, eða 19,2% af rekstrartekjum. Veltufé frá rekstri var 1.286 milljónir króna og handbært fé frá rekstri nam 1.110 milljónum. Rekstrartekjur samstæðunnar fyrstu níu mánuði ársins námu 9.389 milljónum króna og rekstrargjöld voru 7.589 milljónir. Hagnaður án afskrifta og fjármagnsliða nam 1.800 milljónum króna eða ríflega 19% af rekstrartekjum. Afskriftir námu 841 milljón og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur 350 milljónir króna. Hlutdeild í hagnaði hlutdeildarfélaga nam 92 milljónum króna, hagnaður fyrir skatta var 701 milljón króna og hagnaður eftir skatta og hlutdeild minnihluta nam 622 milljónum króna eins og áður segir. Veltufé frá rekstri fyrstu níu mánuðum ársins var 1.286 milljónir króna.
Heildareignir Samherja hf. í septemberlok voru bókfærðar á 22,5 milljarða króna. Þar af voru fastafjármunir rúmlega 16,4 milljarðar og veltufjármunir rúmir 6,1 milljarðar. Skuldir félagsins námu 13,9 milljörðum króna og eigið fé var ríflega 8,5 milljarðar. Í lok september var eiginfjárhlutfall um 38%. Veltufjárhlutfall var í lok tímbilsins 0,99. Samherji á tvö dótturfélög; Onward Fishing Company og Oddeyri ehf., sem er eignarhaldsfélag og heldur á eignarhlutum samstæðunnar í fiskeldi. Onward Fishing skilaði á tímabilinu 94 milljón króna hagnaði en á sama tíma var tap af Oddeyri ehf. ríflega 138 milljónir króna.
"Ég er sáttur við niðurstöður fjórðungsins og þær aðgerðir sem við höfum verið að gera á rekstri félagsins eru að skila árangri. Við höfum lagt aukna áherslu á vinnslu á ferskum fiski sem lið í því að mæta aukinni samkeppni. Þá hefur rækjuvinnsla félagsins gengið vel á árinu og framleiðsluaukning um 31% frá sama tíma í fyrra" segir Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri félagsins. "Framlegð félagsins á fjórðungnum er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir og við erum enn bjartsýn á að árið í heild verði í samræmi við áætlanir okkar" segir Þorsteinn Már.
Nokkrar eignabreytingar hafa orðið hjá félaginu frá septemberlokum. Gengið hefur verið frá samningi um sölu á Þorstein EA til Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. ásamt aflahlutdeildum og mun skipið afhent nýjum eigendum nú í nóvemberlok. Þá keypti félagið 12% eignarhlut í Kaldbaki hf. í októberbyrjun og í síðustu viku gekk félagið frá sölu á öllum hlutabréfum samstæðunnar í Fjord Seafood ASA og nam hagnaður af sölunni um 78 milljónum króna.
"Við keyptum á sínum tíma hlutabréf í útboði hjá Fjord en félagið er eitt af stærstu fiskeldisfyrirtækjum heims. Tilgangur kaupanna var að taka þátt í þeirri endurskipulagningu sem við töldum að myndi eiga sér stað í norsku fiskeldi. Hún hefur aftur á móti gengið hægar en við áttum von á. Hins vegar hafa viðskipti með hlutbréf í Fjord tekið við sér og að okkar mati ekki ástæða fyrir Samherja að halda á bréfunum lengur. Salan mun ekki hafa nein áhrif á þau góðu samskipti sem milli félaganna eru og breytir í engu áformum Samherja í fiskeldi og líklegt að við fjárfestum aftur í eldi í Noregi í náinni framtíð" segir Þorsteinn Már Baldvinsson að lokum. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/kveikt-a-jolatrenu | Kveikt á jólatrénu
Á laugardag verða ljósin tendruð á jólatrénu á Ráðhústorgi en tréð er gjöf frá Randers, vinabæ Akureyrar í Danmörku. Þess er vænst að mikill fjöldi bæjarbúa og gesta þeirra verði saman kominn á torginu og hefji þar með formlega undirbúning jóla.
Dagskráin er svohljóðandi:
Kl. 14.45 Lúðrasveit Akureyrar leikur létt lög
Kl. 15.00 Leikfélag Akureyrar (leikþáttur)
Kl. 15.10 Stúlknakór Akureyrarkirkju
Kl. 15.20 Ávörp:
Helgi Jóhannesson konsúll Dana á Akureyri
Þóra Ákadóttir forseti bæjarstjórnar Akureyrar
Kveikt á trénu
Kl. 15.30 Jólasveinar mæta á svæðið, taka lagið og gengið verður í kringum jólatréð
Kl. 15.50 Dagskrá lokið
Kynnir verður Skúli Gautason leikari. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/seinkun-a-framkvaemdum-vid-hlid | Seinkun á framkvæmdum við Hlíð
Ljóst er að einhverjar tafir verða á því að framkvæmdir geti hafist við nýja viðbyggingu við Hlíð, dvalarheimili aldraðra á Akureyri. Samningar um viðbyggingu við Hlíð náðust loks síðasta vor eftir stranga baráttu heimamanna. Til að flýta þessari samningsgerð við ríkisvaldið buðust bæjaryfirvöld á Akureyri til þess að greiða 30% af kostnaði við viðbygginguna í stað 15% eins og venjan er. Samkvæmt samningnum við ríkið á viðbyggingin að rúma 60 ný hjúkrunarrými auk stoðþjónustu.
Sameiginlegt markmið samningsaðila var að fyrri áfangi með 30 rýmum yrði tekinn í notkun í lok árs 2004 og seinni áfangi með öðrum 30 rýmum í byrjun árs 2006. Skipuð var 3ja manna nefnd til þess að sjá um undirbúning verksins en í henni eiga sæti Magnús Skúlason frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, Þóra Ákadóttir forseti bæjarstjórnar og Brit J. Bieltvedt framkvæmdastjóri öldrunarstofnana f.h. Akureyrarbæjar.
Undirbúningur var unninn eftir nýlegum verklagsreglum um opinberar framkvæmdir og var skýrslu skilað eins fljótt og auðið var eða í júní síðastliðnum. Skýrslan átti síðan að fara fyrir samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir en fundur hennar um málið dróst úr hömlu þrátt fyrir mikinn eftirrekstur Akureyringa. Eftir fjögurra mánaða bið kom loks beiðni um ítarlegri upplýsingar sem fyrir lágu allan tímann og voru þær snarlega sendar suður yfir heiðar.
Forystumenn Akureyrarbæjar hafa ásamt öðrum fylgt málinu vel eftir og gera enn. Þó er fyrirséð að einhverjar tafir verða á framkvæmdum vegna þess seinagangs sem orðinn er. Vonir standa þó til að nú styttist óðum í útboð á hönnun. Öll áhersla verður lögð á að flýta framkvæmdum eins og kostur er þannig að tafir frá upphaflegri áætlun verði sem minnstar. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjogur-af-177-storfum-hafro-a-akureyri | Fjögur af 177 störfum Hafró á Akureyri
Á vel heppnuðum fundi Útvegsmannafélags Norðurlands sem haldinn var sl. föstudag kom meðal annars fram að hlutur opinberra stofnana tengdum sjávarútvegi er ótrúlega rýr á Eyjafjarðarsvæðinu. Til dæmis eru aðeins 4 af 177 störfum Hafrannsóknarstofnunar á Akureyri.
Í erindi Kristjáns Þórs Júlíussonar bæjarstjóra, sem flutt var af Jóni Birgi Guðmundssyni verkefnastjóra bæjarráðs í forföllum Kristjáns, var rakin staða sjávarútvegs í Eyjafirði og á Norðurlandi öllu. Óhætt er að segja að þar hafi komið fram nokkuð sláandi staðreyndir. Þar var m.a. nefnt að “31% íbúa Eyjafjarðarsvæðisins hafa tekjur sínar frá fiskveiðum, matvæla- og drykkjarvöruiðnaði.” “22% af heildaraflaverðmæti og magni íslenskra skipa er skráð á skip frá Norð-Austurlandi, hæsta hlutfall allra landshluta, langstærsti hlutinn á Akureyri.”
Þessar tölur tala sínu máli um mikilvægi sjávarútvegsins og annarar matvælavinnslu í Eyjafirði og í þessu sambandi er óhætt að segja að Akureyri sé að verða höfuðborg sjávarútvegs á Íslandi. Með þetta í huga er sláandi að sjá hve hlutur opinberra rannsóknastofnana á sviðum sjávarútvegs og annarra matvælaframleiðslu er lítill á Eyjafjarðarsvæðinu og norðurlandi öllu.
Kristján nefnir í því sambandi:
“Hafrannsóknastofnun er með útibú á Akureyri með 4 störf, en heildarfjöldi starfa þar er 177
Rannsóknastofnun Fiskiðnaðarins er með útibú á Akureyri með 7 störf, en heildarfjöldi starfa þar er 60
Hjá Rannsóknastofnunar Landbúnaðarins er heildarfjöldi starfa um 60 þar af eru 2-3 starfsmenn á þeirra vegum í Eyjafirði
Síðast en ekki síst eru einungis 4 af 99 störfum Fiskistofu staðsett á Akureyri”
Í þessu sambandi hljóta menn að spyrja hvað líður að flutningi opinberra starfa út á land og hvert stefnir í þeim efnum? Augljóslega er affarsælast að flytja opinberar stofnanir sem tengjast atvinnulífi landsbyggðarinnar og eru það vitanlega þær sem að ofan eru nefndar sem og aðrar þær sem tengjast matvælaframleiðslu í sinni breiðustu mynd.
Á síðastliðnu löggjafarþingi var lagt fram frumvarp á Alþingi um stofnun Matvælastofnunar Íslands. Eyfirðingar og Norðlendingar allir binda miklar vonir við að þeirri stofnun verði fundin staður á landsbyggðinni í nálægð við atvinnuvegina sem hún mun þjónusta. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/islandsklukkunni-hringt-8 | Íslandsklukkunni hringt
Mánudaginn 1. desember verður sérstök hátíðardagskrá í tilefni fullveldisdagsins í Háskólanum á Akureyri og þá verður Íslandsklukkunni hringt í þriðja sinn. Bæjarbúar allir eru hvattir til að mæta og unga kynslóðin er sérstaklega boðin velkomin. Dagskrá dagsins hjá Háskólanum á Akureyri er svohljóðandi:
Kl. 16.00: Jón Hjaltason, sagnfræðingur, fjallar um og les úr völdum jólabókum.
Erindi Jóns verður í hátíðarsal háskólans að Sólborg.
Kl. 16.45: Dagskrá hefst við Íslandsklukkuna. Hermann Óskarsson, dósent við HA, flytur stutt ávarp og að því loknu
verður Íslandsklukkunni hringt. Þá mun Snorri Guðvarðsson, tónlistarmaður, stjórna barnasöng.
Kl. 17.15: Dagskrá heldur áfram innandyra. Flutt verða tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum á Akureyri, m.a. úr
óperunni um Hans og Grétu og gestum boðið upp á léttar veitingar. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/haefingarstodin-faer-godar-gjafir | Hæfingarstöðin fær góðar gjafir
Lionsklúbbarnir á Akureyri hafa gefið Hæfingarstöðinni við Skógarlund góðar gjafir að undanförnu. Þriðjudaginn 25. nóvember færðu Lionsklúbbur Akureyrar og Lionsklúbburinn Ösp Hæfingarstöðinni hljómfluttningstæki að gjöf. Formenn klúbbana, þau Erla Hallgrímsdóttir og Stefán Einarsson, afhentu gjafirnar og Margrét Ríkarðsdóttir forstöðuþroskaþjálfi veitti þeim viðtöku. Fyrr í þessum mánuði færðu félagar í Lionsklúbbnum Hæng Hæfingarstöðinni hljómfluttningstæki og afhenti Árni Páll Halldórsson gjöfina f.h. félaga sinna. Um er að ræða tvær samstæður og fimm ferðatæki. Öll þessi tæki koma í mjög góðar þarfir. Ein þeirra verða staðsett í borðstofu en þar eru oft samverustundir þar sem bæði útvarp og tónlist af hljómdiskum koma við sögu. Eitt tækjanna verður staðsett í svokölluðum sælukrók en þar fer fram skynörfun fólks með mikla fötlun. Umrætt tæki hefur mikinn bassa og er markmiðið að láta fólk skynja tónlistina með öllum líkamanum. Ferðatækin verða á deildum Hæfingarstöðvarinnar og þar getur fólk notið þess að hlusta á "lögin við vinnuna". Fyrir hönd notenda og starfsfólks þakkaði Margrét af alhug fyrir góðar gjafir og kvað þær koma að góðum notum. Hún sagði að það verðugt að taka við þessum gjöfum á Evrópuári fatlaðra.
Stefán Einarsson formaður Lionsklúbbs Akureyrar og Erla Hallgrímsdóttir formaður Lionsklúbbsins Aspar afhenda góðar gjafir. Margrét Ríkharðsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi (fyrir miðju) veitir gjöfunum móttöku. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/opid-hus-i-menntasmidjunni | Opið hús í Menntasmiðjunni
Að venju, við lok námsannar, stendur Menntasmiðja kvenna fyrir opnu húsi í Menntasmiðjunni á Akureyri. Opna húsið er orðinn fastur punktur í bæjarlífinu á Akureyri, þar sem mikill fjöldi gesta og gangandi kemur og nýtur afurða mámsmeyja Menntasmiðju kvenna í formi handverks, skáldverka og söng-og danssýningar. Kaffi og gott meðlæti verða á boðstólum. Opna húsið verður haldið næsta laugardag að Glerárgötu 28, 3. hæð, frá kl. 13.30?17.30 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Námið í Menntasmiðju kvenna er þríþætt; hagnýtt, sjálfstyrkjandi og skapandi. Hagnýtir námsþættir eru tölvuleikni, enska, íslenska, saga kvenna, heilsa kvenna og margvísleg samfélagskynningu í formi fyrirlestra og vettfangsferða. Þó að sjálfstyrking fléttist að meira eða minna leyti inn í alla námsþætti er einn námsþáttur sérstaklega tileinkaður henni en það er Lífsvefurinn, sjálstyrkingarnámskeið sérstaklega ætlað konum, unnið af Valgerði H. Bjarnadóttur og Karólínu Stefánsdóttur. Skapandi námsþættir eru myndlist, dansspuni og handverk sem unnið er á Punktinum. Námið í Menntasmiðju kvenna er heildrænt lífsleikninám. Hugmyndafræðin og nálgunin styrkir einstaklinginn til frumkvæðis og félagslegt tengslanet hans, þannig að hann standi sterkar að vígi í frekara námi og/eða nýjum störfum og lífinu almennt. Er þessi hugmyndafræði orðin fyrirmynd á sviði símenntunar bæði innan lands og utan.
Á vorönn 2004 verður í þriðja sinn farið af stað með verkefni sem ber heitið Menntasmiðja unga fólksins og síðan á haustönn 2004 verður aftur haldin Menntasmiðja kvenna. Nánari upplýsingar fást í Menntasmiðjunni, Glerárgötu 28, 3. hæð, í síma 462-7255 eða á netfangið thorbjorg@menntasmidjan.is
Námsmeyjar í Menntasmiðju kvenna á haustönn 2003. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/taekifaeri-folgin-i-samvinnu-haskolans-a-akureyri-og-atvinnulifsins | Tækifæri fólgin í samvinnu Háskólans á Akureyri og atvinnulífsins
Í framsögu sem Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, hélt á hádegisverðarfundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, KEA og Íslandsbanka, sagðist hann vilja sjá í auknum mæli sameiginlega stefnumótun milli atvinnulífsins og Háskólans í atvinnumálum á svæðinu.
Einnig þyrfti að koma á sameiginlegum samstarfsvettvangi á milli þessara tveggja aðila og stuðla að stofnun vísindagarða þar sem aðilarnir gætu unnið saman, til mikils er að vinna í þeim efnum.
Þorsteinn fjallaði almennt um stöðu Háskólans og þau verkefni sem bíða hans í framtíðinni. Vöxtur Háskólans hefur verið mikill á síðastliðnum árum en Þorsteinn bjóst þó við að vöxturinn myndi minnka á komandi árum, hann sagði þó einnig að hann hefði spáð þessu síðastliðin ár en ekki verið sannspár. Framtíðaruppbygging skólans mun miða að því að sníða áfram nám að þörfum landsbyggðarinnar og efla rannsóknir með áherslu á líftækni og upplýsingatækni. Þá er vinna í fullum gangi við að efla framhaldsnám í Háskólanum og þá sérstaklega í Auðlinda- og Upplýsingatæknideild, en framhaldsnám er nú þegar í heilbrigðisdeild. Þó vekur nokkra athygli hve fáir sækja í þessar deildir en Þorsteinn vildi meina að rót vandans lægi í neðri þrepum skólastigsins þar sem lítil áhersla væri lögð á raungreinar og því færu nemendur ekki í háskólanám sem reyndi á stærðfræði eða aðrar raungreinar.
Líklegt er að framtíð Eyjafjarðarsvæðisins muni að stórum hluta byggja á Háskólanum á Akureyri, enda er hann uppspretta tækifæra framtíðarinnar sem munu aðallega felast í þekkingariðnaði og mannauði.
Byggt á frétt af www.afe.is |
https://www.akureyri.is/is/frettir/baerinn-faer-milljonir-i-endurgreidslu | Bærinn fær milljónir í endurgreiðslu
Tryggingafélagið Sjóvá-Almennar endurgreiddi í dag Akureyrarbæ vel á þriðju milljón króna í ágóðahlutdeild vegna góðrar tjónaafkomu bæjarins. Féð rennur til bæjarsjóðs, og fyrirtækja og stofnana sem tengjast bænum. Fram kom að Akureyrarbær hafi í rauninni ekki lent í neinum stórtjónum á árinu og njóti því góðs af því í endurgreiðslum frá tryggingafélaginu. Á meðfylgjandi mynd eru fulltrúar frá Akureyrarbæ, Norðurorku, Hafnarsamlagi Norðurlands og Sjóvá-Almennum.
Frá vinstri: Sigfús Sigurhjartarson og Hugrún Magnúsdóttir frá Sjóvá-Almennum, Stefanía Einarsdóttir, Árni Þór Freysteinsson og Dan Jens Brynjarsson frá Akureyrarbæ, Hörður Blöndal frá Hafnarsamlagi Norðurlands, Sigurður J. Sigurðsson frá Norðurorku og Þórarinn B. Jónsson frá Sjóvá-Almennum. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/styrkur-til-maedrastyrksnefndar | Styrkur til Mæðrastyrksnefndar
Sex verkalýðsfélög í Eyjafirði afhentu á föstudag Mæðrastyrksnefnd Akureyrar styrk að upphæð 900 þúsund krónur. Jóna Berta Jónsdóttir veitti styrknum viðtöku fyrir hönd Mæðrastyrksnefndarinnar. Í ávarpi við athöfnina lýsti Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, þakklæti fyrir hönd félaganna sex fyrir þá gæfu að eiga að þær elskulegu konur sem í mæðrastyrksnefndinni starfa og eru tilbúnar að leggja mikla vinnu af mörkum til þess að rétta hjálparhönd þeim sem á þurfa að halda til þess að geta búið sér og sínum gleðilega jólahátíð.
Þessa dagana eru konurnar í Mæðrastyrksnefnd við símann og taka á móti umsóknum um aðstoð fyrir jólin. Auglýstur tími til umsókna er 6.-10. desember og geta þeir sem þarfnast aðstoðar haft samband við Jónu Bertu í síma 462 1813 eða 868 3143, Stellu í síma 462 2975 eða beint til Mæðrastyrksnefndar í síma 462 4617. Úthlutun fer síðan fram 12.-15. desember.
Rétt er að vekja athygli á því að Mæðrastyrksnefnd Akureyrar aðstoðar fólk um allan Eyjafjörð og starfar allan ársins hring þótt mestu annirnar séu nú eins og jafnan áður í kringum jólahátíðina. Þó svo auglýstur sé ákveðinn tími til umsókna vegna aðstoðar fyrir jólin munu konurnar í mæðrastyrksnefndinni ekki neita fólki sem á aðstoð þarf að halda og hefur samband eftir auglýstan tíma. Ábendingar eru einnig vel þegnar ef fólk veit um einhvern sem þarf aðstoð en af einhverjum ástæðum getur ekki óskað eftir henni.
Félögin sem færðu nefndinni styrk í dag voru Eining-Iðja, Félag byggingamanna Eyjafirði, Félag málmiðnaðarmanna Akureyri, Félag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni, Sjómannafélag Eyjafjarðar og Skipstjóra- og stýrimannafélag Norðlendinga.
Á myndinni eru, talið frá vinstri: Konráð Alfreðsson, Björg Hansen, Hákon Hákonarson, Jóna Berta Jónsdóttir, Guðmundur Ómar Guðmundsson, Björn Snæbjörnssn og Úlfhildur Rögnvaldsdóttir. Björg og Jóna eru í Mæðrastyrksnefndinni en hin eru formenn verkalýðsfélaganna sem færðu nefndinni gjöfina. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/listagil-menning-til-framtidar | Listagil - menning til framtíðar
Menningarmálanefnd Akureyrar og Gilfélagið boða til opins fundar og framtíð Listagilsins á fimmtudagskvöld. Yfirskrift fundarins er "Listagil - menning til framtíðar!" en hann verður haldinn í Ketilhúsinu og hefst kl. 20. Dagskráin er svohljóðandi:
- Kynning á nýjum samstarfssamningi Gilfélagsins og Akureyrarbæjar
- Stuttar framsögur um framtíðarsýn fyrir Listagilið
- Opnar umræður efni fundarins
Allt áhugafólk um menningu og listir á Akureyri er hvatt til að mæta í Ketilhúsið. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/adventusamvera-i-laufasi | Aðventusamvera í?Laufási
Næstkomandi laugardag verður hin árlega aðventuhátíð í Laufási og byrjar hún með barnasamveru í kirkjunni kl. 13.30. Þar verður einnig flutt Gilsbakkaþula en það er Þór Sigurðsson sem ætlar að syngja þessa þekktu þulu.
Að lokinni samveru í kirkjunni verður gengið inn í Gamla bæinn þar sem gamlir siðir eru í hávegum hafðir og ýmislegt gert sem minnir á fyrri tíð. Má þar nefna laufabrauðsútskurð og steikingu, brauðbakstur á hlóðum, og fá gestir að bragða á brauðinu en einnig verður þeim boðið að smakka hangikjöt. Í baðstofu verður kertagerð og einnig setið við tóvinnu.
Víða um bæinn verða gamaldags jólatré til sýnis og einnig verður tekið í spil. Í skála og dúnhúsi verður settur upp jólamarkaður þar sem kennir margra grasa og fólk finnur ef til vill eitthvað sem stinga mætti í jólapakkana. Á þessum tíma verða jólasveinarnir farnir að tínast til byggða og frést hefur að Stekkjastaur ætli sér að koma í Gamla bæinn og dansa síðan í kringum jólatréð á hlaðinu fyrir utan. Í gamla prestshúsinu verða veitingar til sölu. Aðgangseyrir er 400 kr. en frítt fyrir börn. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/akvedid-ad-kanna-moguleika-a-solu-brims | Ákveðið að kanna möguleika á sölu Brims
Stjórn Eimskipafélags Íslands hefur ákveðið að fela Landsbanka Íslands að að kanna möguleika á sölu Brims í heilu lagi eða hlutum til eins eða fleiri kaupenda. Þetta var tilkynnt til Kauphallar Íslands síðdegis í dag. Tilkynning Eimskipafélagsins vegna málsins er eftirfarandi:
"Stjórn Eimskipafélags Íslands hefur í kjölfar athugunar ákveðið að kanna möguleika á sölu dótturfyrirtækis síns, Brims ehf., sem á og rekur sjávarútvegsfyrirtækin Skagstrending, Útgerðarfélag Akureyringa og Harald Böðvarsson. Hefur stjórnin falið Landsbanka Íslands að kanna möguleika á sölu Brims í heilu lagi eða hlutum til eins eða fleiri kaupenda.
Eins og fram hefur komið hefur stjórn Eimskipafélagsins ákveðið að leggja til við hluthafafund, sem haldinn verður í tengslum við aðalfund, að fjárfestingarstarfsemi verði aðskilin frá hefðbundinni flutningastarfsemi félagsins. Lögð verður fram tillaga um að rekið verði annars vegar flutningafyrirtæki undir nafninu Eimskip og hins vegar fjárfestingarfyrirtæki undir nafninu Burðarás. Stefnt er að því að hluthafar eignist hlutabréf í þessum fyrirtækjum í samræmi við núverandi eign sína í Hf. Eimskipafélagi Íslands. Áformað er að bæði félögin verði síðan skráð í Kauphöll Íslands."
Frétt af www.ua.is |
https://www.akureyri.is/is/frettir/risafjarfesting-i-ferdathjonustu | Risafjárfesting í ferðaþjónustu
Eigendur Greifans eignarhaldsfélags hf. á Akureyri gerðu nýlega Kaldbaki hf., KER hf., VÍS hf. og Flutningum ehf. kauptilboð í Hótel Kea og Hótel Hörpu. Eigendur hótelanna gengu að kauptilboði Greifans þann 19. nóvember sl. Í dag, föstudaginn 12. desember, ganga fulltrúar kaupenda og seljenda endanlega frá formlegum kaupsamningi vegna viðskiptanna. Um er að ræða stærstu fjárfestingu í ferðaþjónustu sem gerð hefur verið á Norðurlandi í langan tíma, eða um 500 milljónir króna. Það er Kaupþing-Búnaðarbanki sem annast fjármögnun kaupanna. Greifinn eignarhaldsfélag hefur um nokkurt skeið haft rekstur þessara hótela með höndum en kaupir nú húsnæði þeirra með öllu tilheyrandi.
Rekstur Greifans er umfangsmikill en þrjú dótturfélög eru í eigu Greifans eignarhaldsfélags hf.: Hótelveitingar ehf., Veitingahúsið Greifinn ehf. og Endurhæfingarstöðin ehf., ásamt sérstöku fasteignafélagi sem sér um rekstur og viðhald allra fasteigna sem tilheyra félögunum. Það má teljast sérstakt við félagið að eigendurnir eru allir starfsmenn þess í fullu starfi. Hlynur Jónsson framkvæmdastjóri Greifans eignarhaldsfélags (stofnandi), Páll Sigurþór Jónsson yfirmaður veitingasviðs Hótelveitinga (1992), Sigurbjörn Sveinsson framkvæmdastjóri Veitingahússins Greifans (1996), Ívar Sigmundsson yfirmaður fasteigna- og áhaldasviðs (1996) og Páll L. Sigurjónsson framkvæmdastjóri Hótelveitinga (2000).
Á myndinni eru: Sitjandi frá vinstri: Ásgrímur Hilmisson, útibússtjóri Kaupþings-Búnaðarbanka á Akureyri, Sigurbjörn Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs VÍS, Eiríkur S. Jóhannsson, framkvæmdastjóri Kaldbaks, og Hlynur Jónsson, framkvæmdastjóri Greifans eignarhaldsfélags. Standandi frá vinstri, Páll Sigurþór Jónsson, yfirmaður veitingasviðs Hótelveitinga, Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Hótelveitinga, Ívar Sigmundsson, yfirmaður fasteigna- og áhaldasviðs Greifans, og Sigurbjörn Sveinsson, framkvæmdastjóri Veitingahússins Greifans.
Greifinn eignarhaldsfélag annast yfirstjórn dótturfélaganna, rekur upplýsingakerfi þeirra og sér um bókhald, fjármál og launagreiðslur. Dótturfélögin hvert um sig bera ábyrgð á öllum öðrum rekstrarþáttum, svo sem markaðsmálum, innkaupum, starfsmannahaldi og viðhaldi. Reglulegur starfsmannafjöldi félaganna er um 150 manns. Markmið Greifans eignarhaldsfélags er að vera leiðandi fyrirtæki í ferðaþjónustu með megináherslu á veitinga- og gistirekstur. Það var valið fyrirtæki ársins 2002 af atvinnumálanefnd Akureyrar fyrir þróttmikið starf á árinu.
Upphaf Greifans má rekja aftur til 27. janúar 1989 þegar fyrirtækið hóf veitingarekstur í Hafnarstræti 100. Sumarið 1990 var fyrirtækið flutt í Glerárgötu 20 og hafinn rekstur veitingahúss undir nafni Greifans. Þar er Greifinn enn með blómlegan rekstur í eigin húsnæði.
Þann 1. janúar 1998 urðu kaflaskil í sögu félagsins en þá tók það á leigu allan veitingarekstur á Hótel Kea. Í ársbyrjun 2000 var Greifanum breytt í eignarhaldsfélag og tvö dótturfélög stofnuð, Veitingahúsið Greifinn ehf. til rekstrar á samnefndum veitingastað og Hótelveitingar ehf. um veitingareksturinn á Hótel Kea og Hótel Hörpu. Frá því í maí 2000 hefur Greifinn haft rekstur beggja hótelanna alfarið með höndum.
Félagið er nú með í rekstri veitingastaðinn Greifann, með sæti fyrir 150 gesti; og fimm hótel með samtals 226 herbergi, auk veitinga- og ráðstefnusala fyrir allt að 300 manns. Hótelin sem félagið rekur eru Hótel Kea, Akureyri, með 73 herbergi og eina svítu; Hótel Harpa, Akureyri, með 26 herbergi; Hótel Norðurland, Akureyri, með 34 herbergi; Hótel Björk í Reykjavík með 55 herbergi og Hótel Gígur að Skútustöðum í Mývatnssveit með 37 herbergi.
Hótel Kea er næstelsta hótel landsins og er saga þess tengd sögu Akureyrar órjúfanlegum böndum. Hótelið er til dæmis fyrir löngu orðið eitt af kennileitum bæjarins, jafnt fyrir Akureyringa sem gesti. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/opnad-i-hlidarfjalli | Opnað í Hlíðarfjalli
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður opnað á morgun, enda hefur snjóað umtalsvert í Eyjafirði undanfarna daga. Opið verður frá kl. 11-16 á laugardag og sunnudag. Opið verður í Fjarkann og Hólabraut þar sem troðnar hafa verið skemmtilegar skíðaleiðir. Þótt sumum hafi ef til vill fundist nóg um ofankomuna í byrjun vikunnar þá er engin ofgnótt af snjó í Hlíðarfjalli og því er fólk beðið að halda sig við troðnar leiðir og fara gætilega. Góða skemmtun í Hlíðarfjalli! |
https://www.akureyri.is/is/frettir/fyrsta-rafraena-laeknabrefid-a-islandi | Fyrsta rafræna læknabréfið á Íslandi
Eins og komið hefur fram í fréttum var einn liður afmælisdagskrár Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar 12. desember sl. að senda fyrsta rafræna læknabréfið á Íslandi á Heilsugæslustöðina (HAK). Þar sem um söglegan viðburð var að ræða var heilbrigðisráðherra fenginn til verksins. Notkun rafrænna sjúkraskráa hófst 1987 á HAK, þótt ekki notuðu nema fáir læknar þær í upphafi. Sjúkraskrárforritið Saga var tekið í notkun á heilsugæslustöðinni í febrúar 1998 af öllum læknum og af hluta hjúkrunarfræðinganna. Í dag eru öll samskipti lækna, hjúkrunarfræðinga, fjölskylduráðgjafa og sjúkraliða við skjólstæðinga stöðvarinnar tölvuskráð sem og flestallar aðsendar upplýsingar, læknabréf og rannsóknaniðurstöður. Hefur það kostað umtalsverða vinnu að tölvufæra þessi aðsendu gögn með innslætti eða skönnun og skiptir fjöldi þeirra tugum þúsunda á ári hverju. Frá 1997 hefur það verið á stefnuskrá heilbrigðisyfirvalda að koma á íslensku heilbrigðisneti, sem annast gæti á tryggilegan hátt rafrænan flutning heilsufarsupplýsinga milli sjúkrastofnana. Sú tækni er flókin og krefst sérhæfðra forrita, dulkóðunar og sérhæfðs vélbúnaðar svo alls öryggis sé gætt, en samkvæmt lögum og reglugerðum er óheimilt að senda slíkar upplýsingar með myndsendum (faxi) eða tölvupósti. Þar sem biðin eftir árangri aðgerðalausra nefnda, ráða og starfshópa suður í Reykjavík þótti orðin æði löng náðu forsvarsmenn FSA og HAK samkomulagi við hugbúnaðarfyrirtækið eMR um að ryðja brautina og vinna þá hugbúnaðarvinnu, sem til þarf, en eMR hefur útibú hér á Akureyri og er Garðar Birgisson framkvæmdastjóri þess fyrirtækis. Árangur nokkurra vikna skorpuvinnu kom í ljós með sendingu fyrrgreinds læknabréfs, sem tókst með ágætum. Notkun þessarar tækni verður þó ekki almenn hér fyrr en búið er að ganga frá hugbúnaðarmálum á FSA. Þarna er samt kominn vísir að íslenska heilbrigðisnetinu, því hægt verður að nota sama hugbúnað og sömu tækni um allt land, þegar fjármagn fæst til þess arna. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/joladjass-ragnheidar-grondal-i-deiglunni | Jóladjass Ragnheiðar Gröndal í Deiglunni
Ragnheiður Gröndal heldur jóladjasstónleika í Deiglunni næsta sunnudagskvöld en Ragnheiður var tilnefnd til verðlauna í þremur flokkum Íslensku tónlistarverðlaunanna á dögunum. Tilnefningarnar hlaut hún sem besta söngkona ársins, bjartasta vonin og fyrir flutning sinn á laginu "Ást". Með Ragnheiði koma fram Jón Páll gítarleikari, Haukur Gröndal saxófónleikari og Daninn góðkunni Morten Lundsby sem leikur á kontrabassa. Saman flytja þau lögin af nýja geisladiskinum og bregða upp ljúfri jólastemmingu í Deiglunni á Akureyri sunnudaginn 21. des. kl. 21.00. Aðgangseyrir er 1.200 kr. en 1.000 kr. fyrir félaga í Jazzklúbbi Akureyrar. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/dvalarheimilid-hlid-og-nagrenni-till-ad-deiliskipulagi-og | Dvalarheimilið Hlíð og nágrenni. Till. að deiliskipulagi og breytingu á aðalskipulagi
Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. tillögu að breytingu á aðalskipulagi. Breytingin varðar lóð Norðurorku við Mímisbraut, og felst í því að landnotkun austurhluta lóðarinnar (næst Þórunnarstræti) breytist úr iðnaðarsvæði í íbúðarsvæði.
Skoða tillögu að breytingu á aðalskipulagi (pdf) ...
Jafnframt er auglýst skv. 25. gr. sömu laga tillaga að deiliskipulagi sem varðar einkum fyrrgreinda lóð Norðurorku og lóð dvalarheimilisins Hlíðar, Austurbyggð 17. Tillagan gerir ráð fyrir því að byggð verði um 4.000 m2 nýbygging á allt að þremur hæðum til stækkunar á dvalarheimilinu, vestast og syðst á lóð þess. Þá er lagt til að lóð Norðurorku verði skipt og á austurhluta hennar verði afmörkuð lóð fyrir tveggja hæða íbúðarhús, ætlað eldri borgurum, en jafnframt verði þar aðkomuleið frá núverandi innakstri á lóð Norðurorku inn á suðurhluta lóðar Hlíðar.
Skoða tillöguuppdrátt(pdf) ... Skoða skýringarmyndir (pdf) ...
Tillögu- og skýringaruppdrættir með greinargerðum munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til miðvikudagsins 28. janúar 2004, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 1600 miðvikudaginn 28. janúar 2004 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
Akureyri, 17. desember 2003,
Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/28-sottu-um-stodu-svidsstjora-stjornsyslusvids | 28 sóttu um stöðu sviðsstjóra stjórnsýslusviðs
Umsóknarfrestur um stöðu sviðsstjóra stjórnsýslusviðs hjá Akureyrarbæ rann út í gær og sóttu 28 um starfið, 20 karlar og 8 konur. Af þeim sem sóttu eru 9 búsettir á Akureyrarsvæðinu, 15 á höfuðborgarsvæðinu en 4 annars staðar.
Meginhlutverk stjórnsýslusviðs er að veita stoðþjónustu til annarra sviða, deilda og stofnana og til kjörinna fulltrúa. Á stjórnsýslusviði er fjármálaþjónusta, hagþjónusta, markaðs- og kynningarmál, starfsmannaþjónusta og skrifstofa sviðsins, auk þess sem á sviðinu starfar jafnréttisráðgjafi bæjarins. Stjórnsýsla Akureyrarbæjar skiptist í stjórnsýslusvið, tækni- og umhverfissvið, og félagssvið.
Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs vinnur með framkvæmdastjórn Akureyrarbæjar að því að aðlaga starfsemi bæjarins að síbreytilegum aðstæðum og virkja frumkvæði og sjálfstæði millistjórnenda. Meginverkefni sviðsstjóra verða í framkvæmdastjórn bæjarins sem er bæjarstjóra til ráðuneytis um daglegan rekstur bæjarfélagsins. Framkvæmdastjórn vinnur að því að stjórnsýsla Akureyrarbæjar sé ávallt skilvirk, hagkvæm og örugg, ásamt því að hafa frumkvæði að bættri þjónustu og hagræðingu í rekstri. Hlutverk framkvæmdastjórnar er jafnframt að innleiða nýjungar til að efla samkeppnishæfni bæjarfélagsins og stuðla að því að þar sé ávallt veitt góð þjónusta.
Bæjarstjórn ræður í stöðu sviðsstjóra stjórnsýslusviðs. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/leitin-ad-tynda-namsarangrinum | Leitin að týnda námsárangrinum
Í gær var frumsýnd á Akureyri stuttmyndin "Leitin að týnda námsárangrinum" sem elstu nemendur Hlíðarskóla hafa unnið á síðustu vikum. Myndin fjallar um fjóra unglingspilta sem standa á krossgötum í lífi sínu. Það er auðvitað ekkert að marka það sem fullorðna fólkið segir en strákarnir eru þó staðráðnir í því að finna það sem foreldrar, alþingismenn, kennarar og fleira fullorðið fólk talar sífellt um, nefnilega námsárangurinn dularfulla. Þeir ákveða að snúa bökum saman og hefja leitina því námsárangurinn er greinilega það sem skiptir mestu máli í lífinu. En það er ekki eins auðvelt verk og þeir héldu í fyrstu því á leið þeirra verða ýmsar hindranir og skrítið fólk. Þeirfélagar deyja hins vegar ekki ráðalausir og þrátt fyrir mótlætið finna þeir á endanum það sem þeir leituðu að.
Hugmyndin að gerð myndarinnar kviknaði í kjölfar verkefnis í tjáningu og framsögn. Hafist var handa að skrifa handrit eftir að efni myndarinnar var fundið. Það er óhætt að segja að mikil skáldargáfa leynist í drengjunum því það vafðist ekki fyrir þeim að skrifa atriði í handrit myndarinnar. Því næst var að fjármagna verkefnið og það gerðu þeir með því að fara í fyrirtæki og svo brugðu þeir á það ráð að bóna bíla. Þeir lögðu mikið á sig til þess að þetta verkefni hefði getað orðið að veruleika. Tökur á myndinni hófust í nóvember en þá var Baldvin Z genginn til liðs við hópinn. Hann er vanur kvikmyndagerð og reyndist ómetanleg stoð í þessu verkefni. Útkoman er rúmlega tuttugu mínútna löng mynd sem var frumsýnd í gær í Sambíóunum á Akureyri og hlaut lofsamlegar móttökur viðstaddra. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/samstarf-ma-og-thekkingar-hf | Samstarf MA og Þekkingar hf.
Í dag var undirritaður samstarfssamningur milli Menntaskólans á Akureyri og tölvufyrirtækisins Þekkingar á Akureyri. Markmið með samningnum er að tengja saman atvinnulíf og skóla með markvissum hætti. Þekking hf. mun verða bakhjarl kerfisþjónustu Menntaskólans á Akureyri og veita kennslufræðilega þjónustu við kennara sem beita upplýsingatækni í námi og kennslu. Menntaskólinn á Akureyri mun á hinn bóginn miðla Þekkingu hf. af reynslu af að byggja upp og reka viðamikið tölvuumhverfi í framhaldsskóla. Verkefnisstjóri verður Lára Stefánsdóttir M.Ed., starfsmaður Þekkingar, en kerfisstjóri Menntaskólans er Valur Sæmundsson.
Menntaskólinn á Akureyri hefur um nokkurt skeið verið í fararbroddi á sviði upplýsingatækni, var einn þriggja framhaldsskóla sem unnu þriggja ára þróunarverkefni í upplýsingatækni á vegum Menntamálaráðuneytisins.
Þekking hf. hefur áralanga reynslu af rekstri tölvukerfa og starfar á Akureyri og í Kópavogi. Jón Már Héðinsson skólameistari sagði við undirritunina að þetta samstarf yrði skólanum gagnlegt og góður stuðningur við framhald þess víðtæka þróunarstarfs sem hingað til hefði verið unnið.
Myndin er tekin þegar Jón Már Héðinsson skólameistari og Stefán Jóhannesson framkvæmdastjóri Þekkingar hf. undirrituðu samstarfssamninginn. Að baki þeim standa fulltrúar Þekkingar og MA.
Frétt af www.ma.is |
https://www.akureyri.is/is/frettir/ljosmyndir-lenhards-helgasonar | Ljósmyndir Lenharðs Helgasonar
Minjasafnið á Akureyri verður opið laugardaginn 27. desember frá 14-16 og eru bæjarbúar sérstaklega minntir á ljósmyndasýningu Lenharðs Helgasonar sem vakið hefur mikla athygli. Í gegnum linsuna náði Lenharður tíðarandanum svo næstum má finna ilminn af jólaeplunum eða heyra skrölt í keðjum bíla. Þær 72 myndir sem gefur að líta á sýningunni eru úr bæjarlífi Akureyrar frá árunum 1953-1954 og er myndefnið fólk við ýmis tækifæri, í önnum hversdagsins, við leik og skemmtun.
Aðrar sýningar safnsins, Akureyri - bærinn við Pollinn og Eyjafjörður frá öndverðu, eru einnig opnar gestum. Þá hefur verið sett upp gömul jólatré og gamalt jólaskraut sem gaman er að skoða. Aðgangseyrir er 400 kr en frítt er fyrir 16 ára og yngri. 50% afsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja. Góð aðstaða fyrir börnin til að leika sér í barnahorni Minjasafnsins. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/menntasmidja-unga-folksins | Menntasmiðja unga fólksins
Ný önn í Menntasmiðju unga fólksins hefst 14. janúar en námið er opið öllum á aldrinum 17-26 ára og miðar að því að auka lífshæfni þeirra sem það sækja. Menntasmiðjan er nám í anda lýðháskólanna á Norðurlöndunum og nýtist vel þeim er standa á tímamótum og eru að takast á við breytingar í lífinu. Það er þríþætt: Sjálfsstyrkjandi, hagnýtt og skapandi.
Námið miðast sérstaklega við óskir og þarfir ungs fólks sem af einhverjum ástæðum hefur ekki fundið sig í námi eð atvinnu. Námsþættirnir eru meira og minna samtvinnaðir þar sem sjálfstyrking og lífsleikni eru alltaf útgangspunktarnir. Allir þættirnir hafi aukna lífshæfni til handa nemendum, að markmiði þ.e. hjálpi nemendum að takast á við lífið, almennt. Lýðræði ríkir í Menntasmiðju unga fólksins þ.e. að nemendur geta haft áhrif á námsefni, námstilhögun og daglegt starf. Þetta leiðir af sér meiri ábyrgð nemenda á skólastarfinu. Námið er einskonar menntunar-“bland í poka” þar sem ungmennin fá innsýn inn í ýmsa námsþætti og taki þar stöðuna á sjálfum sér varðandi styrk og veikleika. Það getur nýst sem einskonar stökkpallur yfir í frekara nám eða atvinnu.
Umsóknarfrestur er til 9. janúar 2004. Umsóknareyðublöð fást í Menntasmiðjunni eða í pósti ef óskað er.
Námsþættir: Sjálfsstyrking, enska, persónurækt, tölvuleikni, ræsting, starfskynning, vinnuklúbbur, handverk, leikræn tjáning, vettvangsferðir, hreyfing, umhverfisfræði og fyrirlestrar. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/nordlenskar-jolabaekur-i-deiglunni | Norðlenskar jólabækur í Deiglunni
Bókavaka verður í Deiglunni á Akureyri á morgun laugardag 20. desember kl. 16.00.
Þar munu höfundar lesa úr verkum sínum:
Sverrir Pálsson ? úr ljóðabókinni Laufvindar
Þórarinn Guðmundsson ? úr ljóðabókinni Næturauga
Ragnar Hólm Ragnarsson ? úr greinasafninu Fiskar og menn
Björn Þorláksson ? úr skáldsögunni Rottuholan
Jóhann Árelíuz ? úr skáldsögunni Eyrarpúkinn
Björg Bjarnadóttir ? úr ritinu Draumalandið
Það eru Menningardeild Akureyrarbæjar og Gilfélagið á Akureyri sem standa fyrir vökunni og eru allir velkomnir. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/framkvaemdamidstod-um-jol-og-aramot | Framkvæmdamiðstöð um jól og áramót
Starfsemi framkvæmdamiðstöðvar verður í lágmarki um jól og áramót. Öllum venjubundnum verkefnum verður sinnt, t.d. sorphreinsun, gámasvæði og sorphaugum, eftirliti og viðhaldi jólaskrauts o.fl. Einnig er hafður viðbúnaður ef á þarf að halda, s.s. vegna snjómoksturs og hálkuvarna, meindýra- og gæludýraeftirlits o.fl. Sími framkvæmdamiðstöðvar er 460 1200 og 460 1212.
Þeim sem þurfa á þjónustu miðstöðvarinnar að halda utan venjulegs vinnutíma er vinsamlega bent á að hægt er að hafa samband við eftirtalda aðila.
Forstöðumann í síma 460 1202.
Yfirverkstjóra gatana- sorphreinsunar- og fráveitumála í síma 460 1203.
Yfirverkstjóri garðyrkjumála í síma 460 1204.
Umsjónarman gæludýraeftirlits og meindýraeyðir í síma 460 1205.
Umsjónarmann leiksvæða í síma 460 1217.
Vegna sorphirðu verður eftirfarandi viðbúnaður.
Sorplosun:
Á aðfangadag um kl 13 verður hirðingu sorps hætt fyrir jól. Gert er ráð fyrir að ekki náist að tæma sorp frá húsum í Síðuhverfi og á Oddeyri fyrir jól en áætlað er að ljúka því laugardaginn 27. desember. Á milli jóla og nýjárs verður unnið eins og hægt er að sorphirðu en ljóst að ekki næst að ljúka öllum bænum og verður því allt að tveggja daga töf á sorphirðu. Settir verða auka sorppokar í þau hverfi sem fyrirsjáanlegt er að sorphirða tefjist.
Gámastöð: Sorphaugar:
23. desember opið kl. 11-18.30 23. desember opið 08-18
24. desember opið kl. 09-13 24. desember opið 08-12
25. desember lokað 25. desember lokað
26. desember opið kl. 10-16 26. desember opið 10-16
27. desember opið kl. 10-16 27. desember opið 10-16
28. desember opið kl. 10-16 28. desember lokað
29. desember opið kl. 12.30-18.30 29. desember opið 8-18
30. desember opið kl. 12.30-18.30 30. desember opið 8-18
31. desember opið kl. 9-13 31. desember opið 8-12
1. janúar 2003 lokað 1. janúar lokað
Athygli fyrirtækja er vakinn á því að sorp frá þeim á að losa á sorphaugum Glerárdal en ekki á gámastöðinni við Réttarhvamm.
Móttaka jólatrjáa til endurvinnslu:
Framkvæmdamiðstöð mun safna jólatrjám til endurvinnslu að loknu jólahaldi. Tekið verður á móti jólatrjám á Gámastöðinni við Réttarhvamm. Einnig munu starfsmenn bæjarins far um bæinn í vikunni eftir 13 dag jóla. Söfnunardagar verða nánar auglýstir síðar.
Umráðendur húseigna eru beðnir að hreinsa snjó frá sorpílátum og sorpgeymslum, það flýtir fyrir og auðveldar mönnum störfin. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyri-efld-sem-midstod-menningarstarfs | Akureyri efld sem miðstöð menningarstarfs
Um helgina undirrituðu Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri nýjan samning um samstarf ríkis og bæjar í menningarmálum. Meginmarkmið samningsins er að efla Akureyri sem miðstöð mennningarstarfs utan höfuðborgarsvæðisins með því að beina framlögum ríkisins til stórra verkefna á menningarsviði í einn farveg. Þetta markmið er í samræmi við stefnu stjórnvalda í byggðamálum fyrir árin 2002-2006. Akureyrarbær leggur fram fé til móts við ríkið og sér svo um að gera samninga um viðkomandi verkefni eftir því sem við á.
Þau verkefni sem ríkið kemur að með þessum hætti eru; efling Listasafnsins á Akureyri sem meginstoðar myndlistar utan höfuðborgarsvæðisins, efling starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og efling starfsemi Leikfélags Akureyrar. Þar að auki er kveðið á um áframhaldandi samstarf um rannsóknir og kynningu á Gásakaupstað og stuðning við það verkefni Amtsbókasafnsins að halda utan um skylduskil á útgefnu efni á Íslandi.
Framlög ríkisins til verkefnanna hækka sem hér segir: 70 m.kr. árið 2004, 80 m.kr. árið 2005 og 90 m.kr. árið 2006. Framlög til þessara verkefna á þessu ári eru 63,7 m.kr.. Það er því um talsverða hækkun að ræða á samningstímanum sem gefur nýja möguleika á þróun viðkomandi verkefna.
Tómas Ingi og Kristján Þór skrifa undir í Davíðshúsi. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/hetjurnar-styrktar-a-jolum | Hetjurnar styrktar á jólum
Bæjarstjórinn á Akureyri, Kristján Þór Júlíusson, hefur ákveðið að Akureyrarbær sendi engin jólakort út í ár en þess í stað hljóti Hetjurnar, félag aðstandenda langveikra barna á Norðurlandi, styrk sem nemi þeirri upphæð sem annars hefði farið í gerð og útsendingu jólakorta. Kristján greindi frá þessu í tölvupósti til allra starfsmanna bæjarins og sagðist vona að allt samstarfsfólk hans yrði sátt við þessa ákvörðun um leið og hann óskaði því gleðilegra jóla, árs og friðar. Á meðfylgjandi mynd afhendir bæjarstjórinn tveimur fulltrúum hetjanna styrkinn góða.
F.v. Kristján Þór Júlíusson, Íris Björk Árnadóttir og Sonja Björk Elíasdóttir. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/fritt-i-bilastaedi-a-thorlaksmessu | Frítt í bílastæði á Þorláksmessu
Ákveðið hefur verið að hafa ókeypis í öll gjaldskyld bílastæði í og við miðbæ Akureyrar á Þorláksmessu og er það gert til að greiða fyrir umferð og verslun þegar annríkið er hvað mest fyrir jólin. Að auki verður frítt í alla strætisvagna bæjarins á Þorláksmessu og er fólk hvatt til að nýta sér það. Gleðileg jól! |
https://www.akureyri.is/is/frettir/midaldra-konur-og-lifsstillinn | Miðaldra konur og lífsstíllinn
Nýleg rannsókn leiðir í ljós að staða fimmtugra kvenna á Akureyri er mun verri en fimmtugra kvenna í Hafnarfirði sé litið til áhættuþátta vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Fyrir skömmu birtust í Læknablaðinu niðurstöður úr hinni svokölluðu ?fimmtíu ára rannsókn,? þar sem kannaðir voru áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma hjá fimmtugum Akureyringum og Hafnfirðingum og áhrif einfaldrar íhlutunar til að draga úr áhættu. Helstu niðurstöður voru að áhrif íhlutunar reyndust lítil milli ára og lítill munur var á körlum á Akureyri og Hafnarfirði en staða áhættuþátta meðal fimmtugra kvenna á Akureyri var mun verri en hjá fimmtugum konum í Hafnarfirði. Offita var mun algengari á Akureyri og reyndust konur þar að meðaltali 5,4 kg þyngri, höfðu 21 cm meira kviðarummál og höfðu hærri blóðþrysting en jafnöldrur þeirra í Hafnarfirði. Samsetning kólesteróls var óhagstæðari hjá Akureyrskum konum og eins voru reykingar algengari á Akureyri en í Hafnarfirði, 16% kvenna og 17% karla reyktu á móti 9% og 14% í Hafnarfirði. Þessa áhættuþætti er alla hægt að bæta með breyttum lífsstíl.
Heilsugæslustöðin á Akureyri hvetur allar konur til að leita til heimilislækna ef þær telji sig vera of þungar og í áhættuhópi fyrir hjarta- og æðasjúkdóma.
Öllum íbúum Akureyrar og Hafnarfjarðar fæddum árið 1950 var boðin þátttaka í rannsókninni. Blóðþrýstingur var mældur, hæð, þyngd og kviðarummál skráð og hjartalínurit fengið. Blóðprufur voru teknar og mælt kólesteról, HDL (?góða kólesterólið?), þríglýceríðar og fastandi blóðsykur. Líkamsþyngdarstuðull (LÞS) var reiknaður út frá hæð og þyngd (kg/m2). Gert var áhættumat hjá hverjum fyrir sig og stuðst við sérstök áhættukort. Veitt var almenn fræðsla um stöðu áhættuþátta hvers og eins og viðkomandi hvattur til breytinga á mataræði og aukinnar hreyfingar og eftir atvikum lyfjameðferð. Rúmu ári eftir þennan hluta rannsóknarinnar var þátttakendum boðið að koma aftur til skoðunar, þar sem áhættuþættirnir voru metnir að nýju. Helstu niðurstöður: Þátttökuhlutfall var 70% á Akureyri og 59% í Hafnarfirði í fyrri hluta rannsóknarinnar og um 80% á báðum stöðum í seinni hlutanum. Staða áhættuþátta var mjög svipuð meðal fimmtugra karlmanna á Akureyri og í Hafnarfirði. Fimmtugar konur á Akureyri reyndust að meðaltali 5,4 kg þyngri, höfðu 21 cm meira kviðarummál og slagbilsþrýstingur þeirra var 8 mmHg hærri en hjá jafnöldrum þeirra í Hafnarfirði. HDL var einnig lægra, 1,5 mmól/L á móti 1,7 mmól/L.
Þá voru reykingar algengari á Akureyri en í Hafnarfirði, 16% kvenna og 17% karla reyktu á móti 9 og 14% í Hafnarfirði. Á Akureyri reyndust 30% vera með LÞS >30 en samsvarandi hlutfall í Hafnarfirði var 17%. Erfitt er að meta áhrif einfaldrar íhlutunar. Blóðsykur karla og kvenna á báðum stöðum lækkaði eftir fræðslu og íhlutun. Að öðru leyti voru breytingar þær helstar að konur á Akureyri þyngdust örlítið, en kviðarummál þeirra minnkaði, samfara þessu hækkaði HDL. Staða áhættuþátta meðal fimmtugra kvenna á Akureyri virðist mun verri en hjá fimmtugum konum í Hafnarfirði. Talsvert var um offitu og ljóst að það ætti að vera unnt að bæta stöðu áhættuþáttanna með lífsstílsbreytingum. Sú einfalda íhlutun sem beitt var í þessari rannsókn hafði í besta falli þau áhrif að draga úr versnun á stöðu áhættuþáttanna milli ára. Beita þarf markvissari og stöðugri eftirfylgni til þess að ná betri árangri hvað varðar íhlutun.
Hægt er að nálgast greinina í fullri lengd í Læknablaðinu, 11. tbl. 89.árg. 2003 |
https://www.akureyri.is/is/frettir/hriseyingar-kaupa-slokkvibil | Hríseyingar kaupa slökkvibíl
Hríseyjarhreppur hefur keypt slökkvibifreið af Slökkviliði Akureyrar og var hún afhent á slökkvistöðinni skömmu fyrir jól. Bifreiðin er af gerðinni Man, árgerð 1987, dælubíll sérútbúin fyrir dreifbýli og upphaflega keyptur fyrir Brunavarnir Eyjafjarðar. Slökkvilið Akureyrar tók svo við bílnum þegar Brunavarnir Eyjafjarðar sameinuðust Slökkvilið Akureyrar. Nú hefur fengist heimild til að kaupa nýja slökkvibifreið fyrir liðið á Akureyri og verður væntanlega efnt til útboðs fljótlega. Nýi bíllinn mun leysa af hólmi tvo bíla slökkviliðsins. Unnið er að því að fá bifreið að láni þar til sú nýja verður tekin í notkun.
Ragnar Jörundsson sveitarstjóri í Hrísey sagði að nokkuð stór bruni sem varð í eynni síðastliðið sumar hefði ýtt við mönnum, en þá hafi mönnum orðið ljóst að slökkvibíll sá er til var væri ekki til stórræðanna. "Þetta varð til að hnykkja á að málið fór í gang," sagði Ragnar. Hann nefndi að ekki væri sjálfgefið að sveitarfélag sem berst í bökkum réðist í slík kaup. Bifreiðin kostar 7 milljónir króna og hefur tekist að fjármagna um helming kaupverðs með styrkjum. "Þetta er gríðarlegt hagsmunamál fyrir okkur Hríseyinga að hafa þessa bifreið á staðnum," sagði Ragnar.
Erling Júlínusson slökkviliðsstjóri sagði við afhendinguna að hann vonaðist til þess að aldrei þyrfti að nota bifreiðina. Gerði hann ráð fyrir að íbúar myndu sofa rólegir nú um jólin vitandi af svo öflugri slökkvibifreið í eynni, en segja mætti að þeir ættu nú eitt öflugasta slökkvilið landsins miðað við höfðatölu. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri sagði að vonandi væri þetta aðeins eitt verkefni af mörgum sem Akureyringar og Hríseyingar ynnu sameiginlega að næstu mánuði og þegar komið yrði fram á haustið 2004 væri það sín ósk að sveitarfélögin tvö hefðu sameinast.
Kristján Þór Júlíusson og Ragnar Jörundsson undirrita kaupsamninginn. Við hlið þeirra sitja Þorgeir Jónsson, slökkviliðsstjóri í Hrísey t.v., og Erling Þór Júlínusson slökkviliðsstjóri á Akureyri t.h. Að baki þeim er bíllinn. (Ljósm: Rúnar Þór Björnsson).
Frétt af www.mbl.is |
https://www.akureyri.is/is/frettir/gaffalbitar-a-aksjon | Gaffalbitar á Aksjón
Sjónvarpsstöðin Aksjón á Akureyri sendir út áramótaþáttinn Gaffalbita í beinni útsendingu á gamlársdag kl. 15-17 þar sem leitast verður við að varpa ljósi á árið 2003 á Akureyri og spá í spilin fyrir komandi ár. Fjöldi góðra gesta kemur í þáttinn, Akureyringar á förnum vegi verða teknir tali, og hljómsveitin Hvanndalsbræður og Óskar Pétursson sjá um tónlistaratriði. Umsjónarmenn þáttarins, sem er viðamesta verkefni sem Aksjón hefur ráðist í, verða Hilda Jana Gísladóttir, Þráinn Brjánsson og Óskar Þór Halldórsson. Útsendingu stjórnar Þórarinn Ágústsson. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/endurvinnum-jolatren | Endurvinnum jólatrén
Nú að loknum jólum mun framkvæmdamiðstöð Akureyrarbæjar gangast fyrir söfnun jólatrjáa til endurvinnslu. Markmiðið með söfnuninni er að minnka magn sorps sem fer til urðunar og endurnýta jólatrén, ásamt því að auðvelda bæjarbúum að losa sig við þau. Trén sem safnast verða kurluð og afurðin notuð m.a. til ræktunarstarfa.
Söfnunin fer fram á eftirfarandi hátt:
1. Bæjarbúum gefst kostur á að setja jólatrén í sérstaka gáma á eftirtöldum stöðum:
Við Verslunarmiðstöðina Kaupang.
Við Hagkaup.
Við Verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð.
Við Verslunina Síðu.
Gámar þessir eru eingöngu ætlaðir fyrir jólatré og eru bæjarbúar vinsamlega beðnir að virða það. Ennfremur má koma með trén á gámastöðina við Réttarhvamm (Skíðastaðaveg) á opnunartíma gámastöðvarinnar.
2. Starfsmenn framkvæmdamiðstöðvar fara um bæinn og safna jólatrjám sem sett hafa verið út að götu við lóðarmörk 7.-9. janúar.
3. Ekki verður safnað trjám frá fyrirtækjum og stofnunum en þeim er bent á að nýta sér gámana og gámastöðina við Réttarhvamm.
Allar upplýsingar um söfnunina eru veittar í framkvæmdamiðstöð í síma 460 1212 og 460 1213. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/dyrmaetari-fasteignir | Dýrmætari fasteignir
Verð fjölbýlishúsa hækkaði að jafnaði um liðlega 7% á Akureyri á nýliðnu ári en á sama tíma hækkuðu íbúðir í fjölbýlishúsum í Reykjavík um nærri 6%. Einbýlishús hækkuðu í verði fyrir norðan um 5% en í höfuðborginni um 6,5%. Fermetinn í fjölbýli á Akureyri er kominn yfir eitthundrað þúsund krónur.
Á Verðsjá fasteigna er hægt að fylgjast vel með þróun fasteignaverðs og nú í upphafi árs er forvitnilegt að sjá hver þróunin var í fyrra á Akureyri og svo aftur í Reykjavík.
Fyrir norðan var meðalverðið nærri 93 þúsund krónur á fermetra á síðasta ári, en meðalverðið árið 2002 var 88 þúsund krónur. Fermetraverðið hækkaði í fyrra um 4,400 krónur, eða fimm af hundraði. Í Reykjavík var hækkunin í fyrra eins og fyrr segir meiri, eða 6,5%. Þar var hver fermetri í einbýli seldur á 113 þúsund krónur að jafnaði. Einbýlishús eru með öðrum orðum talsvert dýrari fyrir sunnan en norðan.
Á Akureyri fór fermetraverðið í fjölbýlishúsum yfir 100.000 króna múrinn, jafnaðarverð í fyrra var 104.000 kónur, en árið á undan var verðið 97.000 krónur. Fjölbýlishús hækkuðu í verði að jafnaði um 7,3%.
Í Reykjavík var verðið í fyrra liðlega 130.000 krónur og hækkaði á tímabilinu um 5,8 af hundraði. Til samanburðar þá hækkaði vísitala byggingakostnaðar í fyrra um 3,5%, þannig að íbúðaverð bæði fyrir sunnan og norðan hefur hækkað umfram þá vísitölu. Þar sem mjög margir samningar eru á bak við þessar tölur eru þær mjög vel marktækar og ættu að gefa glögga mynd af markaðnum.
Frétt af www.ruv.is |
https://www.akureyri.is/is/frettir/atvinna-med-studningi-ams-a-akureyri | Atvinna með stuðningi (ams) á Akureyri
Frá og með 1. janúar 2004 hefur verið tekið upp heitið atvinna með stuðningi (ams) í staðinn fyrir atvinnuleit fatlaðra. Það er í samræmi við þá þróun sem hefur átt sér stað í atvinnumálum fatlaðra hér á Akureyri og annars staðar á landinu. Starfsemi atvinnuleitar fatlaðra á Akureyri hefur þróast og breyst á þeim 15 árum sem hún hefur verið starfrækt. Undanfarin ár hefur m.a. í auknum mæli verið lögð áhersla á kennslu og þjálfun einstaklingsins á vinnustað þegar hann hefur störf. Á síðustu árum hefur í grundvallaratriðum verið unnið eftir hugmyndafræði atvinnu með stuðningi (supported employment), skammstafað ams.
Hvað er ams?
ams felur í sér víðtækan stuðning við þá sem hafa skerta vinnugetu vegna andlegrar og/eða líkamlegrar fötlunar, aðstoð við að finna starf við hæfi, þjálfun á vinnustað ásamt eftirfylgd.
ams er einstaklingsbundin þjónusta þar sem þess er gætt að velja saman starfsmann og starf. Einstaklingurinn fær aðstoð við að læra vinnubrögð og mynda tengsl á vinnustað. Stuðningurinn er veittur svo lengi sem þörf er á og nýtist báðum aðilum, vinnuveitenda og starfsmanni.
Þróun ams á Íslandi
Árið 1999 fór af stað tilraunaverkefni ams í Reykjavík og var haldið námskeið hér á Íslandi um atvinnu með stuðningi fyrir þá sem starfa að atvinnumálum fatlaðra. Í undirbúningshópi fyrir það námskeið voru meðal annars starfsmenn frá Akureyri. Eftir 1999 hefur sérstaklega verið litið til ams sem vaxtarbrodds í atvinnumálum fatlaðra hérlendis. Þeir sem starfa að þeim málum vilja fræðast og tileinka sér þau vinnubrögð og kynna starfsemi sína sem atvinnu með stuðningi. Þann 13. nóvember 2003 var stofnað félag ams á Íslandi og hefur félagið það meginmarkmið að þróa atvinnu með stuðningi sem aðferð til að auka þátttöku fólks með skerta vinnugetu á almennum vinnumarkaði. Aðilar að félaginu eru þær stofnanir sem vinna að atvinnumálum fatlaðra og er félagið aðili að Evrópusamtökum atvinnu með stuðningi, EUSE. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/idol-a-akureyri | Idol á Akureyri
Þau þrjú sem eftir standa í keppninni "Idol stjörnuleit" á Stöð 2 voru á Akureyri í dag og fóru meðal annars í Hlíðarfjall og sundlaugina. Veðrið gerði þeim dálítinn grikk. Á leiðinni upp í Fjall byrjaði vanbúinn bíll Idol-fólksins að spóla og varð að draga hann síðasta spölinn upp að Skíðastöðum. Akureyringurinn Anna Katrín lét sér hvergi bregða en félagarnir Jón og Karl urðu hissa á öllum ósköpunum.
Þátturinn hefur notið mikilla vinsælda og er nú sá næstvinsælasti í íslensku sjónvarpi. Upptökur frá heimsókninni til Akureyrar verða sýndar í úrslitaþættinum næsta föstudagskvöld en einnig var Jón Ársæll Þórðarson með í för og verður hann með myndir úr Akureyrarheimsókninni í þætti sínum "Sjálfstætt fólk". |
https://www.akureyri.is/is/frettir/ataksverkefni-um-offitu-barna-ofurgengid | Átaksverkefni um offitu barna - Ofurgengið
Að undanförnu hafa átt sér stað viðræður milli Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri (HAK) og barnadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri (K-deild FSA) um úrræði fyrir of feit börn. Tilefnið er það úrræðaleysi sem hefur ríkt í meðferð þessara barna. Hingað til hefur oft verið tekið á þessu málum með feimni og vandræðagangi. Skólahjúkrunarfræðingum hefur aðallega verið falið að sinna þessum börnum með vigtun og mataræðisráðgjöf (og hafa þeir gert það vel), en betur má ef duga skal.
Offituvandamál barna fer vaxandi og læknavísindin eru alltaf að komast betur að því að hér er um alvarlegan sjúkdóm að ræða sem ber að reyna að meðhöndla eins og kostur er, alveg sambærilegt við sykursýki. Í þessu átaksverkefni er gert ráð fyrir að barnalæknar K-deildar taki við tilvísunum frá skólalæknum og börnin fái ítarlega læknisskoðun, næringarráðgjöf, sálfræðiþjónustu ásamt líkamsrækt undir handleiðslu sjúkraþjálfara, með skipulegum hætti, og með þátttöku foreldra.
Þórir V. Þórisson heilsugæslulæknir og Ása Elísa Einarsdóttir barnalæknir hafa undirbúið verkefnið. Fundur var haldinn föstudaginn 21. nóvember sl. þar sem þeir aðilar sem koma til með að mynda teymið hittust ásamt ráðgjöfum. Eftirfarandi voru á fundinum: Þórir V. Þórisson heimilislæknir, Ása Elísa Einarsdóttir barnalæknir, Drífa Þorgrímsdóttir deildarstjóri skólahjúkrunar, Elín Sigurborg Harðardóttirnæringarráðgjafi FSA, Eygló S. Aradóttir barnalæknir, Eyrún Kristína Gunnarsdóttir sálfræðingur, K-deild, FSA, Guðrún Gyða Hauksdóttir hjúkrunarfræðingur dagdeild K-deildar, FSA, Halldór Víglundsson sjúkraþjálfari Eflingu, Magnús Ólafsson heimilislæknir, Magnús L. Stefánsson yfirlæknir, K-deild, FSA og Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK.
Á fundinum kom fram mikill áhugi á að hrinda framkvæmdinni í gang og áætlað er að átakið færi í gang strax í byrjun árs. Farið verður af stað með 9-10 ára börn (4.-5. bekkur grunnskólans) og miðað verður við 85% markið á líkamsþyngdarstuðli, þ.e. þau 15% barna sem eru yfir þeim mörkum skv. aldurs- og kynstöðlum. Stefnt er að því að meðferðin standi í eitt ár og verði þátttakendum að kostnaðarlausu. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/gagnast-mannrettindi-konum | Gagnast mannréttindi konum?
Á fyrsta Lögfræðitorgi ársins hjá Háskólanum á Akureyri leitar Rachael Johnstone svara við spurningunni um það hvort mannréttindi gagnist konum. Á síðustu áratugum liðinnar aldar kom fram hörð gagnrýni á karllæga hugsun í alþjóðlegri mannréttindalöggjöf. Þótti gagnrýnendum að lögð væri óeðlilega mikil áhersla á stöðu karla samanborið við hvernig tekið var á málefnum kvenna. Á liðnum tíu árum hafa Sameinuðu þjóðirnar brugðist við þessari gagnrýni. „Jákvæðar skyldur" ríkja, til að tryggja að efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi séu virt í raun, hafa fengið aukið vægi að undanförnu bæði opinberlega og í einkalífi fólks. Í erindi sínu fjallar Rachael um þróun þessara mála á Stóra-Bretlandi í því skyni að sýna fram á að alþjóðleg mannréttindalöggjöf skapar ríkjum verulegar skyldur þegar kemur að því að stuðla að jafnræði kvenna og karla. Rachael mun sérstaklega beina sjónum sínum að atvinnumálum í þessu sambandi.
Rachael lauk LL.B.-gráðu frá Háskólanum í Glasgow 1999 og meistaragráðu frá European Academy of Legal Theory í Brussel 2000. Hún ver doktorsritgerð sína 28. janúar við háskólann í Toronto, Kanada. Rachael hefur lagt stund á rannsóknir á alþjóðlegum mannréttindum, feminískri lögfræði, skattalögum og skattastefnu stjórnvalda auk þess hefur hún lagt stund á samanburðarlögfræði. Racheal kennir almenna lögfræði og einkenni og þróun enskra laga (Common Law) við Háskólann á Akureyri.
Fyrirlesturinn verður haldinn kl. 16.30 þriðjudaginn 13. janúar í Þingvallastræti 23, stofu 24. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/islenskunamskeid-althjodastofu | Íslenskunámskeið Alþjóðastofu
Í dag hefjast íslenskunámskeið fyrir fólk af erlendum uppruna hjá Alþjóðastofu, Glerárgötu 28. Námskeiðin eru getuskipt og námskeiðin sem hefjast í dag eru fyrir byrjendur. Síðan verða boðin framhaldsnámskeið í beinu framhaldi. Kennslutími er mánudaga og miðvikudaga frá kl. 17 til 20. Allar nánari upplýsingar eru gefnar hjá Alþjóðastofu milli kl. 12 og 18 virka daga. Símanúmerið þar er 462 7255 og netfang astofan@akureyri.is. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/snjokoma-svo-langt-sem-augad-eygir | Snjókoma svo langt sem augað eygir
Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir að áfram snjói á Norðurlandi alla þessa viku og fram á sunnudag að minnsta kosti. Spáin fyrir næstu daga er svohljóðandi:
Á fimmtudag: Norðaustan 10-15 m/s, en 15-20 við austurströndina. Él um norðanvert landið, en bjartviðri sunnanlands. Frost 1 til 8 stig. Á föstudag: Norðaustan og austan 8-13 m/s, en norðlægari austanlands. Snjókoma eða él og áfram kalt í veðri. Á laugardag: Austlæg átt og snjókoma eða slydda, en úrkomulítið norðaustan- og austanlands. Hlýnandi veður. Á sunnudag: Stíf suðaustanátt með rigningu, en slydda eða snjókoma á Norður- og Austurlandi. Hlánar. Á mánudag: Lítur út fyrir að fari í norðanátt með éljum eða snjókomu og kólnandi veðri. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/klamvaeding-almenningsins | Klámvæðing almenningsins
Undanfarin misseri hefur blossað upp umræða um klám og vændi. Í erindi sínu á Félagsvísindatorgi ætlar Kristján Jósteinsson að ræða um það sem hann kallar klámvæðingu almenningsins en það er tilraun til þýðingar á hugtakinu Pornophication of Public space. Almenningurinn vísar þá bæði til almennings sem fólks, og þess rýmis sem fólk almennt er í, samanber almenningur sem fé var rekið í áður en dregið var í dilka. Þetta fyrirbæri hefur einnig verið nefnt almannarými og er þá einkum átt við fjölmiðla og fjölföldun efnis sem birtist almenningi. Hugtakið hefur verið notað í orðræðunni til að reyna að lýsa því hve kynferðislegar tilvísanir og klám sé fyrirferðamikið í samfélaginu. Birtingarform þessara fyrirbæra er komið á það stig að varla verður dregið í efa að um skýrar og markvissar aðgerðir markaðsaflanna sé að ræða.
Kristján Jósteinsson hefur starfað sem sérfræðingur á Jafnréttisstofu frá stofnun hennar, haustið 2000. Á árunum 1995-2000 starfaði hann sem félagsráðgjafi hjá Félagsþjónustu Akureyrar og Svæðisskrifstofu fatlaðra á Norðurlandi eystra. Kristján lauk meistarapróf í endurhæfingaráðgjöf, M.Sc.in Rehabilitation Counseling, frá Syracuse University, Syracuse New York 1995 og prófi til starfsréttinda í félagsráðgjöf Sosialhøgskolen í Stavanger, Noregi, 1984. Kristján lauk stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri 1975. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/byggdastofnun-fjarfestir-i-eyjafirdi | Byggðastofnun fjárfestir í Eyjafirði
Byggðastofnun hefur ákveðið að fjárfesta í 23 sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum á landsbyggðinni fyrir samtals 350 milljónir króna. Af þessum 23 fyrirtækjum eru 5 í Eyjafirði. Alls bárust 98 umsóknir um hlutafé til Byggðastofnunar að upphæð 1.750 milljónir króna.
Þau fyrirtæki í Eyjafirði sem Byggðastofnun fjárfestir í eru:
Orf líftækni, Möðruvöllum, 30.000.000 kr.
Globodent á Íslandi, Akureyri, 20.000.000 kr.
MT bílar ehf., Ólafsfirði, 20.000.000 kr.
HEX tækni ehf., Akureyri, 15.000.000 kr.
Bonus Ortho System, Ólafsfirði, 10.000.000 kr.
Óhætt er að segja að Byggðastofnun hafi fjárfest í mjög álitlegum fyrirtækjum í firðinum, fyrirtækjum sem hafa alla burði til að standa sig vel á markaði, bæði hér heima sem og erlendis. Einnig má sjá að frumkvöðlastarf er vaxandi á Eyjafjarðarsvæðinu og eru mörg mjög álitleg nýsköpunarfyrirtæki í firðinum.
Frétt af www.afe.is |
https://www.akureyri.is/is/frettir/tvaer-milljonir-a-dag | Tvær milljónir á dag
Í veðurfari eins og verið hefur á Akureyri síðustu daga má gera ráð fyrir að snjómokstur kosti bæjarfélagið upp undir tvær milljónir króna á dag. Mjög mikið verk er að halda gatnakerfinu og eru til þess notuð tæki í eigu bæjarins en einnig tæki frá verktökum. Þessi ruðningstæki eru af öllum mögulegu stærðum og gerðum, allt frá stórum vegheflum og hjólaskóflum til lítilla tækja með snjótönn til hreinsunar á gangstéttum.
Að sögn Guðmundar Guðlaugssonar, deildarstjóra framkvæmdadeildar bæjarins, er heildarfjöldi tækja sem notaður er um þrjátíu og heildarfjöldi starfsmanna um 35 (vélamenn og verkstjórar). Hafist er handa klukkan fimm á morgnana og unnið fram eftir kvöldi. Lögð er áhersl á að strætisvagnaleiðir og aðalgötur verði færar svo fljótt sem verða má en íbúðagötur opnaðar þar á eftir. Eftir að búið er að opna gatnakerfið er venjulega mikil vinna við hreinsun þess eftir sem getur tekið einhveja daga. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/eimskip-selur-utgerdarfelagid | Eimskip selur Útgerðarfélagið
Eimskip hefur selt Útgerðarfélag Akureyringa feðgunum Kristjáni Guðmundssyni, Guðmundi Kristjánssyni og Hjálmari Kristjánssyni fyrir 9 milljarða króna. Guðmundur Kristjánsson er framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Tjalds sem er staðsett í Reykjavík. Tjaldur gerir út 4 togara og hefur veiðiheimildir upp á 8.384 þorskígildistonn. Til samanburðar gerir ÚA út 5 togara og hefur yfir að ráða 19.241 þorskígildistonnum samkvæmt skipaskrá skip.is (frétt af www.afe.is).
Á fréttavef Ríkisútvarpsins segir ennfremur um málið:
Eimskipafélagið hefur gengið frá samningum um sölu Haraldar Böðvarssonar hf. og Útgerðarfélags Akureyringa hf, og er söluverð beggja fyrirtækjanna 16,8 miljarðar króna. Hagnaður Eimskips af sölunni nemur 2,5 miljörðum króna. Samningarnir hafa þegar verið samþykktir í stjórn Eimskipafélagsins.
Grandi keypti Harald Böðvarsson á 7,8 miljarða króna, samhliða því keyptu Tryggingamiðstöðin og HB fjölskyldan, 9,9 prósenta hlut í Granda. Þegar hefur verið gengið frá fjármögnun kaupanna en þau eru fjármögnuð með 2,6 miljörðum í reiðufé og afgangurinn með lánum frá Landsbanka Íslands hf.
Feðgarnir Kristján Guðmundsson, Guðmundur Kristjánsson og Hjálmar Kristjánsson, útgerðarmenn frá Rifi og sem kunnastir eru fyrir að rekstur útgerðarfélagsins Tjalds hafa gert samning um kaup Útgerðarfélags Akureyringa hf. fyrir 9 miljarða króna en undanskilið í þeim viðskiptum er Boyd Line í Bretlandi. Guðmundur Kristjánsson, talsmaður þeirra feðga, segir breytingar ekki fyrirhugaðar á rekstri ÚA.
En það eru ekki allir jafn ánægðir yfirlýsing barst nú skömmu fyrir hádegi frá stjórnendum Kaupfélags Eyfirðinga og þar eru menn nokkuð stóryrtir. Þá segir að KEA hafi rætt við bankann um kaup en gengið hafi verið fram hjá framhjá KEA þess í stað hafi verið að samið við mann sem sé þekktastur fyrir að hafa keypt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfjörðum og "brytjað það í spað".
Í niðurlagi bréfs KEA segir: "KEA hefur þungar áhyggjur af þróun málsins og veit fyrir víst að sama gildir um bæjaryfirvöld á Akureyri, ráðherra, þingmenn og eflaust marga fleiri. KEA mótmælir þessum óábyrgu vinnubrögðum Landsbankans og Eimskipafélagsins harkalega og áskilur sér allan rétt til eftirmála."
Í tilkynningu frá Granda og HB í morgun segir að ætlunin sé að halda Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi sem sjálfstæðu félagi, þar til annað verði ákveðið. Lögð verði áhersla á að hagræða í rekstri og gera fyrirtækið að öflugri rekstrareiningu. Í þeirri hagræðingu verði svo sem framast er unnt gætt að stöðu HB sem vinnuveitanda á Akranesi.
Þegar í stað verði hafist handa við mótun hugmynda varðandi samræmingu rekstrar og nýtingu skipa, aflaheimilda og verksmiðja, til að auka hagkvæmni rekstrarins. Áherslu verður lögð á að nýta samlegðaráhrif sem frekast er kostur, ekki síst í ljósi harðnandi samkeppni á mörkuðum og versnandi aðstæðna í rekstrarumhverfi. Stefnt er að því að innan skamms renni HB og Grandi saman í eitt hlutafélag. Þá segir að yfirlýsinu stjórnskipulag og yfirstjórn fyrirtækisins, samsetning hennar og staðsetning mun þurfa að taka mið af því hvað hentugast er með tilliti til rekstrarins. En sem sagt það er búið að selja Granda og HB en ekki hefur verið gengið frá kaupum á Skagstrendingi. Magnús Gunnarsson stjórnarformaður Eimskips segir að verið sé að vinna í því máli. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/nytt-i-listasafninu-a-laugardag | Nýtt í Listasafninu á laugardag
Hér er sjónum beint að tveimur öflugum íslenskum samtímalistamönnum, Bjarna Sigurbjörnssyni og Svövu Björnsdóttur, og stöðu óhlutbundinnar myndlistar eins og greinist hvað skýrast í abstrakt expressionisma og harða geómetríu, eða tilfinningar og vitsmuni eins og gjarnan er litið á það. Öll hugsun er óhlutbundin þar til henni hefur verið umbreytt með athöfn í einhvern áþreifanlegan hlut eða hegðun. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að sérhver hlutur er abstrakt eða afstæður í sína innsta eðli, býsna torskilinn þegar öllu er á botninn hvolft. Geómetríuverk Svövu bera því ekki vott um næmleysi frekar en expressionismi Bjarna er laus við alla skynsemi. Hér kallast á tvær meginleiðir að sama markmiði, sem er að miðla meitlaðri hugsun sem ekki verður tjáð með öðrum hætti.
Nálgun Bjarna við efni og tækni er önnur en gengur og gerist. Hann málar á plexigler, notar margar ólíkar tegundir litefna og snýr röngunni á málverkinu út; það sem snýr að áhorfandanum er að öllu jöfnu hin ósýnilega bakhlið málverksins. Í augum Bjarna er málverk ekki endanlegur hlutur, heldur vitnisburður um athöfn og ferli. Að vissu leyti eru þessi mikilfenglegu plexiglerverk eins og sneiðar í gegnum stöðug umbrot efnahvarfa og liturinn til marks um orkuna sem leysist úr læðingi. Í litablossanum skapast samhljómur og jafnvægi úr kaótískri óreiðu.
Sýning Svövu Björnsdóttur í vestursal safnsins er í grunnatriðum afar einföld, en hún samanstendur af þremur pappírsörkum á vegg. Pappír, grunnform, myndrými og dýpt - þetta eru klassísk undirstöðuhugtök vestrænnar myndlistar. Kunnuglegustu viðfangsefni myndlistarmanna, en þó nýstárleg að sjá í þessari myndbirtingu voldugra pappírsarka. Það er sérstakt við verkin á sýningunni í Listasafninu á Akureyri að þetta eru stærstu verk sem Svava hefur unnið í einni samfelldri pappírörk og eru þau afrakstur af þróun og nýjung í tækni sem hún hefur sjálf uppgötvað. Litir hafa alltaf verið sterkur þáttur í verkum Svövu og má líta á mörg verka hennar jöfnum höndum sem skúlptúra og málverk.
Sýningarnar standa frá 17. janúar til 7. mars 2004. Listasafnið á Akureyri er opið frá 12 til 17 alla daga nema mánudaga. Nánari upplýsingar veitir Hannes Sigurðsson, forstöðumaður, í síma 899 3386. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/lifsleikni-og-listgreinar | Lífsleikni og listgreinar
Þrír leikskólar á Akureyri standa fyrir ráðstefnunni Lífsleikni og listgreinar laugardaginn 7. febrúar þar sem leitast verður við að opna augu þátttakenda fyrir því hvernig nota má mismunandi listgreinar til nálgunar í almennri siðferðisumræðu. Leikskólarnir sem standa að verkefninu eru Krógaból, Síðusel og Sunnuból en ráðstefnan verður haldin í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju frá kl. 10-14.
Ráðstefnan er liður í þriggja ára þróunarstarfi leikskólanna þriggja ?Lífsleikni í leikskóla? sem lýkur formlega í maí 2004. Lífsleiknin er rauður þráður í starfi leikskólanna. Því var ákveðið að efna til ráðstefnunnar. Markmiðið með þróunarverkefninu er að efla siðferðisvitund barna og fullorðinna, í þeim tilgngi að verða bæði góðar og fróðar manneskjur. Rannsóknarspurningin sem gengið er út frá er: Hefur skipuleg siðferðisumræða með leikskólabörnum áhrif á aga í leikskólastarfi? Sú leið sem hefur verið valin er að kenna siðfræðina í gegnum dygðir þar sem unnið er með hverja dygð í tvo mánuði.
Eftirfarandi fyrirlestrar verða fluttir:
Við klöppum öll í einu - Halla Steingrímsdóttir leikskólastjóri og Þuríður Sigurðardóttir aðstoðarleikskólastjóri.
Systkinin leikur og list - Arna Valsdóttir fjöllistakona.
Snerting, jóga, slökun - Sigurlaug Einarsdóttir leikskólaráðgjafi.
Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna með því að senda tölvupóst á netfangið god@akmennt.is. Athugið að skráningu lýkur föstudaginn 23. janúar 2004, þ.e. á föstudaginn kemur. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/amtsbokasafnid-lokad-i-februar | Amtsbókasafnið lokað í febrúar
Amtsbókasafninu á Akureyri verður lokað 1. febrúar næstkomandi vegna lokaáfanga við endurbætur á húsnæði þess. Dyr safnsins verða opnaðar aftur gestum og gangandi 6. mars með viðhöfn. Aðstaðan í nýju Amtsbókasafni verður öll til fyrirmyndar og um leið og fólk er beðið að sýna umburðarlyndi vegna lokunarinnar er því bent á eftirfarandi:
Þeir sem taka skammtímalánsbók 22.-31. janúar fá að hafa bókina þar til safnið opnar aftur eða í fleiri en 40 daga.
Þær mánaðabækur sem fólk tekur þessa dagana fær það að hafa þar til safnið opnar aftur.
Geisladiskar sem eru teknir að láni 19.-31. janúar má hafa í fleiri en 40 daga.
Og þeir sem taka myndbönd eða DVD 29.-31. janúar þurfa ekki að skila fyrr en eftir rúman mánuð.
Hér sannast hið fornkveðna, nefnilega að fátt er svo með öllu illt að ekki boði eitthvað gott! Sem áður segir verður safnið opnað aftur með talsverðri viðhöfn í byrjun mars og verður það að sjálfsögðu auglýst nánar síðar. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/punkturinn-10-ara | Punkturinn 10 ára
Punkturinn verður 10 ára næsta sunnudag og af því tilefni verða haldnar sýningar sem sýna þversnið að því sem unnið hefur verið þar síðastliðinn áratug. Fyrsta sýningin verður opnuð á afmælisdaginn kl. 14.00 en þær verða 10 í allt og verður endað á sérstakri jólasýningu. Sýningunum fylgja fræðslufyrirlestrar eða/og námskeið. Gestir Punktsins og aðstandendur ætla að gera sér glaðan dag á afmælinu með því að bjóða veitingar í húsnæðinu í Listagilinu. Nánari upplýsingar um afmælið veitir Kristbjörg í Punktinum og einnig má lesa um málið á heimasíðu Punktsins http://www.punkturinn.akureyri.is/ |
https://www.akureyri.is/is/frettir/trufrelsi-riki-og-kirkja-i-evropu | Trúfrelsi, ríki og kirkja í Evrópu
Á lögfræðitorgi verður að þessu sinni fjallað um trúfrelsið og þjóðkirkjuna. Spurning dagsins er þessi: Er hægt að tryggja trúfrelsi þar sem þjóðkirkjufyrirkomulag er við lýði eða verður ríkið að sýna fullkomið hlutleysi í trúmálum til að ekki verði vegið að mannréttindum einstaklinga?
Þetta eru lykilspurningar í umræðunni um afstöðu ríkisins til trúfélaga jafnt á Norðurlöndum sem öðrum ríkjum Evrópu. Í erindi sínu á Lögfræðitorgi mun Ingvill T. Plesner fjalla um hugsanleg svör við þessum spurningum á grundvelli rannsóknar sinnar á alþjóðlegum mannréttindum og ólíkum líkönum að sambandi ríkis og trúfélaga. Hún mun skýra mál sitt með dæmum frá Noregi, Þýskalandi og Frakklandi. Ingvill mun einnig fjalla um dæmi úr Evrópuréttinum (ESB) til að sýna hvernig trúfrelsisákvæði geta stangast á við önnur mannréttindi svo sem jafnræðisákvæði sem snerta réttindi kvenna og samkynhneigðra.
Ingvill T. Plesner er doktorsnemi við Norsku mannréttindaskrifstofuna (Lagadeild Háskólans í Ósló). Viðfangsefni hennar er trúfrelsi. Hluta doktorsverkefnisins vinnur hún við Sorbonne í París. Ingvill sat í nefnd sem fjallaði um tengsl ríkis og kirkju í Noregi á árunum 1998-2002. Hún hefur birt fjölda greina um trúfrelsi og mannréttindi bæði á norsku og ensku.
Fyrirlesturinn verður haldinn í dag kl. 16.30 í húsnæði Háskólans á Akureyri að Þingvallastræti 23 í stofu 24. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/gudbrandur-haettir-i-vor | Guðbrandur hættir í vor
Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Brims ehf., mun láta af störfum í endaðan apríl nk. Stjórn Brims ehf. og Guðbrandur hafa gengið frá samkomulagi þess efnis og var full eining um þessar málalyktir af beggja hálfu. Guðbrandur mun á næstu vikum vinna að því að koma félögunum þremur, sem áður mynduðu Brim-samstæðuna, í hendur nýrra eigenda og sjá til þess að þau mál öll gangi greiðlega fyrir sig. Félögin sem um ræðir eru HB hf., Skagstrendingur hf. og Útgerðarfélag Akureyringa hf. Guðbrandur mun jafnframt sinna öðrum málefnum Brims, sem ekki tengjast sölu framangreindra félaga.
?Það er auðvitað ljóst að starf mitt sem framkvæmdastjóri Brims hefur tekið miklum breytingum í kjölfar þess að félagið hefur verið selt. Það er því fullkomlega rökrétt í stöðunni að ég láti af störfum. Ég er mjög ánægður með þau tæplega tvö ?kjörtímabil? sem ég hef gegnt störfum hér fyrir norðan, fyrst sem framkvæmdastjóri ÚA og síðar sem framkvæmdastjóri Brims. Ég er ennfremur ánægður með að full eining er um þessa niðurstöðu,? segir Guðbrandur Sigurðsson. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/fiskifelag-islands-flytur-til-akureyrar | Fiskifélag Íslands flytur til Akureyrar
Fiskifélag Íslands hefur flutt starfsstöð sína frá Reykjavík til Akureyrar. Fiskifélagið hefur frá stofnun 1911 verið í Reykjavík og lengst af unnið að margvíslegum verkefnum fyrir sjávarútveg og í nánu samstarfi við stjórnvöld. Fyrir 5 árum var gerð veruleg skipulagsbreyting og starfseminni eingöngu beint að sameiginlegum hagsmunum sjávarútvegsins. Félagið hefur síðan þá verið virkur samstarfsvettvangur helstu hagsmunasamtaka í íslenskum sjávarútvegi og einkum beint kröftum sínum í þágu umhverfismála, sem stöðugt verða fyrirferðameiri varðandi sjávarútveg. Tveir starfsmenn fylgja Fiskifélaginu til Akureyrar og aðrir tveir verða kyrrir í Reykjavík. Reiknað er með að fjölga um einn til tvo innan tíðar. Framkvæmdastjóri Fiskifélags Íslands er Pétur Bjarnason. Ríkisútvarpið greindi frá - frétt af www.ruv.is. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/thorsteinn-bachmann-segir-upp | Þorsteinn Bachmann segir upp
Þorsteinn Bachmann hefur sagt upp störfum sem leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. Hann segir ástæður uppsagnarinnar persónulegar og að þær séu ótengdar dómi Hæstaréttar sem féll í gær.
"Þetta er persónuleg ákvörðun sem ég tók að eigin frumkvæði. Þetta hefur verið erfiður tími en nú hefur tekist að koma skútunni á flot og þá tel ég rétt að hleypa öðrum að," segir Þorsteinn en hann segir upp með sex mánaða fyrirvara og klárar því leikárið hjá leikfélaginu.
Þorsteinn segir að nú sé kominn tími til að snúa sér að öðrum störfum. "Ég vil fara meira út í leikstjórn og fleira þar sem ég nýti mína listrænu krafta betur heldur en þegar ég stend í svona ströngu í rekstrinum hérna. Ég er kannski búinn að fá nóg af því í bili." Hann segir að rekstur félagsins gangi nú vel. "Ég skil hér við leikfélagið eins og ég mundi vilja taka við því sjálfur."
Frétt af www.mbl.is |
https://www.akureyri.is/is/frettir/verkefnisstjori-radinn-i-listagilid | Verkefnisstjóri ráðinn í Listagilið
Valdís Viðars hefur verið ráðin verkefnisstjóri menningarmiðstöðvarinnar í Listagili en sem kunnugt er tók Akureyrarbær nýverið við ýmsum þeim verkefnum og þjónustu sem Gilfélagið hefur byggt upp og þróað frá því að Listagilið var sett á stofn. Valdís starfaði síðast sem framkvæmdastjóri félagsins og hefur því mikla reynslu á þessu sviði. Stærsta verkefnið er skipulagning Listasumars ár hvert en auk þess yfirumsjón með Ketilhúsi, Deiglu, galleríum og vinnustofum listamanna.
Verkefnisstjórinn mun auk þessa vinna með menningarfulltrúa að öðrum stærri viðburðum sem Akureyrarbær hefur með höndum s.s. Akureyrarvöku og þátttöku bæjarins í Listahátíð í Reykjavík. Dagleg umsjón með starfsemi í Davíðshúsi og Sigurhæðum verða jafnframt á könnu verkefnisstjórans.
Gilfélagið mun halda áfram starfsemi sinni sem áhugamannafélag um menningu og listir. Félagið tekst á hendur ný þróunarverkefni sem eru fólgin í uppbyggingu fjölbreytilegra menningarviðburða yfir vetrartímann. Skrifað var undir samning þess efnis skömmu fyrir jól. Aðsetur og skrifstofa verkefnisstjóra verður í Ketilhúsinu og síminn þar er 466 2609 og netfang listagil@akureyri.is. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/jafn-rettur-karla-og-kvenna | Jafn réttur karla og kvenna?
Í erindi sínu á næsta Lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri fjallar Margrét María Sigurðardóttir um lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og hvernig þau hafa þróast.
Jafnrétti kynjanna hefur löngum verið deiluefni fólks. Þegar lög nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla voru sett urðu töluverðar breytingar á fyrri löggjöf. Margrét fjallar um það hvernig löggjöfin hefur þróast, svo og hvernig málaflokkurinn er uppbyggður. Hún gerir einnig grein fyrir þeim úrræðum sem lögin bjóða upp á. Lögin eru á margan hátt sérstök og mjög háð bæði mati og túlkun og þannig í sífelldri þróun. Loks verða kynntar helstu nýjungar á sviði löggjafarinnar. Nokkrir dómar svo og álit kærunefndar jafnréttismála verða reifuð.
Margrét María Sigurðardóttir hdl. er framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Hún er fædd 1964. Margrét lauk prófi frá Sandusky High School í Ohio í Bandaríkjunum og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi 1985. Hún lauk prófi frá lagadeild HÍ árið 1990. Margrét María nam sveitastjórnarrétt og umhverfisrétt við Kaupmannahafnarháskóla árið 1991. Hún hefur starfað til margra ára við sýslumannsembætti víða um land og var m.a. settur sýslumaður á Ísafirði árið 2000. Frá árinu 2000 hefur hún rekið eigin lögmannsstofu á Húsavík. Margrét hefur starfað í tvö ár sem lögfræðingur Jafnréttisstofu í hlutastarfi. Hún tók við starfi framkvæmdarstjóra Jafnréttisstofu 1. nóvember 2003.
Fyrirlesturinn verður haldinn á morgun, þriðjudaginn 27. janúar, kl. 16.30 í Þingvallastræti 23, stofu 24. Allir velkomnir! |
https://www.akureyri.is/is/frettir/dan-verdur-svidsstjori-stjornsyslusvids | Dan verður sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dan Jens Brynjarsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Akureyrarbæjar en umsækjendur um stöðuna voru 28. Formlega var gengið frá ráðningunni á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku og var hún samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.
Meginhlutverk stjórnsýslusviðs er að veita stoðþjónustu til annarra sviða, deilda og stofnana og til kjörinna fulltrúa. Á stjórnsýslusviði er fjármálaþjónusta, hagþjónusta, markaðs- og kynningarmál, starfsmannaþjónusta og skrifstofa sviðsins, auk þess sem á sviðinu starfar jafnréttisráðgjafi bæjarins. Stjórnsýsla Akureyrarbæjar skiptist í stjórnsýslusvið, tækni- og umhverfissvið, og félagssvið.
Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs vinnur með framkvæmdastjórn Akureyrarbæjar að því að aðlaga starfsemi bæjarins að síbreytilegum aðstæðum og virkja frumkvæði og sjálfstæði millistjórnenda. Meginverkefni sviðsstjóra verða í framkvæmdastjórn bæjarins sem er bæjarstjóra til ráðuneytis um daglegan rekstur bæjarfélagsins. Framkvæmdastjórn vinnur að því að stjórnsýsla Akureyrarbæjar sé ávallt skilvirk, hagkvæm og örugg, ásamt því að hafa frumkvæði að bættri þjónustu og hagræðingu í rekstri. Hlutverk framkvæmdastjórnar er jafnframt að innleiða nýjungar til að efla samkeppnishæfni bæjarfélagsins og stuðla að því að þar sé ávallt veitt góð þjónusta. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/storidja-a-nordurlandi | Stóriðja á Norðurlandi
Valgerður Sverrisdóttir Iðnaðarráðherra segir að undirbúningi stóriðju á Norðurlandi verði haldið áfram þrátt fyrir slit á samstarfi við Atlantsál.
Eins og þekkt er hugðist Atlantsál reisa súrálsverksmiðju og 360 þúsund tonna álver á Íslandi. Fyrirtækið kannaði staðsetningu að Dysnesi í Eyjafirði og á Húsavík og reyndist Húsavík henta betur undir súrálsverksmiðju. Þegar þau áform runnu út í sandinn ákvað fyrirtækið að einbeita sér að álveri á Húsavík.
Með því að slíta samstarfi við Atlantsál gefst nú tækifæri til að endurskoða forsendur við undirbúning stóriðju á Norðurlandi hvað varðar tímasetningar, samanburð á staðarvali og virkjunarkostum.
Frétt af www.afe.is. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/gert-er-rad-fyrir-eljum | Gert er ráð fyrir éljum...
Akureyringar mega búast við áframhaldandi éljagangi næstu daga og fram í næstu viku ef spár ganga eftir. Það er talsverð snjókoma og dágott frost í langtímaspánni frá Veðurstofu Íslands:
Á laugardag: Norðlæg átt, víða 5-10 m/s. Él norðan- og austanlands, annars léttskýjað. Frost yfirleitt á bilinu 3 til 10 stig.
Á sunnudag: Norðaustan og austan 3-8 m/s, en víða 8-13 á annesjum norðantil. Léttskýjað á Vestur- og Suðvesturlandi, en él í öðrum landshlutum. Frost 0 til 8 stig.
Á mánudag og þriðjudag: Norðaustlæg átt og léttskýjað sunnan- og vestanlands, en annars él. Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag: Suðaustanátt og skýjað norðvestanlands, annars hægviðri og léttskýjað. Áfram fremur kalt í veðri.
www.vedur.is |
https://www.akureyri.is/is/frettir/opid-hus-hja-svak | Opið hús hjá SVAK
Fyrsta opna hús vetrarins hjá Stangaveiðifélagi Akureyrar (SVAK) verður í kvöld í gömlu Gróðrastöðinni suður af Skautahöllinni. Á dagskrá kvöldsins er kynning Pálma Gunnarssonar á veiðimöguleikum á Grænlandi en þangað hafa fjölmargir Íslendingar sótt bæði í stangaveiði og skotveiði á síðustu árum. Pálmi segir einnig frá ýmsum spennandi möguleikum sem bjóðast í stangaveiði á Norðurlandi og hann þekkir eftir áralanga reynslu. Dagskráin hefst kl. 20.00 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/margir-vilja-i-naustahverfi | Margir vilja í Naustahverfi
Mikil gróska hefur verið í byggingariðnaðinum á Akureyri undanfarin ár og er allt útlit fyrir að svo verði áfram. Akueyrarbær auglýsti nýlega lóðir í Naustahverfi undir einbýlishús, raðhús, fjórbýlishús og fjölbýlishús. Að sögn Bjarna Reykjalíns, deildarstjóra umhverfisdeildar, var óvenju mikil spurn eftir lóðum undir einbýlishús og raðhús en mun færri umsóknir bárust um fjölbýlishúsalóðirnar. Alls er verið að úthluta lóðum undir 160 íbúðir að þessu sinni, sem er svipaður fjöldi og á síðasta ári. Þegar framkvæmdir verða komnar í gang, verða um 330 íbúðir í byggingu í hverfinu.
Níu aðilar sóttu um sjö einbýlishúsalóðir í Naustahverfi, verktakar á Akureyri og í Grýtubakkahreppi fengu lóðir undir raðhús og verktakar frá Ísafirði og Reykjavík fengu lóðir undir fjölbýlishús. Bjarni sagði að verktakar sýndu því mestan áhuga á að byggja íbúðir á einni hæð með innbyggðum bílskúr, einbýlishús og svo fjórbýlishús. Vegna þessa mikla áhuga hefur verið ákveðið að breyta deiliskipulaginu í Naustahverfi þannig að hægt verði að bjóða fleiri raðhúsa- og einbýlishúsalóðir með vorinu. Bjarni sagði að það kæmi sér nokkuð á óvart hversu ragir verktakar væru við að byggja raðhús á tveimur hæðum. "Það hafa verið byggð fjölmörg raðhús á tveimur hæðum í bænum í gegnum tíðina og þegar íbúðir í þeim húsum fara á sölu er eftirspurnin alltaf nokkur."
Fyrsta skóflustunga að fyrsta íbúðarhúsinu í Naustahverfi var tekin um miðjan maí í fyrra og fyrstu íbúarnir eru þegar fluttir í hverfið. Fyrsta byggingin sem reist var í hverfinu er leikskóli sem tekinn var í notkun í ágúst í fyrra. Þá er gatnagerð lokið í 1. áfanga Naustahverfis.
Enn er verið að byggja íbúðir í Giljahverfi en þar eru til lóðir undir tveggja hæða hús, sem ganga út jafnt og þétt, að sögn Bjarna. Uppbygging Giljahverfis er langt komin og þar eru bæði leikskóli og grunnskóli.
Einnig hefur verið unnið að því innan bæjarkerfisins að þétta byggðina í bænum sem Bjarni sagði mjög hagkvæmt fyrir bæjarfélagið. Bæjaryfirvöld eiga þó eftir að skoða það mál betur því að sögn Bjarna eru þeir íbúar sem fyrir eru í eldri hverfum misjafnlega hrifnir af því að byggt sé í næsta nágrenni þeirra.
Mikið er til af lóðum undir iðnaðarhúsnæði í svokölluðum Krossaneshaga. Bjarni sagði að hverfið hefði verið að byggjast upp hægt og rólega en að þar væru miklir möguleikar.
Miðað við bæjarfélög af svipaðri stærð eru hvergi lægri gatnagerðargjöld en á Akureyri og sagði Bjarni að það væri eitthvað sem áhugasamir húsbyggjendur ættu að hafa í huga.
Árið 1994 voru um 200 íbúðir í byggingu á Akureyri en árið 2002 voru 388 íbúðir í byggingu, eða fleiri en nokkru sinni fyrr. Ekki liggur enn fyrir hversu margar íbúðir voru í byggingu á síðasta ári en Bjarni sagðist gera ráð fyrir að fjöldinn væri svipaður og árið áður.
Frétt úr Morgunblaðinu af www.mbl.is |
https://www.akureyri.is/is/frettir/nytt-met-a-akureyriis | Nýtt met á Akureyri.is
Nýliðinn janúar var enn einn metmánuðurinn á heimasíðu Akureyrarbæjar. Aldrei hafa fleiri komið inn á síðuna og flettingar eru í algjöru hámarki. Gestir voru 7.929 en 6.017 í janúar 2003 og 2.985 í janúar 2002. Flestir höfðu gestirnir áður verið 7.589 í apríl 2003. Flettingar á síðunni voru 87.377 í síðasta mánuði en höfðu áður mest farið í 73.851 í september 2003. Endurbætt heimasíða Akureyrarbæjar er hluti af markassetningu á einstaklingsmarkaði undir kjörorðinu “Öll lífsins gæði” og miðað við tölurnar hér að ofan má ljóst vera að á þessu sviði hefur vel til tekist. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/um-fordaemi-og-valdmork-domstola | Um fordæmi og valdmörk dómstóla
Á undanförnum árum hefur borið á ágreiningi milli íslenskra lögfræðinga um valdmörk dómstóla. Í erindi sínu á Lögfræðitorgi fjallar Jón Steinar Gunnlaugsson um ólík sjónarmið varðandi fordæmi og valdmörk dómstóla. Deiluaðilar skiptast í tvö horn. Annars vegar hafa þeir talað, sem telja að dómstólar hafi þýðingarmiklu hlutverki að gegna við að setja lagareglur, þegar þeir leysa úr deilumálum. Hins vegar eru þeir sem telja að dómstólar hafi ekki slíku hlutverki að gegna. Þeirra verkefni sé að finna réttarregluna sem í gildi var þegar sá atburður varð, sem ágreiningi veldur, en ekki að setja nýja reglu. Jón Steinar tilheyrir þessum síðari flokki lögfræðinga. Hann gaf út á síðasta ári bókina „Um fordæmi og valdmörk dómstóla", þar sem meðal annars er gerð grein fyrir sjónarmiðum sem þetta varða.
Þann 1. september 2002 var Jón Steinar ráðinn prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, sem þá hóf störf. Gegnir hann því starfi ásamt með lögmannsstörfum sínum. Af öðrum störfum Jóns Steinars má nefna, að hann var stundakennari í fjármunarétti við lagadeild Háskóla Íslands 1975-1977, settur dósent 1977-1978 og aðjúnkt 1979-1981. Allt frá þeim tíma hefur hann öðru hvoru flutt kennslufyrirlestra við lagadeild HÍ, m.a. í réttarfari og skattarétti. Hann kenndi verslunarrétt við Verslunarskóla Íslands 1975-1977. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/alagning-fasteignagjalda | Álagning fasteignagjalda
Álagningu fasteignagjalda á Akureyri er lokið og verið er að senda út álagningarseðlana. Heildarálagning fasteignagjald er ríflega 970 milljónir króna á árinu 2004. Fasteignagjöld skiptast í 5 mismunadi gjöld:
Fasteignaskatt 470 millj. kr.
Lóðarleigu 122,5 millj. kr.
Fráveitugjald 185 millj. kr.
Vatnsgjald 151 millj. kr.
Sorphirðugjald 40 millj. kr.
Fjöldi fasteigna sem lagt er á er 10.340 og fjölgaði um 178 frá fyrra ári. Álagningarprósentur eru óbreyttar á milli ára. Fasteignamatið hækkaði frá fyrra ári um 15% á íbúðarhúsnæði en var óbreytt á atvinnuhúsnæði.
Eins og áður er tekjulágum elli- og örorklífeyrisþegum veittur allt að 25.000 króna afsláttur af fasteignaskatti. Þau nýmæli eru nú í reglunum að afslátturinn er tekjutengdur og sæka þarf um afsláttinn.
Hér má nálgast reglur og umsókn um afslátt af fasteignaskatti. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/robin-nolan-i-deiglunni | Robin Nolan í Deiglunni
Robin Nolan Trio leikur í Deiglunni á vegum Jazzklúbbs Akureyrar næsta laugardagskvöld. Tríóið skipa Robin Nolan og Kevin Nolan á gítara og Simon Planting á kontrabassa. Leikur Robin Nolan djassgítarleikara og tríós hans er rómaður vítt um heiminn og gleðilegt að Akureyri sé einn þeirra staða sem þeir félagar heimsækja reglulega. Fyrsta heimsókn Robin Nolan Trios til Íslands haustið 1998 varð upphafið að árlegum sumarheimsóknum og síðar að alþjóðlegri Django Jazzhátíð og námskeiðum á Akureyri sem þar hafa átt vinsældum að fagna og öðlast fastan sess. Tónleikarnir í Deiglunni hefjast kl. 21.30 og verða aðgöngumiðar seldir við innganginn. Miðaverð er 1.500 kr. en 1.000 kr. fyrir klúbbfélaga og námsmenn. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/skjaldarvik-i-gagnid-a-ny | Skjaldarvík í gagnið á ný
Þar sem fyrirsjánlegt er að viðbyggingin við Hlíð verður ekki tilbúin til notkunar fyrr en fyrri hluta árs 2006 hafa bæjaryfirvöld verið í viðræðum við heilbrigðisráðuneytið nokkurn tíma til þess að leita lausna á vanda sjúkra aldraðra í heimahúsum. Nýverið samþykkti heilbrigðisráðuneytið að leyfa fjölgun hjúkrunarrýma um 15 á Öldrunarstofnun Akureyrarbæjar frá 1. apríl n.k. með þeim fyrirvara að Akureyrarbær útvegaði húsnæði fyrir starfsemina.
Skjót ráð þurfti til þess að hafa húsnæði fyrir þessi 15 nýju hjúkrunarrými tilbúið á svo stuttum tíma og var hugað að ýmsum möguleikum. Eina raunhæfa lausnin innan þessa tímaramma reyndist vera að skoða endurbætur á Skjaldarvík - húsnæðið þurfti töluverðar endurbætur, en staðurinn er mörgum kær og fallegur eins og Akureyringar vita.
Ákveðið var í samráði við eldvarnareftirlit og aðra eftirlitsaðila að “taka í gegn” hentugasta hluta hússins og útbúa huggulega 15 rýma hjúkrunardeild í hluta af fyrstu hæð hússins. Verkefnið er nú hafið og er lögð áhersla á að reyna að ljúka verkinu fyrir 1. apríl n.k. Þessi 15 rými verða svo flutt í viðbygginguna við Hlíð þegar hún verður tilbúin.
Öll aðstaða verður tekin í gegn og töluverðum fjármunum varið í endurbætur. Þykir það vel réttlætanlegt til þess að mæta brýnasta vanda sjúkra aldraðra sem annars hefðu þurft að bíða í u.þ.b. 2 ár eftir úrlausn sinna mála. Starfsmenn öldrunarstofnana Akureyrarbæjar hlakka til að takast á við þetta nýja verkefni og munu leggja sig fram um að þjónusta nýja íbúa í Skjaldarvík eins vel og kostur er. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/brahms-og-mahler-i-glerarkirkju | Brahms og Mahler í Glerárkirkju
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heldur tónleika í Glerárkirkju á sunnudag kl. 16.00. Á efnisskrá eru tvö verk: Söngvar farandsveins eftir Gustav Mahler og Sinfónía nr. 2 í D-dúr op. 73 eftir Johannes Brahms. Einsöngvari er Sigríður Aðalsteinsdóttir mezzosopran og stjórnandi á tónleikunum er Guðmundur Óli Gunnarsson.
Sigríður Aðalsteinsdóttir lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík árið 1995. Helstu kennarar hennar þar voru Elísabet F. Eiríksdóttir og Þuríður Pálsdóttir. Árið 2000 lauk hún námi frá óperudeild Tónlistarháskólans í Vínarborg. Hún stundaði auk þess nám við ljóða og óratoríudeild skólans frá 1997-2001. Sigríður þreytti frumraun sína sem óperusöngvari við Þjóðaróperuna í Vínarborg vorið 1997 í hlutverki Mercedesar í Carmen. Frá 1999-2002 söng hún ýmis hlutverk við húsið auk þess að taka þátt í óperuuppfærslum á Íslandi hjá Íslensku Óperunni og Norðuróp. Hún hefur haldið fjölda ljóðatónleika og tekið þátt í flutningi á messum og óratoríum heima og erlendis. Sigríður er um þessar mundir að æfa hlutverk Marcellinu í Brúðkaupi Figarós í uppfærslu Íslensku óperunnar. Sígríður hefur starfað sem söngkennari við Tónlistarskólann á Akureyri frá 2002.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er að stærstum hluta skipuð hljóðfæraleikurum af Norðurlandi. Á þessum tónleikum koma einnig hljóðfæraleikarar af Reykjavíkursvæðinu til liðs við hljómsveitina. Stjórnandi á tónleikunum í Glerárkirkju er aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, Guðmundur Óli Gunnarsson.
Guðmundur Óli lauk prófi í hljómsveitarstjórn frá Tónlistarháskólann í Utrecht í Hollandi og stundaði síðan framhaldsnám hjá Jorma Panula í Helsinki. Hann hefur starfað sem hljómsveitarstjóri með Sinfóníuhljómsveit Íslands, bæði á tónleikum og við upptökur. Einnig hefur hann komið fram sem stjórnandi Kammersveitar Reykjavíkur, Íslensku hljómsveitarinnar og er fastur stjórnandi CAPUT. Hann hefur stjórnað frumflutningi verka margra tónskálda, stjórnað óperuuppfærslum svo og kórum og hljómsveitum áhugamanna og nemenda. Guðmundur Óli hefur verið aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands frá stofnun hennar. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/taep-11000-tonn-af-lodnuafurdum-ur-landi | Tæp 11.000 tonn af loðnuafurðum úr landi
Þrjú norsk flutningaskip á vegum Samherja hf. hafa síðustu daga tekið um borð afurðir fyrirtækisins og samstarfsfyrirtækja í höfnum á Norður- og Austurlandi. Alls er um að ræða rúm 8.500 tonn af frystum vörum; nær eingöngu loðnuafurðir. Fyrir fáum dögum flutti fjórða skipið um 2.400 tonn af loðnuafurðum úr landi og því nema þessir flutningar alls tæpum 11.000 tonnum á skömmum tíma.
Flutningaskipið Green Frost kom til Reyðarfjarðar á sunnudag þar sem skipið var fulllestað loðnuafurðum en það tekur um 2.300 tonn. Flutningaskipið Green Bodö sótti afurðir til Þórshafnar og Vopnafjarðar í liðinni viku. Það var síðan fulllestað á Norðfirði í gær en skipið tekur um 2.200 tonn. Unnið var að lestun flutningaskipsins Green Selje á Akureyri á mánudag og lauk verkinu í gær. Þá hélt skipið austur um og verður fulllestað á Norðfirði en það tekur um 3.800 tonn.
Að sögn Unnars Jónssonar í Sölu- og Útflutningsdeild Samherja hf. hafa starfsmenn þar verið önnum kafnir undanfarið. Mikið álag hefur verið við að samræma söluna við flutningana og ekki síst við að skipuleggja hleðslu á flutningaskipunum í takt við landanir vinnsluskipanna. Skipin fara með afurðirnar í frystigeymslu í Klaipeda í Litháen en þaðan fara þær á markað í ýmsum löndum Austur-Evrópu. Fyrir skömmu sótti flutningaskipið Ice Bird loðnuafurðir til Ísafjarðar, Akureyrar og Norðfjarðar, alls um 2.400 tonn. Þar af fóru um 700 tonn í frystigeymslu Samherja í Færeyjum en um 1.700 tonn voru flutt til Litháen.
Frétt af www.samherji.is |